Hvers virði eru þeir sem mennta þjóðina? Helga Þórey Júlíudóttir skrifar 13. ágúst 2024 07:32 Við sem höfum valið þá leið að sinna menntun einstaklinga allt frá leikskóla og upp í háskóla köllumst kennarar. Við gegnum því lykilhlutverki að mennta og stuðla að alhliða þroska nemenda. Við veitum leiðsögn, deilum okkar þekkingu og styðjum einstaklinga til aukins þroska bæði sem einstaklingar og virkir samfélagsþegnar. Ég á mér þá ósk að ímynd kennarastarfsins endurspegli þessa mikilvægu ábyrgð sem okkur er falin og að virðing sé borin fyrir því mikilvæga starfi sem við leggjum af mörkum. Því tel ég afar nauðsynlegt að samfélagið bæði virði okkur og styðji sem sérfræðinga í kennslu þar sem þekking okkar og hæfni gerir það mögulegt að bæta árangur innan menntastofnana. Menntun er grunnstoð samfélagsins og við sem hér búum höfum sammælst um að tryggja að öll börn fái þá menntun sem þau eiga rétt á. Til að tryggja að allir nemendur fái bestu mögulegu menntun, þarf að fjárfesta í kennurum. Allir nemendur eiga skilið að fá að njóta fagmennsku og stöðugleika í sínu námi, sem einungis er hægt að tryggja með því að styðja við bakið á kennurum. Fjárfesting í kennurum felur í sér að tryggja þeim sanngjörn laun, góða starfsaðstöðu og möguleika á stöðugri starfsþróun. Þeir sem hafa fagmenntað sig til þess að veita nemendum gæða menntun eiga skilið virðingu og gott umtal þar sem fagleg sérþekking er metin til jafns við aðra fagmenntun. Menntun er ein besta langtímafjárfesting sem samfélag getur ráðist í. Arðsemi menntunar er augljós þegar horft er til fjárfestingar þar sem vel menntaður einstaklingur á auðveldara með að fá vel metin störf, fá hærri laun og taka þannig jákvæðan þátt í hagkerfinu. Því meiri fjárfesting sem fer í menntakerfið, þeim mun meiri verður ávinningur samfélagsins til lengri tíma litið. Kennarar, sem eru sérfræðingar í kennslu, eru lykilinn að því að þessi fjárfesting skili sér í raunverulegum árangri. Þegar við horfum björtum augum til framtíðar, verðum við að muna að góð menntun er undirstaða fyrir þróun og velmegun samfélagsins, þar spila kennarar lykilhlutverk. Með því að fjárfesta í kennurum tryggjum við betri menntun fyrir alla nemendur og styrkjum framtíð landsins. Höfundur er sérkennari í framhaldsskóla og situr í stjórn Skólamálanefndar FF fyrir hönd Félags sérkennara á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Sjá meira
Við sem höfum valið þá leið að sinna menntun einstaklinga allt frá leikskóla og upp í háskóla köllumst kennarar. Við gegnum því lykilhlutverki að mennta og stuðla að alhliða þroska nemenda. Við veitum leiðsögn, deilum okkar þekkingu og styðjum einstaklinga til aukins þroska bæði sem einstaklingar og virkir samfélagsþegnar. Ég á mér þá ósk að ímynd kennarastarfsins endurspegli þessa mikilvægu ábyrgð sem okkur er falin og að virðing sé borin fyrir því mikilvæga starfi sem við leggjum af mörkum. Því tel ég afar nauðsynlegt að samfélagið bæði virði okkur og styðji sem sérfræðinga í kennslu þar sem þekking okkar og hæfni gerir það mögulegt að bæta árangur innan menntastofnana. Menntun er grunnstoð samfélagsins og við sem hér búum höfum sammælst um að tryggja að öll börn fái þá menntun sem þau eiga rétt á. Til að tryggja að allir nemendur fái bestu mögulegu menntun, þarf að fjárfesta í kennurum. Allir nemendur eiga skilið að fá að njóta fagmennsku og stöðugleika í sínu námi, sem einungis er hægt að tryggja með því að styðja við bakið á kennurum. Fjárfesting í kennurum felur í sér að tryggja þeim sanngjörn laun, góða starfsaðstöðu og möguleika á stöðugri starfsþróun. Þeir sem hafa fagmenntað sig til þess að veita nemendum gæða menntun eiga skilið virðingu og gott umtal þar sem fagleg sérþekking er metin til jafns við aðra fagmenntun. Menntun er ein besta langtímafjárfesting sem samfélag getur ráðist í. Arðsemi menntunar er augljós þegar horft er til fjárfestingar þar sem vel menntaður einstaklingur á auðveldara með að fá vel metin störf, fá hærri laun og taka þannig jákvæðan þátt í hagkerfinu. Því meiri fjárfesting sem fer í menntakerfið, þeim mun meiri verður ávinningur samfélagsins til lengri tíma litið. Kennarar, sem eru sérfræðingar í kennslu, eru lykilinn að því að þessi fjárfesting skili sér í raunverulegum árangri. Þegar við horfum björtum augum til framtíðar, verðum við að muna að góð menntun er undirstaða fyrir þróun og velmegun samfélagsins, þar spila kennarar lykilhlutverk. Með því að fjárfesta í kennurum tryggjum við betri menntun fyrir alla nemendur og styrkjum framtíð landsins. Höfundur er sérkennari í framhaldsskóla og situr í stjórn Skólamálanefndar FF fyrir hönd Félags sérkennara á Íslandi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar