Lengi lifir í gömlum glæðum Máni Snær Þorláksson skrifar 16. júlí 2024 09:52 Camila Cabello og Shawn Mendes þann 25 september árið 2021. EPA/Peter Foley Bandaríska söngkonan Camila Cabello og kanadíski söngvarinn Shawn Mendes sáust sitja saman á úrslitaleik Copa America í Flórída um helgina. Þau hafa tvisvar byrjað og hætt aftur saman á síðustu árum en það er spurning hvort allt sé þá þrennt er. Þau Cabello og Mendes opinberuðu ástarsamband sitt í fyrsta skipti sumarið 2019 en þau höfðu þekkst í dágóðan tíma fyrir það. Orðrómur um að þau væru byrjuð að rugla saman reitum styrktist til muna eftir að þau gáfu út tónlistarmyndband fyrir lagið Señorita. Þótti einhverjum augljóst að myndbandið gæfi til kynna að þau væru meira en bara vinir. Í ágúst sama ár var orðrómurinn svo endanlega staðfestur og ljóst að þau Cabello og Mendes væru par. Rúmlega tveimur árum síðar var sambandið þó á enda. Cabello og Mendes gáfu út yfirlýsingu í nóvember árið 2021 að þau væru hætt saman. „Við höfum ákveðið að binda enda á rómantíska sambandið okkar en ást okkar á hvoru öðru sem manneskjum er sterkari en nokkru sinni fyrr,“ sagði í upphafi yfirlýsingarinnar sem birt var á Instagram. Þau sögðust hafa verið bestu vinir þegar þau byrjuðu saman og að þau ætli sér að vera það áfram. Tveimur árum eftir sambandsslitin var ljóst að þau héldu að minnsta kosti vinskapnum og raunar gott betur: Eftir að parið sást kyssast á tónlistarhátíðinni Coachella í apríl 2023 fóru fljótt að birtast myndir af þeim saman á ný. Í næsta mánuði sáust þau saman á stefnumótum á New York og Los Angeles. Það entist þó ekki lengur en svo að í júní var greint frá því að þau væru hætt saman á ný. En ljóst er að lengi lifir í gömlum glæðum því eins og fram hefur komið sátu þau saman og horfðu á Argentínu vinna Kólumbíu í úrslitaleik Copa America. Shawn Mendes and Camila Cabello spotted at the Argentina vs. Colombia Copa America game. pic.twitter.com/U8uoNMeGlm— Pop Crave (@PopCrave) July 15, 2024 Það er þó spurning hvort þetta fyrrverandi par sé að byrja saman á ný eða hvort þau séu ennþá bara einstaklega góðir vinir. Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Þau Cabello og Mendes opinberuðu ástarsamband sitt í fyrsta skipti sumarið 2019 en þau höfðu þekkst í dágóðan tíma fyrir það. Orðrómur um að þau væru byrjuð að rugla saman reitum styrktist til muna eftir að þau gáfu út tónlistarmyndband fyrir lagið Señorita. Þótti einhverjum augljóst að myndbandið gæfi til kynna að þau væru meira en bara vinir. Í ágúst sama ár var orðrómurinn svo endanlega staðfestur og ljóst að þau Cabello og Mendes væru par. Rúmlega tveimur árum síðar var sambandið þó á enda. Cabello og Mendes gáfu út yfirlýsingu í nóvember árið 2021 að þau væru hætt saman. „Við höfum ákveðið að binda enda á rómantíska sambandið okkar en ást okkar á hvoru öðru sem manneskjum er sterkari en nokkru sinni fyrr,“ sagði í upphafi yfirlýsingarinnar sem birt var á Instagram. Þau sögðust hafa verið bestu vinir þegar þau byrjuðu saman og að þau ætli sér að vera það áfram. Tveimur árum eftir sambandsslitin var ljóst að þau héldu að minnsta kosti vinskapnum og raunar gott betur: Eftir að parið sást kyssast á tónlistarhátíðinni Coachella í apríl 2023 fóru fljótt að birtast myndir af þeim saman á ný. Í næsta mánuði sáust þau saman á stefnumótum á New York og Los Angeles. Það entist þó ekki lengur en svo að í júní var greint frá því að þau væru hætt saman á ný. En ljóst er að lengi lifir í gömlum glæðum því eins og fram hefur komið sátu þau saman og horfðu á Argentínu vinna Kólumbíu í úrslitaleik Copa America. Shawn Mendes and Camila Cabello spotted at the Argentina vs. Colombia Copa America game. pic.twitter.com/U8uoNMeGlm— Pop Crave (@PopCrave) July 15, 2024 Það er þó spurning hvort þetta fyrrverandi par sé að byrja saman á ný eða hvort þau séu ennþá bara einstaklega góðir vinir.
Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira