Linnulaus þjáning íbúa á Gaza Hrafnhildur Sverrisdóttir skrifar 16. júlí 2024 10:30 Gaza er í dag rústir einar. Rúmir níu mánuðir eru nú liðnir frá því hernaðarátök hófust fyrir botni Miðjarðarhafs en umfang og eðli átakanna á Gaza hefur valdið gríðarlegum skaða á fólki, heimilum og öðrum innviðum. Íbúar eiga sér engan stað þar sem þeir geta notið verndar frá sprengjuárásum. Þjáningin er linnulaus. Heilu fjölskyldurnar hafa verið drepnar; börn, mæður, feður, afar, ömmur, frændur og frænkur. Börn sitja ein eftir á rústum húsa. Fjölskyldur, einstaklingar og samfélög hafa verið rifin í sundur. Íbúar Gaza hafa þurft að flýja heimili sín og halda áfram að flýja ítrekað í örvæntingu og ótta í takt við árásir og fyrirskipanir um rýmingar. Fólk hefur upplifað endurteknar sprengingar, gengið dögum saman, fram hjá uppsprengdum húsum, látnu fólki, stundum með líkamsparta látinna ættingja í fanginu, þar sem of erfitt er að skilja þá eftir. Fólk bíður dögum saman í röðum eftir einhverju að borða. Aðstæður íbúa eru nú þegar óyfirstíganlegar. Fólk er að þrotum komið. Ónýtir innviðir og heilbrigðiskerfi Heilbrigðiskerfið er hrunið og skólp flæðir um uppsprengd hverfi og skapar hættu á smitsjúkdómum, sem eru farnir að gera vart við sig. Sjúkrahús á norðurhluta Gaza geta ekki framkvæmt skurðaðgerðir en eru þó enn að taka á móti særðum og sjúkum sem hafa engan annan stað að leita til. Heilsugæslur og sjúkrahús í suðri eru yfirfull af sjúklingum og fólki á flótta. Skemmdir, rafmagnsleysi, skortur á starfsfólki og lækningabirgðum gerir það að verkum að þau fáu sjúkrahús sem enn veita þjónustu anna ekki eftirspurn og læknar neyðast til að framkvæma skurðaðgerðir á skjólstæðingum sínum, m.a. þunguðum konum og börnum, án viðeigandi deyfilyfja. Mannúðarsamtök ná ekki að tryggja grunnþarfir íbúa vegna takmarkana á aðgangi mannúðaraðstoðar inn á Gaza, en einnig vegna þess að ekki er hægt að tryggja grundvallar öryggisskilyrði til að hægt sé að veita aðstoð á öruggan máta. Íbúar Gaza búa því við algjörlega óviðunandi aðstæður, án rafmagns og greiðs aðgangs að vatni, mat, húsaskjóli, heilsugæslu, hreinlæti og öryggi og þannig hefur ástandið verið í fjölda mánaða. Þau sem eru í viðkvæmri stöðu, eins og eldra fólk, fatlað fólk og börn, eru í aukinni hættu á að deyja úr sýkingum og næringarskorti. Líf þeirra hangir á bláþræði. Allir deiluaðilar verða að fylgja mannúðarlögum Hjálpar- og mannúðarsamtök hafa orðið fyrir árásum, þar með talið palestínski Rauði hálfmáninn, sem hefur misst sjálfboðaliða og starfsfólk við störf sín. Þau sem eftir eru halda áfram, nótt við dag, að aðstoða almenna borgara á milli sprengjuárása með því litla magni aðfanga sem til er. Þegar viðmið alþjóðlegra mannúðarlaga eru orðin valfrjáls er ljóst að aðhald í vopnuðum átökum er hverfandi. Við verðum að halda áfram að minna alla deiluaðila á þær skyldur sem þeir eru bundnir af samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum. Almennir borgarar, heimili þeirra og sjúkrastofnanir njóta verndar í vopnuðum átökum. Almennir borgarar eiga rétt á heilbrigðis- og mannúðaraðstoð. Heilbrigðis- og hjálparstarfsfólk á einnig rétt á að veita slíka aðstoð án þess að þurfa að óttast að það kosti þau eigið líf. Það er mikilvægt að efla allar diplómatískar leiðir til að stöðva hernaðarátökin svo hægt sé að veita öllum íbúum Gaza reglulega, óhindraða og örugga mannúðar- og heilbrigðisaðstoð. Höfundur er verkefnastjóri á Alþjóðasviði Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Sjá meira
Gaza er í dag rústir einar. Rúmir níu mánuðir eru nú liðnir frá því hernaðarátök hófust fyrir botni Miðjarðarhafs en umfang og eðli átakanna á Gaza hefur valdið gríðarlegum skaða á fólki, heimilum og öðrum innviðum. Íbúar eiga sér engan stað þar sem þeir geta notið verndar frá sprengjuárásum. Þjáningin er linnulaus. Heilu fjölskyldurnar hafa verið drepnar; börn, mæður, feður, afar, ömmur, frændur og frænkur. Börn sitja ein eftir á rústum húsa. Fjölskyldur, einstaklingar og samfélög hafa verið rifin í sundur. Íbúar Gaza hafa þurft að flýja heimili sín og halda áfram að flýja ítrekað í örvæntingu og ótta í takt við árásir og fyrirskipanir um rýmingar. Fólk hefur upplifað endurteknar sprengingar, gengið dögum saman, fram hjá uppsprengdum húsum, látnu fólki, stundum með líkamsparta látinna ættingja í fanginu, þar sem of erfitt er að skilja þá eftir. Fólk bíður dögum saman í röðum eftir einhverju að borða. Aðstæður íbúa eru nú þegar óyfirstíganlegar. Fólk er að þrotum komið. Ónýtir innviðir og heilbrigðiskerfi Heilbrigðiskerfið er hrunið og skólp flæðir um uppsprengd hverfi og skapar hættu á smitsjúkdómum, sem eru farnir að gera vart við sig. Sjúkrahús á norðurhluta Gaza geta ekki framkvæmt skurðaðgerðir en eru þó enn að taka á móti særðum og sjúkum sem hafa engan annan stað að leita til. Heilsugæslur og sjúkrahús í suðri eru yfirfull af sjúklingum og fólki á flótta. Skemmdir, rafmagnsleysi, skortur á starfsfólki og lækningabirgðum gerir það að verkum að þau fáu sjúkrahús sem enn veita þjónustu anna ekki eftirspurn og læknar neyðast til að framkvæma skurðaðgerðir á skjólstæðingum sínum, m.a. þunguðum konum og börnum, án viðeigandi deyfilyfja. Mannúðarsamtök ná ekki að tryggja grunnþarfir íbúa vegna takmarkana á aðgangi mannúðaraðstoðar inn á Gaza, en einnig vegna þess að ekki er hægt að tryggja grundvallar öryggisskilyrði til að hægt sé að veita aðstoð á öruggan máta. Íbúar Gaza búa því við algjörlega óviðunandi aðstæður, án rafmagns og greiðs aðgangs að vatni, mat, húsaskjóli, heilsugæslu, hreinlæti og öryggi og þannig hefur ástandið verið í fjölda mánaða. Þau sem eru í viðkvæmri stöðu, eins og eldra fólk, fatlað fólk og börn, eru í aukinni hættu á að deyja úr sýkingum og næringarskorti. Líf þeirra hangir á bláþræði. Allir deiluaðilar verða að fylgja mannúðarlögum Hjálpar- og mannúðarsamtök hafa orðið fyrir árásum, þar með talið palestínski Rauði hálfmáninn, sem hefur misst sjálfboðaliða og starfsfólk við störf sín. Þau sem eftir eru halda áfram, nótt við dag, að aðstoða almenna borgara á milli sprengjuárása með því litla magni aðfanga sem til er. Þegar viðmið alþjóðlegra mannúðarlaga eru orðin valfrjáls er ljóst að aðhald í vopnuðum átökum er hverfandi. Við verðum að halda áfram að minna alla deiluaðila á þær skyldur sem þeir eru bundnir af samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum. Almennir borgarar, heimili þeirra og sjúkrastofnanir njóta verndar í vopnuðum átökum. Almennir borgarar eiga rétt á heilbrigðis- og mannúðaraðstoð. Heilbrigðis- og hjálparstarfsfólk á einnig rétt á að veita slíka aðstoð án þess að þurfa að óttast að það kosti þau eigið líf. Það er mikilvægt að efla allar diplómatískar leiðir til að stöðva hernaðarátökin svo hægt sé að veita öllum íbúum Gaza reglulega, óhindraða og örugga mannúðar- og heilbrigðisaðstoð. Höfundur er verkefnastjóri á Alþjóðasviði Rauða krossins á Íslandi.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun