Íhugar að leggja rauða nefinu eftir fimmtíu ára glens og grín Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. ágúst 2024 09:36 Skralli trúður neitar að hætta þó Aðalsteinn sé klár í það. Aðalsteinn Bergdal leikari, sem betur er þekktur sem Skralli trúður og búsettur er í Hrísey, íhugar að leggja rauða nefið á hilluna. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta eru svolítil snúin augnablik. Ég ætlaði að hætta þegar hann yrði 45 ára, trúðurinn. Svo var ég plataður árið eftir og svo aftur árið eftir. Nú er ég búinn að vera í fjögur skipti og nú er að falla í garð afmælisdagurinn hans, fimmtíu ára afmæli trúðsins,“ segir Aðalsteinn. Afmælið ber upp þann 4. ágúst. „Hann er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun,“ segir Aðalsteinn hlæjandi um starfslokin og vísar til Skralla. „Ég er náttúrulega búinn að því fyrir löngu. Líkast til. En þetta er bara gaman og maður finnur hvað maður gleður marga í kringum sig og það er stór hluti af þessu. Það er voða erfitt að stoppa hann ef maður hefur heilsu í þetta. Þetta er svona stopp með gæsalöppum held ég.“ Skralli varð til fyrir slysni Í Bítinu útskýrir Aðalsteinn að Skralli trúður hafi orðið til fyrir hálfgerða slysni fyrir hálfri öld síðan. Um var að ræða fyrstu edrú hátíðina á verslunarmannahelginni í Hrafnagili í Eyjafirði. „Það var búið að fá tvo menn, annan til að skemmta fullorðnu fólki og hinn til að skemmta börnum, en svo viku fyrir tímann, þá kemur í ljós að þessi sem átti að vera með börnunum hann hafði verið kominn í glasið og menn voru eitthvað hræddir við að það gæti tekið alveg tvær, þrjár vikur, svoleiðis að þeir þorðu ekki öðru en að bregðast við og það var hringt í mig, hvort ég væri ekki til í að gera eitthvað fyrir börnin þarna.“ Aðalsteinn hafði þá verið um nokkurra ára bil í leikhúsinu en var samt efins. Hann sagðist hafa hugsað sig vel um, hann var alveg til í að vera með krökkunum og leika en átti erfiðara með tilhugsunina um að vera uppi á sviði. Stóra spurningin hafi verið hvað hann ætti að gera og hver hann ætti að vera. „Á endanum þá man ég eftir því innan úr leikhúsi að einhverstaðar hafði ég munað eftir einhverjum galla sem gæti alveg verið svona trúðagalli og svo svona lítill hattur,“ útskýrir Aðalsteinn. Hann lýsir því hvernig hann hafi fengið tveggja manna hjól að láni frá vélstjóra í bænum og aðstoð frá Dóra skósmið til að smíða stærðarinnar trúðaskó. Hjólaði í trúðabúningnum á fyrsta giggið „Ég mála mig í leikhúsinu, hjóla frameftir, og hafði ekki alveg hugsað út í skóna. Þetta var ekki það besta á pedalana. En ég fór frameftir og það var nú ekki malbikað eins og núna, heldur bara rykugur vegur og holóttur og bílar endalaust, þannig ég var bara í rykmekkinum á leiðinni suður í Hrafnagil og sítalandi náttúrulega við þennan sem var með mér aftan á hinu sætinu. Þannig þegar ég kem í Hrafnagil þá var ég bara gjörsamlega búinn, stóð varla á fótunum.“ Þrátt fyrir þetta fór Aðalsteinn upp á svið. Það hafi gengið ágætlega. Úti á túni hafi hann þar verið með 113 krökkum í allskyns leikjum og trúðnum gert allt til miska. „Það var kastað heyi í mig og mold, troðið inn á mig og sparkað í mig og ég veit ekki hvað var ekki gert. Þannig ég ákvað í mínum huga, ég var ráðinn þarna í tvo daga, laugardag og sunnudag, ég var ákveðinn í því að ég skildi klára þennan hávítis morgundag en síðan skildi ég ekki fara í svona neitt meir. Síðan er liðin bara hálf öld,“ segir Aðalsteinn hlæjandi. Grín og gaman Hrísey Akureyri Bítið Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira
„Þetta eru svolítil snúin augnablik. Ég ætlaði að hætta þegar hann yrði 45 ára, trúðurinn. Svo var ég plataður árið eftir og svo aftur árið eftir. Nú er ég búinn að vera í fjögur skipti og nú er að falla í garð afmælisdagurinn hans, fimmtíu ára afmæli trúðsins,“ segir Aðalsteinn. Afmælið ber upp þann 4. ágúst. „Hann er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun,“ segir Aðalsteinn hlæjandi um starfslokin og vísar til Skralla. „Ég er náttúrulega búinn að því fyrir löngu. Líkast til. En þetta er bara gaman og maður finnur hvað maður gleður marga í kringum sig og það er stór hluti af þessu. Það er voða erfitt að stoppa hann ef maður hefur heilsu í þetta. Þetta er svona stopp með gæsalöppum held ég.“ Skralli varð til fyrir slysni Í Bítinu útskýrir Aðalsteinn að Skralli trúður hafi orðið til fyrir hálfgerða slysni fyrir hálfri öld síðan. Um var að ræða fyrstu edrú hátíðina á verslunarmannahelginni í Hrafnagili í Eyjafirði. „Það var búið að fá tvo menn, annan til að skemmta fullorðnu fólki og hinn til að skemmta börnum, en svo viku fyrir tímann, þá kemur í ljós að þessi sem átti að vera með börnunum hann hafði verið kominn í glasið og menn voru eitthvað hræddir við að það gæti tekið alveg tvær, þrjár vikur, svoleiðis að þeir þorðu ekki öðru en að bregðast við og það var hringt í mig, hvort ég væri ekki til í að gera eitthvað fyrir börnin þarna.“ Aðalsteinn hafði þá verið um nokkurra ára bil í leikhúsinu en var samt efins. Hann sagðist hafa hugsað sig vel um, hann var alveg til í að vera með krökkunum og leika en átti erfiðara með tilhugsunina um að vera uppi á sviði. Stóra spurningin hafi verið hvað hann ætti að gera og hver hann ætti að vera. „Á endanum þá man ég eftir því innan úr leikhúsi að einhverstaðar hafði ég munað eftir einhverjum galla sem gæti alveg verið svona trúðagalli og svo svona lítill hattur,“ útskýrir Aðalsteinn. Hann lýsir því hvernig hann hafi fengið tveggja manna hjól að láni frá vélstjóra í bænum og aðstoð frá Dóra skósmið til að smíða stærðarinnar trúðaskó. Hjólaði í trúðabúningnum á fyrsta giggið „Ég mála mig í leikhúsinu, hjóla frameftir, og hafði ekki alveg hugsað út í skóna. Þetta var ekki það besta á pedalana. En ég fór frameftir og það var nú ekki malbikað eins og núna, heldur bara rykugur vegur og holóttur og bílar endalaust, þannig ég var bara í rykmekkinum á leiðinni suður í Hrafnagil og sítalandi náttúrulega við þennan sem var með mér aftan á hinu sætinu. Þannig þegar ég kem í Hrafnagil þá var ég bara gjörsamlega búinn, stóð varla á fótunum.“ Þrátt fyrir þetta fór Aðalsteinn upp á svið. Það hafi gengið ágætlega. Úti á túni hafi hann þar verið með 113 krökkum í allskyns leikjum og trúðnum gert allt til miska. „Það var kastað heyi í mig og mold, troðið inn á mig og sparkað í mig og ég veit ekki hvað var ekki gert. Þannig ég ákvað í mínum huga, ég var ráðinn þarna í tvo daga, laugardag og sunnudag, ég var ákveðinn í því að ég skildi klára þennan hávítis morgundag en síðan skildi ég ekki fara í svona neitt meir. Síðan er liðin bara hálf öld,“ segir Aðalsteinn hlæjandi.
Grín og gaman Hrísey Akureyri Bítið Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira