Þrítugasta Síldarævintýrið haldið um verslunarmannahelgina Síldarævintýrið 1. ágúst 2024 09:02 Það verður líf og fjör á Siglufirði um Verslunarmannahelgina. Sigló Það var árið 1991 sem hátíðin Síldarævintýrið var haldin í fyrsta sinn á Siglufirði en þar sem nokkur ár hafa dottið út, m.a. vegna Covid faraldursins, er þetta í þrítugasta sinn sem hún fer fram. Af því tilefni verður dagskráin viðameiri en síðustu ár. Fyrstu árin voru þessar hátíðir afar fjölmennar og mun Síldarævintýrið hafa haft sín áhrif á að upp spruttu bæjarhátíðir víða um land, hátíðir sem lögðu m.a. áherslu á sögu viðkomandi bæja. Síldarævintýrið er fjögurra daga fjölskylduhátíð með fjölbreyttum viðburðum fyrir alla aldurshópa. Markmið hátíðarinnar er að kynna það sem Siglufjörður hefur upp á að bjóða í menningu, mat og drykk að ógleymdu stórfenglegu umhverfi og sögunni sem er við hvert fótmál. Það er fyrst og fremst heimafólk sem sér um að skemmta gestum hátíðarinnar enda Siglufjörður ríkur af listafólki, söfnum og setrum. Hoppukastali verður á svæðinu ásamt fullt af öðrum leiktækjum.Sigló Hátíðin hefst fimmtudaginn 1. ágúst og þann dag ber hæst sameiginlega grillveislu bæjarbúa og gesta á skólabalanum á Siglufirði. Þar verða grillaðar pylsur ofaní gesti og gangandi. Í kjölfar grillveislunnar byrjar svo tónlistin að óma á skemmtistöðum bæjarins. Svo rekur hver viðburðurinn annan næstu dagana, tónlist hljómar áfram á skemmtistöðum og einnig á bryggjum, torgum og götum, listsýningar og viðburðir verða á söfnum, bjórleikar, fjöldasöngur, flugeldasýning, skoðunarferð um varðskipið Freyju og sigling ef veður leyfir, músikbingó, fornbílasýning, hjólaferðir, golfmót og strandblakmót er meðal þess sem verður í boði. Það verður nóg um að vera á Siglufirði um Verslunarmannahelgina.Sigló Öll barnadagskrá frí Líkt og síðustu ár er öll barnadagskrá á Síldarævintýrinu börnunum að kostnaðarlausu með aðstoð frábærra styrktaraðila og sveitarfélagsins Fjallabyggðar. Ýmislegt verður í boði fyrir börn og ungmenni t.d. hoppukastalar, nerf-byssur og andlitsmálun, froðufjör með Slökkviliði Fjallabyggðar, sundlaugardiskó, sigling með varðskipinu Freyju (ef veður leyfir), veiði í Hólsá fyrir börn yngri en 16 ára, þrautabraut á Segli 67 og grillveisla ogfjöldasöngur. Rúsínan í pylsuendanum er að hoppa í sjóinn með Hopplandi og er það einnig frítt fyrir 0 - 18 ára. Síldin á svo náttúrulega sinn sess á Síldarævintýri. Hið stórglæsilega Síldarminjasafn Íslands er opið alla daga hátíðarinnar, líkt og aðra daga sumarins. Þar verður söltunarsýning og dansinn stiginn á bryggjunni. Auk þess mun síldargengið taka rúnt um bæinn og gömlu góðu síldarslagararnir munu óma um götur Siglufjarðar enn á ný. Það er félagið Síldarævintýrið á Siglufirði sem stendur að hátíðinni í samstarfi við ýmsa rekstaraðila í síldarbænum. Fjallabyggð Menning Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Þarf alltaf að vera vín? Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Sjá meira
Fyrstu árin voru þessar hátíðir afar fjölmennar og mun Síldarævintýrið hafa haft sín áhrif á að upp spruttu bæjarhátíðir víða um land, hátíðir sem lögðu m.a. áherslu á sögu viðkomandi bæja. Síldarævintýrið er fjögurra daga fjölskylduhátíð með fjölbreyttum viðburðum fyrir alla aldurshópa. Markmið hátíðarinnar er að kynna það sem Siglufjörður hefur upp á að bjóða í menningu, mat og drykk að ógleymdu stórfenglegu umhverfi og sögunni sem er við hvert fótmál. Það er fyrst og fremst heimafólk sem sér um að skemmta gestum hátíðarinnar enda Siglufjörður ríkur af listafólki, söfnum og setrum. Hoppukastali verður á svæðinu ásamt fullt af öðrum leiktækjum.Sigló Hátíðin hefst fimmtudaginn 1. ágúst og þann dag ber hæst sameiginlega grillveislu bæjarbúa og gesta á skólabalanum á Siglufirði. Þar verða grillaðar pylsur ofaní gesti og gangandi. Í kjölfar grillveislunnar byrjar svo tónlistin að óma á skemmtistöðum bæjarins. Svo rekur hver viðburðurinn annan næstu dagana, tónlist hljómar áfram á skemmtistöðum og einnig á bryggjum, torgum og götum, listsýningar og viðburðir verða á söfnum, bjórleikar, fjöldasöngur, flugeldasýning, skoðunarferð um varðskipið Freyju og sigling ef veður leyfir, músikbingó, fornbílasýning, hjólaferðir, golfmót og strandblakmót er meðal þess sem verður í boði. Það verður nóg um að vera á Siglufirði um Verslunarmannahelgina.Sigló Öll barnadagskrá frí Líkt og síðustu ár er öll barnadagskrá á Síldarævintýrinu börnunum að kostnaðarlausu með aðstoð frábærra styrktaraðila og sveitarfélagsins Fjallabyggðar. Ýmislegt verður í boði fyrir börn og ungmenni t.d. hoppukastalar, nerf-byssur og andlitsmálun, froðufjör með Slökkviliði Fjallabyggðar, sundlaugardiskó, sigling með varðskipinu Freyju (ef veður leyfir), veiði í Hólsá fyrir börn yngri en 16 ára, þrautabraut á Segli 67 og grillveisla ogfjöldasöngur. Rúsínan í pylsuendanum er að hoppa í sjóinn með Hopplandi og er það einnig frítt fyrir 0 - 18 ára. Síldin á svo náttúrulega sinn sess á Síldarævintýri. Hið stórglæsilega Síldarminjasafn Íslands er opið alla daga hátíðarinnar, líkt og aðra daga sumarins. Þar verður söltunarsýning og dansinn stiginn á bryggjunni. Auk þess mun síldargengið taka rúnt um bæinn og gömlu góðu síldarslagararnir munu óma um götur Siglufjarðar enn á ný. Það er félagið Síldarævintýrið á Siglufirði sem stendur að hátíðinni í samstarfi við ýmsa rekstaraðila í síldarbænum.
Fjallabyggð Menning Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Þarf alltaf að vera vín? Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Sjá meira