Lést af völdum sprengju sem var falin fyrir tveimur mánuðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. ágúst 2024 08:08 Útför Haniyeh fór fram í gær. AP/Vahid salemi Sprengjan sem varð Ismail Haniyeh að bana var smyglað inn á gestaíbúð þar sem hann dvaldi fyrir um það bil tveimur mánuðum síðan. Hún var sett af stað úr fjarlægð þegar staðfesting fékkst á því að Haniyeh væri í íbúðinni. Frá þessu greinir New York Times og hefur eftir sjö heimildarmönnum, þeirra á meðal tveimur Írönum og bandarískum embættismanni. Gestaíbúðin er hluti af stærri byggingu sem kölluð er Neshat. Hún er staðsett í einu af fínni hverfum Tehran og er gætt af íranska byltingarverðinu. Sprengingin er sögð hafa skekið alla bygginguna og þá brotnuðu rúður auk þess sem hluti útveggjar hrundi. Haniye var látinn þegar komið var að og tilraunir til að bjarga lífverði hans báru ekki árangur. Breaking News: Ismail Haniyeh, the Hamas leader assassinated in Iran this week, was killed by a bomb smuggled into his guesthouse months ago, Middle Eastern officials said. https://t.co/O8sfQVjnNE— The New York Times (@nytimes) August 1, 2024 Haniyeh, sem var búsettur í Katar, hafði áður dvalið í íbúðinni en var að þessu sinni staddur í höfuðborginni til að vera viðstaddur innsetningarathöfn nýkjörins forseta. New York Times hefur eftir írönskum heimildarmönnum sínum að um sé að ræða verulegan álitshnekk fyrir öryggisþjónustur Íran og ekki síst byltingavörðin, sem notar bygginguna fyrir leynilega fundi og til að hýsa mikilvæga gesti á borð við Haniyeh. Aðrir heimildarmenn segja skipulagningu tilræðisins væntanlega hafa tekið mánuði og augljóst sé að vel hafi verið fylgst með byggingunni. Hamas og stjórnvöld í Íran segja Ísraela hafa staðið að baki drápinu á Haniyeh en Ísraelar hafa verið afar og undarlega þöglir um málið. David Barnea, yfirmaður Mossad, sagði hins vegar í janúar síðastliðnum að stofnunin myndi elta uppi alla leiðtoga Hamas í kjölfar árásanna 7. október 2023. Íran Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Frá þessu greinir New York Times og hefur eftir sjö heimildarmönnum, þeirra á meðal tveimur Írönum og bandarískum embættismanni. Gestaíbúðin er hluti af stærri byggingu sem kölluð er Neshat. Hún er staðsett í einu af fínni hverfum Tehran og er gætt af íranska byltingarverðinu. Sprengingin er sögð hafa skekið alla bygginguna og þá brotnuðu rúður auk þess sem hluti útveggjar hrundi. Haniye var látinn þegar komið var að og tilraunir til að bjarga lífverði hans báru ekki árangur. Breaking News: Ismail Haniyeh, the Hamas leader assassinated in Iran this week, was killed by a bomb smuggled into his guesthouse months ago, Middle Eastern officials said. https://t.co/O8sfQVjnNE— The New York Times (@nytimes) August 1, 2024 Haniyeh, sem var búsettur í Katar, hafði áður dvalið í íbúðinni en var að þessu sinni staddur í höfuðborginni til að vera viðstaddur innsetningarathöfn nýkjörins forseta. New York Times hefur eftir írönskum heimildarmönnum sínum að um sé að ræða verulegan álitshnekk fyrir öryggisþjónustur Íran og ekki síst byltingavörðin, sem notar bygginguna fyrir leynilega fundi og til að hýsa mikilvæga gesti á borð við Haniyeh. Aðrir heimildarmenn segja skipulagningu tilræðisins væntanlega hafa tekið mánuði og augljóst sé að vel hafi verið fylgst með byggingunni. Hamas og stjórnvöld í Íran segja Ísraela hafa staðið að baki drápinu á Haniyeh en Ísraelar hafa verið afar og undarlega þöglir um málið. David Barnea, yfirmaður Mossad, sagði hins vegar í janúar síðastliðnum að stofnunin myndi elta uppi alla leiðtoga Hamas í kjölfar árásanna 7. október 2023.
Íran Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira