Þjálfaraferill Rooney hangir á bláþræði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. ágúst 2024 20:01 Wayne Rooney byrjar illa hjá Plymouth. Nigel French/Getty Images Þrátt fyrir að vera ekki orðinn fertugur gæti þjálfaraferill goðsagnarinnar Wayne Rooney verið svo gott sem á enda ef hlutirnir ganga ekki upp hjá honum og Plymouth Argyle í ensku B-deildinni. Liðið tapaði fyrsta leik tímabilsins 4-0 gegn Sheffield Wednesday. Það er ekki alltaf sem glæstur leikmannaferill og þjálfaraferill fara saman. Það getur vissulega gerst en í tilfelli Rooney, markahæsta leikmanns í sögu Manchester United og um tíma enska landsliðsins, er sagan önnur. Rooney vann fjölda titla með Man United, spilaði gríðarlegt magn af landsleikjum fyrir England og var um tíma talinn einn besti leikmaður Englands frá upphafi og einn af betri leikmönnum heims. Hann endaði feril sinn sem leikmaður hjá Derby County í ensku B-deildinni og tók við sem þjálfari liðsins eftir skelfilega byrjun Phillip Cocu tímabilið 2020-21. Honum tókst rétt svo að halda liðinu uppi en tímabilið eftir var 21 stig dregið af liðinu vegna brota á fjárhagsreglum og féll það niður í ensku C-deildina. Rooney sagði starfi sínu lausu sumarið 2022 og tók stuttu seinna við D.C. United í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Hann hafði spilað frábærlega með liðinu þegar hann var leikmaður þess frá 2018 til 2019. Honum tókst hins vegar ekki að endurtaka leikinn sem þjálfari og sagði starfi sínu lausu eftir tímabilið 2023 þar sem liðið var ekki nálægt því að komast í úrslitakeppnina. Þann 11. október 2023 sneri Rooney aftur í enska boltann þegar hann tók við B-deildarliði Birmingham City. Liðið hafði byrjað vel en ákvað að ráða Rooney þrátt fyrir að sitja í 6. sæti. Það átti eftir að bíta félagið í rassinn, Rooney var rekinn í janúar og Birmingham féll að lokum niður í ensku C-deildina. Í vor var hann svo ráðinn þjálfari Plymouth Argyle. Liðið rétt hélt sæti sínu í B-deildinni á síðustu leiktíð, að vissu leyti Birmingham að þakka, og búast mátti við erfiðu tímabili í vetur. Rooney sótti gamla lærisvein sinn Guðlaug Victor Pálsson og var hann í byrjunarliðinu þegar Plymouth steinlá gegn Sheffield í 1. umferð ensku B-deildarinnar. Á vef The Athletic er farið yfir þjálfaraferil Rooney og sagt að mögulega sé honum mögulega lokið áður en hann í raun hefjist fari svo að vera hans hjá Plymouth gangi ekki upp. Þrátt fyrir að Rooney sé einnig reglulegur gestur í fjölmiðlum, meðal annars á Sky Sports og þættinum The Overlap þá er ljóst að ástríða hans er í þjálfun. Stærsta spurningin er í raun hversu góður þjálfari Rooney í raun og veru er, og svo hversu lengi hann getur lifað á nafninu sem hann skóp sem leikmaður í hæsta gæðaflokki. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Íslenski boltinn Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Fleiri fréttir Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Sjá meira
Það er ekki alltaf sem glæstur leikmannaferill og þjálfaraferill fara saman. Það getur vissulega gerst en í tilfelli Rooney, markahæsta leikmanns í sögu Manchester United og um tíma enska landsliðsins, er sagan önnur. Rooney vann fjölda titla með Man United, spilaði gríðarlegt magn af landsleikjum fyrir England og var um tíma talinn einn besti leikmaður Englands frá upphafi og einn af betri leikmönnum heims. Hann endaði feril sinn sem leikmaður hjá Derby County í ensku B-deildinni og tók við sem þjálfari liðsins eftir skelfilega byrjun Phillip Cocu tímabilið 2020-21. Honum tókst rétt svo að halda liðinu uppi en tímabilið eftir var 21 stig dregið af liðinu vegna brota á fjárhagsreglum og féll það niður í ensku C-deildina. Rooney sagði starfi sínu lausu sumarið 2022 og tók stuttu seinna við D.C. United í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Hann hafði spilað frábærlega með liðinu þegar hann var leikmaður þess frá 2018 til 2019. Honum tókst hins vegar ekki að endurtaka leikinn sem þjálfari og sagði starfi sínu lausu eftir tímabilið 2023 þar sem liðið var ekki nálægt því að komast í úrslitakeppnina. Þann 11. október 2023 sneri Rooney aftur í enska boltann þegar hann tók við B-deildarliði Birmingham City. Liðið hafði byrjað vel en ákvað að ráða Rooney þrátt fyrir að sitja í 6. sæti. Það átti eftir að bíta félagið í rassinn, Rooney var rekinn í janúar og Birmingham féll að lokum niður í ensku C-deildina. Í vor var hann svo ráðinn þjálfari Plymouth Argyle. Liðið rétt hélt sæti sínu í B-deildinni á síðustu leiktíð, að vissu leyti Birmingham að þakka, og búast mátti við erfiðu tímabili í vetur. Rooney sótti gamla lærisvein sinn Guðlaug Victor Pálsson og var hann í byrjunarliðinu þegar Plymouth steinlá gegn Sheffield í 1. umferð ensku B-deildarinnar. Á vef The Athletic er farið yfir þjálfaraferil Rooney og sagt að mögulega sé honum mögulega lokið áður en hann í raun hefjist fari svo að vera hans hjá Plymouth gangi ekki upp. Þrátt fyrir að Rooney sé einnig reglulegur gestur í fjölmiðlum, meðal annars á Sky Sports og þættinum The Overlap þá er ljóst að ástríða hans er í þjálfun. Stærsta spurningin er í raun hversu góður þjálfari Rooney í raun og veru er, og svo hversu lengi hann getur lifað á nafninu sem hann skóp sem leikmaður í hæsta gæðaflokki.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Íslenski boltinn Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Fleiri fréttir Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Sjá meira