„Martraðarbyrjun“ norska landsliðsins lýst sem fíaskói Aron Guðmundsson skrifar 26. júlí 2024 10:30 Þórir Hergeirsson er landsliðsþjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta. Vísir/EPA Óhætt er að segja að norska þjóðin sé í hálfgerðu sjokki eftir fremur óvænt tap ríkjandi Evrópumeistaranna í norska kvennalandsliðinu í handbolta gegn grönnum sínum frá Svíþjóð í fyrsta leik liðanna á Ólympíuleikunum í París. Íslendingurinn Þórir Hergeirsson er þjálfari liðsins en eftir tapið í gær hafa norskir fjölmiðlar farið hamförum. Kallað tapið „martraðarbyrjun.“ Norska liðið leiddi með tveimur mörkum, 17-15, þegar að liðin gengu inn til búningsherbergja í hálfleik í gær. Mest komst liðið svo í fjögurra marka forystu þegar að lið á seinni hálfleikinn en þegar að um tuttugu mínútur eftir lifðu að leiknum tóku hlutirnir stefnu til hins verra. Sænska liðið, sem vel að merkja er enginn aukvisi þegar kemur að kvennahandboltanum og býr yfir sterku landsliði, gekk á lagið. Náði að brúa bilið og að lokum tryggja sér fjögurra marka sigur, 32-28. Frábær byrjun fyrir Svíana. Tapið virðist hafa komið sem algjört sjokk fyrir norsku þjóðina og kjarnast það kannski einna helst í fréttaflutningi norsku miðlanna af leiknum. „Martraðarbyrjun fyrir Noreg: Hrun og krísa eftir tap,“ er fyrirsögnin á frétt VG í Noregi um leikinn en um er að ræða fyrsta sigur Svíþjóðar á norska kvennalandsliðinu í handbolta í um sex ár. TV2 segir leikinn hafa verið „Norskt fíaskó.“ Og fer þar sérfræðingur miðilsins, Bent Svele yfir stöðuna og frammistöðu norska landsliðsins. Liðið hafi gert mistök sem norska landsliðið eigi ekki að gera. Dagbladet segir niðurstöðuna vera „handbolta sjokk“ og sérfræðingur miðilsins, Ole Gustav Gjekstad, segir norska liðið þarna hafa upplifað sjaldgæft hrun í leik sínum. Enn er nóg af leikjum eftir og tækifæri til staðar fyrir Þóri og hans leikmenn í norska liðinu og slá frá sér. Enginn skyldi útiloka Evrópumeistaranna í baráttunni um Ólympíugullið. Norska landsliðið, sem er í riðli með Danmörku, Svíþjóð, Suður-Kóreu, Þýskalandi og Slóveníu, mætir Danmörku í næsta leik sínum á Ólympíuleikunum á sunnudaginn kemur. Fjögur efstu lið riðilsins komast áfram í útsláttarkeppnina. Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Noregur Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira
Norska liðið leiddi með tveimur mörkum, 17-15, þegar að liðin gengu inn til búningsherbergja í hálfleik í gær. Mest komst liðið svo í fjögurra marka forystu þegar að lið á seinni hálfleikinn en þegar að um tuttugu mínútur eftir lifðu að leiknum tóku hlutirnir stefnu til hins verra. Sænska liðið, sem vel að merkja er enginn aukvisi þegar kemur að kvennahandboltanum og býr yfir sterku landsliði, gekk á lagið. Náði að brúa bilið og að lokum tryggja sér fjögurra marka sigur, 32-28. Frábær byrjun fyrir Svíana. Tapið virðist hafa komið sem algjört sjokk fyrir norsku þjóðina og kjarnast það kannski einna helst í fréttaflutningi norsku miðlanna af leiknum. „Martraðarbyrjun fyrir Noreg: Hrun og krísa eftir tap,“ er fyrirsögnin á frétt VG í Noregi um leikinn en um er að ræða fyrsta sigur Svíþjóðar á norska kvennalandsliðinu í handbolta í um sex ár. TV2 segir leikinn hafa verið „Norskt fíaskó.“ Og fer þar sérfræðingur miðilsins, Bent Svele yfir stöðuna og frammistöðu norska landsliðsins. Liðið hafi gert mistök sem norska landsliðið eigi ekki að gera. Dagbladet segir niðurstöðuna vera „handbolta sjokk“ og sérfræðingur miðilsins, Ole Gustav Gjekstad, segir norska liðið þarna hafa upplifað sjaldgæft hrun í leik sínum. Enn er nóg af leikjum eftir og tækifæri til staðar fyrir Þóri og hans leikmenn í norska liðinu og slá frá sér. Enginn skyldi útiloka Evrópumeistaranna í baráttunni um Ólympíugullið. Norska landsliðið, sem er í riðli með Danmörku, Svíþjóð, Suður-Kóreu, Þýskalandi og Slóveníu, mætir Danmörku í næsta leik sínum á Ólympíuleikunum á sunnudaginn kemur. Fjögur efstu lið riðilsins komast áfram í útsláttarkeppnina.
Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Noregur Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira