Curry skaut Frakka í kaf í lokin Siggeir Ævarsson skrifar 10. ágúst 2024 21:27 Stephen Curry smellti átta þristum í kvöld, þar af fjórum í brakinu vísir/Getty Bandaríkin tryggðu sér fimmta Ólympíugullið í röð í körfuknattleik þegar stjörnum prýtt lið þeirra lagði Frakkland í úrslitaleik í kvöld, 87-98. Bandaríkjamenn voru skrefinu á undan allan leikinn en Frakkar voru aldrei langt undan. Hinn ungi og hávaxni Victor Wembanyama fór fyrir liði Frakka, skoraði 26 stig og tók sjö fráköst. Bandaríkin náðu reglulega upp um það bil tíu stiga forskoti en í hvert skipti sem það gerðist var eins og værukærð færðist yfir liðið. Klaufalegir tapaðir boltar leiddu af sér hröð stig á hinum endanum og Frakkar ætluðu klárlega ekki að leggjast niður og gefast upp. Þeir náðu þó aldrei að brúa bilið að fullu og ef frá eru taldar lokamínútur leiksins mætti lýsa þessum sigri sem liðsframmmistöðu Bandaríkjamanna. En undir lokin steig Stephen Curry heldur betur upp og setti fjóra þrista á örfáum mínútum. Sá síðasti var það sem kallast á fagmálinu „algjört kjaftæði“ en þegar þessi maður er kominn í gang halda honum einfaldlega engin bönd. Curry endaði með átta þrista í leiknum og 24 stig en talnaglöggir lesendur átta sig á að öll stigin komu úr þristum. Hann setti níu þrista í undanúrslitunum svo að alls voru þristarnir 17 í þessum síðustu tveimur leikjum. Bandaríkjamenn fara því heim með gullið fimmtu leikana í röð og í áttunda skiptið af síðustu níu leikum. Bandaríkin hafa leikið til úrslita á öllum Ólympíuleikum síðan 1992, ef frá eru taldir leikarnir í Aþenu 2004 þegar Argentína vann gullið og Bandaríkin þurftu að sætta sig við bronsverðlaun. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Bandaríkjamenn voru skrefinu á undan allan leikinn en Frakkar voru aldrei langt undan. Hinn ungi og hávaxni Victor Wembanyama fór fyrir liði Frakka, skoraði 26 stig og tók sjö fráköst. Bandaríkin náðu reglulega upp um það bil tíu stiga forskoti en í hvert skipti sem það gerðist var eins og værukærð færðist yfir liðið. Klaufalegir tapaðir boltar leiddu af sér hröð stig á hinum endanum og Frakkar ætluðu klárlega ekki að leggjast niður og gefast upp. Þeir náðu þó aldrei að brúa bilið að fullu og ef frá eru taldar lokamínútur leiksins mætti lýsa þessum sigri sem liðsframmmistöðu Bandaríkjamanna. En undir lokin steig Stephen Curry heldur betur upp og setti fjóra þrista á örfáum mínútum. Sá síðasti var það sem kallast á fagmálinu „algjört kjaftæði“ en þegar þessi maður er kominn í gang halda honum einfaldlega engin bönd. Curry endaði með átta þrista í leiknum og 24 stig en talnaglöggir lesendur átta sig á að öll stigin komu úr þristum. Hann setti níu þrista í undanúrslitunum svo að alls voru þristarnir 17 í þessum síðustu tveimur leikjum. Bandaríkjamenn fara því heim með gullið fimmtu leikana í röð og í áttunda skiptið af síðustu níu leikum. Bandaríkin hafa leikið til úrslita á öllum Ólympíuleikum síðan 1992, ef frá eru taldir leikarnir í Aþenu 2004 þegar Argentína vann gullið og Bandaríkin þurftu að sætta sig við bronsverðlaun.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira