Bandaríkin völtuðu yfir Þýskaland og ellefu marka veisla í sigri Ástralíu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júlí 2024 21:05 Bandaríkin fóru illa með Þjóðverja í kvöld. Daniela Porcelli/ISI Photos/Getty Images Sex leikir fóru fram í knattspyrnukeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París í dag. Bandaríkin unnu öruggan 4-1 sigur gegn Þjóðverjum og Ástralía vann ótrúlegan 6-5 sigur gegn Sambíu. Sophia Smith kom bandarísku stelpunum yfir strax á tíundu mínútu gegn Þjóðverjum er liðin mættust í kvöld áður en Giulia Gwinn jafnaði metin fyrir þýska liðið rúmum tíu mínútum síðar. Mallory Swanson skoraði svo annað mark bandaríska liðsins á 26. mínútu áður en Sophia Smith bætti öðru marki sínu við stuttu fyrir hálfleik og staðan var því 4-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Lynn Williams gerði svo endanlega út um leikinn á 89. mínútu, fjórum mínútum eftir að hún kom inn af varamannabekknum og niðurstaðan varð öruggur 4-1 sigur Bandaríkjanna sem nú eru með sex stig eftir tvo leiki á toppi B-riðils, þremur stigum meira en Þjóðverjar sem sitja í öðru sæti. Fyrr í dag mættust svo Ástralía og Sambía í ótrúlegum leik. Sambía leiddi 4-2 í hálfleik þar sem Barbra Banda skoraði þrennu fyrir liðið. Racheal Kundananji, sem skoraði einnig í fyrri hálfleik, bætti svo fimmta marki Sambíu við snemma í síðari hálfleik. Á tíu mínútna kafla, sem hófst á 58. mínútu, tókst ástralska liðinu þó að skora þrjú mörk og jafna metin. Michelle Heyman, sem kom inn á sem varamaður, reyndist svo hetja Ástralíu þegar hún tryggði liðinu ótrúlegan 6-5 sigur með marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. A moment of silence for everyone who didn’t watch Australia vs Zambia pic.twitter.com/AUWhj7Pusz— Total Football (@TotalFootbol) July 28, 2024 Í C-riðli unnu Spánverjar Nígeríu 1-0 þar sem Alexia Putellas skorai mark Spánverja og Japan vann 2-1 sigur gegn Brasilíu. Þá vann Kólumbía 2-0 sigur gegn Nýja-Sjálandi í A-riðli og í sama riðli vann Kanada 2-1 sigur gegn Frökkum. Þrátt fyrir að hafa unnið fyrstu tvo leiki mótsins situr kanadíska liðið á botni riðilsins án stiga, en sex stig voru dregin af liðinu eftir að upp komst að liðið hafði notað dróna til að njósna um æfingar annarra liða. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Sjá meira
Sophia Smith kom bandarísku stelpunum yfir strax á tíundu mínútu gegn Þjóðverjum er liðin mættust í kvöld áður en Giulia Gwinn jafnaði metin fyrir þýska liðið rúmum tíu mínútum síðar. Mallory Swanson skoraði svo annað mark bandaríska liðsins á 26. mínútu áður en Sophia Smith bætti öðru marki sínu við stuttu fyrir hálfleik og staðan var því 4-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Lynn Williams gerði svo endanlega út um leikinn á 89. mínútu, fjórum mínútum eftir að hún kom inn af varamannabekknum og niðurstaðan varð öruggur 4-1 sigur Bandaríkjanna sem nú eru með sex stig eftir tvo leiki á toppi B-riðils, þremur stigum meira en Þjóðverjar sem sitja í öðru sæti. Fyrr í dag mættust svo Ástralía og Sambía í ótrúlegum leik. Sambía leiddi 4-2 í hálfleik þar sem Barbra Banda skoraði þrennu fyrir liðið. Racheal Kundananji, sem skoraði einnig í fyrri hálfleik, bætti svo fimmta marki Sambíu við snemma í síðari hálfleik. Á tíu mínútna kafla, sem hófst á 58. mínútu, tókst ástralska liðinu þó að skora þrjú mörk og jafna metin. Michelle Heyman, sem kom inn á sem varamaður, reyndist svo hetja Ástralíu þegar hún tryggði liðinu ótrúlegan 6-5 sigur með marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. A moment of silence for everyone who didn’t watch Australia vs Zambia pic.twitter.com/AUWhj7Pusz— Total Football (@TotalFootbol) July 28, 2024 Í C-riðli unnu Spánverjar Nígeríu 1-0 þar sem Alexia Putellas skorai mark Spánverja og Japan vann 2-1 sigur gegn Brasilíu. Þá vann Kólumbía 2-0 sigur gegn Nýja-Sjálandi í A-riðli og í sama riðli vann Kanada 2-1 sigur gegn Frökkum. Þrátt fyrir að hafa unnið fyrstu tvo leiki mótsins situr kanadíska liðið á botni riðilsins án stiga, en sex stig voru dregin af liðinu eftir að upp komst að liðið hafði notað dróna til að njósna um æfingar annarra liða.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Sjá meira
Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Golf
Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Golf