Fengu veður af eldingum og þurftu að slaufa tónleikunum Máni Snær Þorláksson skrifar 19. júlí 2024 13:31 Hér sést Dave Grohl ræða við tónleikagesti. Þessi mynd er þó ekki tekin á tónleikunum sem hér um ræðir heldur á Hróarskeldu í Danmörku í sumar. EPA/HELLE ARENSBAK Hættulegt veður olli því að bandaríska hljómsveitin Foo Fighters neyddist til að slaufa tónleikum sínum fyrr en planið var. Hljómsveitin reyndi að spila í gegnum veðrið en að lokum var ákveðið að það gæti ekki gengið lengur. Tónleikarnir fóru fram á miðvikudaginn í New York í Bandaríkjunum. Í myndbandi frá tónleikunum heyrist Dave Grohl, söngvari Foo Fighters, segjast hafa verið að fá veður af því að það væri stormur með eldingum að nálgast. Búist væri við eldingum en Grohl sagði að þeir ætluðu að spila eins lengi og þeir gætu, þar til einhver myndi segja þeim að það væri ekki öruggt fyrir tónleikagesti. Fljótlega eftir það sagði Grohl að þeir ætli að spila eitt lag í viðbót og hætta svo. Planið væri að koma aftur ef það væri mögulegt. „Þið vitið að við munum gera það ef við getum það,“ sagði hann. Skömmu síðar neyddist hljómsveitin til að slaufa tónleikunum. Grohl sagði á sviðinu að þetta væri glötuð staða og að ef hann gæti gert eitthvað í henni þá myndi hann gera það. Þá hvatti hann tónleikagesti til að leita skjóls og passa upp á öryggi sitt í storminum. Aðrir tónleikar í kvöld Í yfirlýsingu sem hljómsveitin birti á samfélagsmiðlum í kjölfarið kemur fram að meðlimir sveitarinnar séu vonsviknir að hafa ekki fengið að klára tónleikana. Öryggi aðdáenda, starfsfólks og allra á svæðinu hafi verið í fyrsta sæti. „Við áttum ekki annarra kosta völ en að segja þessu lokið. Við erum þakklát fyrir hverja sekúndu sem við fengum að spila fyrir ykkur og hlökkum til að sjá ykkur aftur,“ segir í yfirlýsingunni. Í lokin segir að það gæti verið jafn fljótlega og næsta föstudag, það er að segja í dag. Hljómsveitin heldur einmitt aðra tónleika á sama stað í kvöld. Ekki kemur þó fram hvort miðahafar fyrri tónleikana fái að mæta á þá sem eru í kvöld. Í athugasemdum veltir fólk því fyrir sér hvort hljómsveitin ætli að endurgreiða fólki fyrir miðana og kvartað er yfir óljósum upplýsingum. Tónlist Bandaríkin Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Tónleikarnir fóru fram á miðvikudaginn í New York í Bandaríkjunum. Í myndbandi frá tónleikunum heyrist Dave Grohl, söngvari Foo Fighters, segjast hafa verið að fá veður af því að það væri stormur með eldingum að nálgast. Búist væri við eldingum en Grohl sagði að þeir ætluðu að spila eins lengi og þeir gætu, þar til einhver myndi segja þeim að það væri ekki öruggt fyrir tónleikagesti. Fljótlega eftir það sagði Grohl að þeir ætli að spila eitt lag í viðbót og hætta svo. Planið væri að koma aftur ef það væri mögulegt. „Þið vitið að við munum gera það ef við getum það,“ sagði hann. Skömmu síðar neyddist hljómsveitin til að slaufa tónleikunum. Grohl sagði á sviðinu að þetta væri glötuð staða og að ef hann gæti gert eitthvað í henni þá myndi hann gera það. Þá hvatti hann tónleikagesti til að leita skjóls og passa upp á öryggi sitt í storminum. Aðrir tónleikar í kvöld Í yfirlýsingu sem hljómsveitin birti á samfélagsmiðlum í kjölfarið kemur fram að meðlimir sveitarinnar séu vonsviknir að hafa ekki fengið að klára tónleikana. Öryggi aðdáenda, starfsfólks og allra á svæðinu hafi verið í fyrsta sæti. „Við áttum ekki annarra kosta völ en að segja þessu lokið. Við erum þakklát fyrir hverja sekúndu sem við fengum að spila fyrir ykkur og hlökkum til að sjá ykkur aftur,“ segir í yfirlýsingunni. Í lokin segir að það gæti verið jafn fljótlega og næsta föstudag, það er að segja í dag. Hljómsveitin heldur einmitt aðra tónleika á sama stað í kvöld. Ekki kemur þó fram hvort miðahafar fyrri tónleikana fái að mæta á þá sem eru í kvöld. Í athugasemdum veltir fólk því fyrir sér hvort hljómsveitin ætli að endurgreiða fólki fyrir miðana og kvartað er yfir óljósum upplýsingum.
Tónlist Bandaríkin Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira