Stjarnan áfram eftir dramatískan endi í Norður-Írlandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júlí 2024 20:40 Stjarnan er komin áfram. Vísir/Diego Stjarnan er komin áfram í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta eftir 3-2 tap gegn Linfield í Norður-Írlandi í kvöld. Stjarnan var í góðri stöðu fyrir leik kvöldsins eftir 2-0 sigur í Garðabænum. Heimamenn vissu að þeir þyrftu að byrja af krafti til að gera einvígið spennandi og það tókst þegar Joel Cooper kom Linfield 1-0 yfir á 7. mínútu leiksins. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks og einvígið því enn galopið þegar liðin sneru til baka eftir hálfleiksræður þjálfaranna. Svo virðist sem Jökull I. Elísabetarson hafi sagt réttu hlutina við sína menn en Emil Atlason hélt áfram að hrella leikmenn Linfield þegar hann jafnaði metin á 57. mínútu eftir undirbúning Róberts Frosta Þorkelssonar. Matthew Orr kom Linfield yfir á nýjan leik þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka og heimamenn gerðu sig líklega til að jafna metin í einvíginu. Það tókst þeim nokkrum mínútum síðar þegar Matthew Fitzpatrick kom Linfield í 3-1 og staðan í einvíginu allt í einu orðin 3-3. Hilmar Árni Halldórsson kom inn af varamannabekk Stjörnunnar þegar tíu mínútur leiks og skoraði hann sigurmark einvígisins þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Haukur Örn Brink með stoðsendinguna en hann hafði einnig komið inn af bekknum. Chris Shields fékk skömmu síðar beint rautt spjald í liði Linfield og eftir það tókst Stjörnunni að sigla sigrinum (í einvíginu) heim. Lokatölur 3-2 Linfield í vil en Stjarnan vann einvígið 4-3 og er komin áfram í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þar bíður Paide Linnameeskond frá Eistlandi. Leikirnir í 2. umferð forkeppninnar fara fram 25. júlí og 1. ágúst. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Sjá meira
Stjarnan var í góðri stöðu fyrir leik kvöldsins eftir 2-0 sigur í Garðabænum. Heimamenn vissu að þeir þyrftu að byrja af krafti til að gera einvígið spennandi og það tókst þegar Joel Cooper kom Linfield 1-0 yfir á 7. mínútu leiksins. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks og einvígið því enn galopið þegar liðin sneru til baka eftir hálfleiksræður þjálfaranna. Svo virðist sem Jökull I. Elísabetarson hafi sagt réttu hlutina við sína menn en Emil Atlason hélt áfram að hrella leikmenn Linfield þegar hann jafnaði metin á 57. mínútu eftir undirbúning Róberts Frosta Þorkelssonar. Matthew Orr kom Linfield yfir á nýjan leik þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka og heimamenn gerðu sig líklega til að jafna metin í einvíginu. Það tókst þeim nokkrum mínútum síðar þegar Matthew Fitzpatrick kom Linfield í 3-1 og staðan í einvíginu allt í einu orðin 3-3. Hilmar Árni Halldórsson kom inn af varamannabekk Stjörnunnar þegar tíu mínútur leiks og skoraði hann sigurmark einvígisins þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Haukur Örn Brink með stoðsendinguna en hann hafði einnig komið inn af bekknum. Chris Shields fékk skömmu síðar beint rautt spjald í liði Linfield og eftir það tókst Stjörnunni að sigla sigrinum (í einvíginu) heim. Lokatölur 3-2 Linfield í vil en Stjarnan vann einvígið 4-3 og er komin áfram í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þar bíður Paide Linnameeskond frá Eistlandi. Leikirnir í 2. umferð forkeppninnar fara fram 25. júlí og 1. ágúst.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti