Nýfæddir tvíburar létust í sprengjuárás á meðan faðirinn brá sér frá Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 23:31 Palestínski faðirinn syrgir dauða barna sinna með fæðiingarvottorðin í höndum sínum. Ap/Abdel Kareem Hana Nýfæddir tvíburar og móðir þeirra eru á meðal þeirra sem létust í sprengjuárás Ísraela á Gaza í vikunni. Viðræður um vopnahlé eiga að hefjast á ný á morgun. Þegar palestínskur faðir brá sér frá til að láta skrá fæðingu tvíbura sinna í gærmorgun hæfði sprengja íbúðarhúsnæði sem fjölskyldan hafði komið sér fyrir í eftir að hafa flúið heimili sitt. „Konan mín fæddi börnin í fyrradag. Mér gafst ekki tími til að fagna þeim. Börnin voru tekin með keisaraskurði og hún var enn þreytt og gat ekki gengið,“ segir Mohamed Abuel-Qomasan, íbúi á Gaza. Fjögurra daga gamlir tvíburarnir sem voru drengur og stúlka létu lífið ásamt móður sinni og ömmu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman í dag vegna loftárásar Ísraelshers á skóla í Gaza-borg um helgina. Þar létust hátt í hundrað sem höfðu leitað þar skjóls og þar á meðal fjöldi barna. Sautján og þar af fimm börn létust í annarri árás í nótt. Beri skylda til að vernda óbreytta borgara Fulltrúi Bandaríkjanna lýsti í dag yfir þungum áhyggjum vegna mannfalls óbreyttra borgara. „Við höfum lýst áhyggjum okkar við Ísraelsmenn. Þeir sögðust hafa beint árásinni að háttsettum foringjum Hamas og palestínskum stríðsmönnum en engu að síður ber þeim skylda til að gera allt sem hægt er, samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum, til að vernda óbreytta borgara. Við syrgjum alla óbreytta borgara sem týndu lífi sínu í þessum hræðilega atburði og í þessum átökum,“ sagði Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Um fjörutíu þúsund farist Nærri fjörutíu þúsund Palestínumenn hafa nú látist í átökunum samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gaza. Viðræður um vopnahlé eiga að hefjast á ný í Katar á morgun og vonir eru bundnar við lausn sem dragi úr spennu í Mið-Austurlöndum. „Ég fagna viðleitni Egypta, Katara og Bandaríkjamanna til að fá báða aðilana til að semja um vopnahlé, lausn gísla og bráðnauðsynlega mannúðaraðstoð,“ sagði Rosemary DiCarlo, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Þegar palestínskur faðir brá sér frá til að láta skrá fæðingu tvíbura sinna í gærmorgun hæfði sprengja íbúðarhúsnæði sem fjölskyldan hafði komið sér fyrir í eftir að hafa flúið heimili sitt. „Konan mín fæddi börnin í fyrradag. Mér gafst ekki tími til að fagna þeim. Börnin voru tekin með keisaraskurði og hún var enn þreytt og gat ekki gengið,“ segir Mohamed Abuel-Qomasan, íbúi á Gaza. Fjögurra daga gamlir tvíburarnir sem voru drengur og stúlka létu lífið ásamt móður sinni og ömmu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman í dag vegna loftárásar Ísraelshers á skóla í Gaza-borg um helgina. Þar létust hátt í hundrað sem höfðu leitað þar skjóls og þar á meðal fjöldi barna. Sautján og þar af fimm börn létust í annarri árás í nótt. Beri skylda til að vernda óbreytta borgara Fulltrúi Bandaríkjanna lýsti í dag yfir þungum áhyggjum vegna mannfalls óbreyttra borgara. „Við höfum lýst áhyggjum okkar við Ísraelsmenn. Þeir sögðust hafa beint árásinni að háttsettum foringjum Hamas og palestínskum stríðsmönnum en engu að síður ber þeim skylda til að gera allt sem hægt er, samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum, til að vernda óbreytta borgara. Við syrgjum alla óbreytta borgara sem týndu lífi sínu í þessum hræðilega atburði og í þessum átökum,“ sagði Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Um fjörutíu þúsund farist Nærri fjörutíu þúsund Palestínumenn hafa nú látist í átökunum samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gaza. Viðræður um vopnahlé eiga að hefjast á ný í Katar á morgun og vonir eru bundnar við lausn sem dragi úr spennu í Mið-Austurlöndum. „Ég fagna viðleitni Egypta, Katara og Bandaríkjamanna til að fá báða aðilana til að semja um vopnahlé, lausn gísla og bráðnauðsynlega mannúðaraðstoð,“ sagði Rosemary DiCarlo, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna