Körfubolti

Elvar eitraður í endur­komu

Valur Páll Eiríksson skrifar
Elvar Már fór mikinn í kvöld með Anwil Wloclawek.
Elvar Már fór mikinn í kvöld með Anwil Wloclawek. Achilleas Chiras/NurPhoto via Getty Images

Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson átti stórleik fyrir lið sitt Anwil Wloclawek í 97-90 sigri á Gornik Walbrzych í pólsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Gestirnir í liði Gornik voru með frumkvæðið lengi vel í leik kvöldsins og ávallt skrefi á undan. Staðan var 87-78 fyrir gestina þegar um fimm mínútur lifðu leiks.

Þá skelltu Elvar og félagar í lás og Gornik skoraði aðeins þrjú stig á síðustu fimm mínútunum. Elvar skoraði sex af 19 stigum Anwil á lokakaflanum. Sá 19-3 kafli skilaði Anwil 97-90 sigri.

Elvar Már var stigahæstur sinna manna í kvöld og framlagshæstur á vellinum. Hann skoraði 24 stig, tók sjö fráköst og gaf níu stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×