Yfirburðir Bandaríkjanna halda áfram en tæpt var það Siggeir Ævarsson skrifar 11. ágúst 2024 17:57 Leikmenn Bandaríkjanna fagna í leikslok vísir/Getty Bandaríska kvennalandsliðið í körfubolta vann sín áttundu gullverðlaun á Ólympíuleikunum í röð í dag þegar liðið lagði Frakkland með minnsta mun í spennuleik, 67-66. Leikurinn í dag var engin skotsýning og engu líkara en bandaríska liðið væri fast í lága drifinu. Jafnt var á öllum tölum í hálfleik, 25-25. Heimakonur byrjuðu þriðja leikhlutann af krafti og náðu upp tíu stiga forskoti, 35-25 en tveir þristar frá Kelsey Plum breyttu stöðunni í 35-33. Eftir það var leikurinn í járnum þar sem liðið skiptust á að leiða með örfáum stigum. Bandaríkin náðu mest fjögurra stiga forskoti í lokin en Gabby Williams setti þrist þegar fimm sekúndur voru eftir og staðan 65-64. Kahleah Copper fór þá á vítalínuna og setti bæði með þrjár sekúndur á klukkunni og tíminn hlaupinn frá Frökkum Það var þó ekki síst frammistaða A'ja Wilson sem skóp sigur Bandaríkjanna í dag en hún skilaði 21 stigi, 13 fráköstum og fjórum vörðum skotum. They needed a Hero, A’ja showed up. 🦸♀️#Paris2024 x #Basketball pic.twitter.com/qhcZVrEqVi— FIBA (@FIBA) August 11, 2024 Frakkar munu eflaust naga sig í handabökin í kvöld yfir lélegri skotnýtingu fyrir utan þriggjastiga línu. Liðið skaut 36 þristum en aðeins sjö þeirra rötuðu niður. Þá fór bandaríska liðið ansi oft á vítalínuna eða 27 sinnum, sem er það mesta sem eitt lið hefur tekið af vítum í úrslitaleik Ólympíuleikanna. Þetta var eins og áður sagði átti sigur Bandaríkjanna í úrslitaleik Ólympíuleikanna í röð, og sá tíundi alls. Liðið hefur ekki tapað leik á Ólympíuleikunum í 32 ár og hefur unnið 61 leik í röð. Bam Adebayo og LeBron James létu sig ekki vanta, og LeBron mætti með gullið. Carmelo Anthony var að sjálfsögðu líka á staðnumvísir/Getty Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira
Leikurinn í dag var engin skotsýning og engu líkara en bandaríska liðið væri fast í lága drifinu. Jafnt var á öllum tölum í hálfleik, 25-25. Heimakonur byrjuðu þriðja leikhlutann af krafti og náðu upp tíu stiga forskoti, 35-25 en tveir þristar frá Kelsey Plum breyttu stöðunni í 35-33. Eftir það var leikurinn í járnum þar sem liðið skiptust á að leiða með örfáum stigum. Bandaríkin náðu mest fjögurra stiga forskoti í lokin en Gabby Williams setti þrist þegar fimm sekúndur voru eftir og staðan 65-64. Kahleah Copper fór þá á vítalínuna og setti bæði með þrjár sekúndur á klukkunni og tíminn hlaupinn frá Frökkum Það var þó ekki síst frammistaða A'ja Wilson sem skóp sigur Bandaríkjanna í dag en hún skilaði 21 stigi, 13 fráköstum og fjórum vörðum skotum. They needed a Hero, A’ja showed up. 🦸♀️#Paris2024 x #Basketball pic.twitter.com/qhcZVrEqVi— FIBA (@FIBA) August 11, 2024 Frakkar munu eflaust naga sig í handabökin í kvöld yfir lélegri skotnýtingu fyrir utan þriggjastiga línu. Liðið skaut 36 þristum en aðeins sjö þeirra rötuðu niður. Þá fór bandaríska liðið ansi oft á vítalínuna eða 27 sinnum, sem er það mesta sem eitt lið hefur tekið af vítum í úrslitaleik Ólympíuleikanna. Þetta var eins og áður sagði átti sigur Bandaríkjanna í úrslitaleik Ólympíuleikanna í röð, og sá tíundi alls. Liðið hefur ekki tapað leik á Ólympíuleikunum í 32 ár og hefur unnið 61 leik í röð. Bam Adebayo og LeBron James létu sig ekki vanta, og LeBron mætti með gullið. Carmelo Anthony var að sjálfsögðu líka á staðnumvísir/Getty
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira