Hver er hún þessi drusla? Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 26. júlí 2024 13:31 Ég fann ekki nákvæma starfslýsingu en læt mínar hugleiðingar fylgja hér á eftir. Hún er dóttir, systir, frænka, móðir og jafnvel amma, hún er góða kennslukonan, sæta stelpan í næsta húsi, umhyggjusama hjúkrunarkonan, sem einhver fann þörf hjá sér til að svívirða, misnota og meiða, nauðga, beita kynferðislegu ofbeldi, niðurlægja og drottna yfir. Svo núna er þessi gullfallega manneskja sem okkur er kær orðin drusla, svo þannig verða druslu til, skilst mér. Var það af því hún var í stuttu pilsi, flegnari skyrtu, drakk of mikið, brosti og hló of mikið, dansaði of vilt, hreyfði sig of æsandi. Nei það er engin hegðun né klæðnaður sem „réttlætir“ nauðgun, þá hefði „mátt“ nauðga flestum okkar einhver tíman á lífsleiðinni. „Hún bauð upp á það að vera nauðgað“, „hún bað um að sér yrði nauðgað“, svona klædd, verandi þarna, svona drukkin, eins og hún lét. Það á alltaf að kæra nauðgun, segja frá, skila skömminni, hún er ekki okkar að burðast með, við báðum ekki um að vera nauðgað. Nauðgun er ofbeldi og er aldrei þolandanum að kenna, aldrei. En hvað er það sem gerist, hvað fær ungan glæsilegan mann, vin, pabba jafnvel afa til að nauðga? og eyðileggja líf þess sem fyrir honum verður? Ég trúi ekki að það ætli sér einhver að eyðileggja líf annara, valda þeim sársauka, vanlíðan og hræðslu, niðurlægja. Þessi undarlega eftir á skýring „hún er bara drusla“ sem réttlæti á verknaðinum verður að teljast undarleg, Hún var ekki svo mikil drusla að hún svæfi hjá þér svo þú þurftir að nauðga henni, hvað segir það um þig, ekki einu sinni drusla vill þig, og það gerir þig að svo stórum og miklum karlmanni að nauðga druslu, þú ert ekki vandur að virðingu þinni, eða er það kannski þú sem ert druslan hér? Það var kalt vetrarkvöld 1983 sem „vinur“ minn ákvað að gera mig að druslu, ég var 17 ára, hann 29, við vorum „fastagestir“ í Þórskaffi á þessum árum, gátum talað um allt, hlógum mikið, ég fór stundum með honum heim að hlusta á plötur en hann átti flott safn laga sem maður heyriði almennt ekki í útvarpi. Það var aldrei neitt kynferðislegt, engin snerting né kossar bara vinskapur. Þetta kvöld var ég óvenju þreytt, búinn að vinna mikið síðustu daga, svo ég sofnaði, ég var ekki einu sinni að drekka bara þreytt. Ég vaknaði við að hann er ofan á mér. Hann meiddi mig ekkert mikið, og baðst meira að segja afsökunar þegar ég sagðist hafa verið „hrein mey“, en hann tók ekki sakleysi mitt það var gert mörgum árum áður. Það hefði aldrei þítt að kæra hann, ekki á þeim tíma allavegana. Auðvitað veit ég að það eru ekki bara karlmenn sem nauðga og ekki bara konum sem er nauðgað. Margir gerendur eiga við andleg veikindi að stríða sem þeir hafa ekki fengið hjálp með, þar eru báðir aðilar í raun fórnarlömb Varúð! þið gætuð séð druslur á ferð í miðborg Reykjavíkur á laugardag en þá ætla þær í sína árlegu Druslugöngu, nú í tólfta sinn. Druslugangan verður gengin frá Hallgrímskirkju klukkan 14 á laugardaginn, Þann 27 júlí. Höfundur er DRUSLA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmunda G. Guðmundsdóttir Kynferðisofbeldi Druslugangan Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ég fann ekki nákvæma starfslýsingu en læt mínar hugleiðingar fylgja hér á eftir. Hún er dóttir, systir, frænka, móðir og jafnvel amma, hún er góða kennslukonan, sæta stelpan í næsta húsi, umhyggjusama hjúkrunarkonan, sem einhver fann þörf hjá sér til að svívirða, misnota og meiða, nauðga, beita kynferðislegu ofbeldi, niðurlægja og drottna yfir. Svo núna er þessi gullfallega manneskja sem okkur er kær orðin drusla, svo þannig verða druslu til, skilst mér. Var það af því hún var í stuttu pilsi, flegnari skyrtu, drakk of mikið, brosti og hló of mikið, dansaði of vilt, hreyfði sig of æsandi. Nei það er engin hegðun né klæðnaður sem „réttlætir“ nauðgun, þá hefði „mátt“ nauðga flestum okkar einhver tíman á lífsleiðinni. „Hún bauð upp á það að vera nauðgað“, „hún bað um að sér yrði nauðgað“, svona klædd, verandi þarna, svona drukkin, eins og hún lét. Það á alltaf að kæra nauðgun, segja frá, skila skömminni, hún er ekki okkar að burðast með, við báðum ekki um að vera nauðgað. Nauðgun er ofbeldi og er aldrei þolandanum að kenna, aldrei. En hvað er það sem gerist, hvað fær ungan glæsilegan mann, vin, pabba jafnvel afa til að nauðga? og eyðileggja líf þess sem fyrir honum verður? Ég trúi ekki að það ætli sér einhver að eyðileggja líf annara, valda þeim sársauka, vanlíðan og hræðslu, niðurlægja. Þessi undarlega eftir á skýring „hún er bara drusla“ sem réttlæti á verknaðinum verður að teljast undarleg, Hún var ekki svo mikil drusla að hún svæfi hjá þér svo þú þurftir að nauðga henni, hvað segir það um þig, ekki einu sinni drusla vill þig, og það gerir þig að svo stórum og miklum karlmanni að nauðga druslu, þú ert ekki vandur að virðingu þinni, eða er það kannski þú sem ert druslan hér? Það var kalt vetrarkvöld 1983 sem „vinur“ minn ákvað að gera mig að druslu, ég var 17 ára, hann 29, við vorum „fastagestir“ í Þórskaffi á þessum árum, gátum talað um allt, hlógum mikið, ég fór stundum með honum heim að hlusta á plötur en hann átti flott safn laga sem maður heyriði almennt ekki í útvarpi. Það var aldrei neitt kynferðislegt, engin snerting né kossar bara vinskapur. Þetta kvöld var ég óvenju þreytt, búinn að vinna mikið síðustu daga, svo ég sofnaði, ég var ekki einu sinni að drekka bara þreytt. Ég vaknaði við að hann er ofan á mér. Hann meiddi mig ekkert mikið, og baðst meira að segja afsökunar þegar ég sagðist hafa verið „hrein mey“, en hann tók ekki sakleysi mitt það var gert mörgum árum áður. Það hefði aldrei þítt að kæra hann, ekki á þeim tíma allavegana. Auðvitað veit ég að það eru ekki bara karlmenn sem nauðga og ekki bara konum sem er nauðgað. Margir gerendur eiga við andleg veikindi að stríða sem þeir hafa ekki fengið hjálp með, þar eru báðir aðilar í raun fórnarlömb Varúð! þið gætuð séð druslur á ferð í miðborg Reykjavíkur á laugardag en þá ætla þær í sína árlegu Druslugöngu, nú í tólfta sinn. Druslugangan verður gengin frá Hallgrímskirkju klukkan 14 á laugardaginn, Þann 27 júlí. Höfundur er DRUSLA
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun