Ótrúleg 34 skota vítakeppni í slag Íslendingaliða Sindri Sverrisson skrifar 15. ágúst 2024 21:34 Sverrir Ingi Ingason í baráttunni við Kenneth Taylor í leiknum ótrúlega við Ajax í kvöld. Getty/Patrick Goosen Sumir leikmenn þurftu að taka tvær vítaspyrnur, svo löng var vítaspyrnukeppnin á milli Ajax og Panathinaikos í Amsterdam í kvöld þegar Ajax komst áfram í umspil Evrópudeildarinnar í fótbolta. Panathinaikos vann leikinn 1-0 en Ajax hafði unnið 1-0 útisigur í fyrri leiknum og því fór leikurinn í framlengingu, og svo vítaspyrnukeppni. Hvort lið tók 17 spyrnur í vítaspyrnukeppninni, sem þýðir jafnframt að sex leikmenn úr hvoru liði þurftu að taka tvær spyrnur. Það var þó alls ekki þannig að liðin nýttu allar spyrnurnar. Sverrir Ingi Ingason tók eina af spyrnum Panathinaikos en náði ekki að skora, og alls fóru sex spyrnur Panathinaikos forgörðum en aðeins fimm hjá Ajax. Reyndar klúðraði sami maður, Brian Brobbey, tveimur vítum fyrir Ajax en það kom ekki að sök. Kristian gat því fagnað sigri en hann var á varamannabekk Ajax allan tímann og því ekki einn af þeim sem tóku víti. Ajax mætir Jagiellonia Białystok frá Póllandi í umspili Evrópudeildarinnar. Þrjú víti nýtt í Ostrava Vítaspyrnukeppnin í Amsterdam var því afar ólík vítakeppninni í Ostrava í Tékklandi þar sem heimamenn í Baník mættu FC Kaupmannahöfn í Sambandsdeildinni. Orri Steinn Óskarsson og félagar fögnuðu sigri eftir vítakeppnina en heimamenn nýttu aðeins eina af fimm spyrnum, og FCK tvær af fjórum. Orri tók fyrsta víti FCK en náði ekki að nýta það, en það skipti á endanum engu máli. Rúnar Alex Rúnarsson var á varamannabekk FCK. FCK mætir Kilmarnock frá Skotlandi í umspili Sambandsdeildarinnar. Landsliðsbakvörðurinn Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn fyrir sitt nýja lið Noah frá Armeníu sem gerði sér lítið fyrir og sló út AEK Aþenu, með 1-0 útisigri í dag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma, eftir 2-2 jafntefli liðanna í Armeníu í síðustu viku. Noah mætir Ruzomberok frá Slóvakíu í umspili Sambandsdeildarinnar. Andri Fannar, Eggert og Andri Lucas áfram Líkt og Ajax er sænska liðið Elfsborg komið í umspil Evrópudeildarinnar en liðið vann 2-0 heimasigur gegn Rijeka í dag, og þar með einvígið 3-1. Andri Fannar Baldursson og Eggert Aron Guðmundsson urðu að gera sér að góðu að sitja á varamannabekk Elfsborg allan leikinn. Elfsborg mætir Molde frá Noregi í umspilinu. Í Sambandsdeild Evrópu komst svo Gent, lið Andra Lucasar Guðjohnsen, áfram í umspilið líkt og Víkingar fyrr í dag. Gent sló út Silkeborg eftir framlengdan leik í Belgíu í kvöld, þar sem sigurmarkið kom á 118. mínútu og leikurinn endaði 3-2, og einvígið 5-4. Gent mætir Partizan frá Serbíu í umspilinu. Panathinaikos fær einnig að spila í umspili Sambandsdeildarinnar og mætir þar franska liðinu Lens í næstu viku. Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Panathinaikos vann leikinn 1-0 en Ajax hafði unnið 1-0 útisigur í fyrri leiknum og því fór leikurinn í framlengingu, og svo vítaspyrnukeppni. Hvort lið tók 17 spyrnur í vítaspyrnukeppninni, sem þýðir jafnframt að sex leikmenn úr hvoru liði þurftu að taka tvær spyrnur. Það var þó alls ekki þannig að liðin nýttu allar spyrnurnar. Sverrir Ingi Ingason tók eina af spyrnum Panathinaikos en náði ekki að skora, og alls fóru sex spyrnur Panathinaikos forgörðum en aðeins fimm hjá Ajax. Reyndar klúðraði sami maður, Brian Brobbey, tveimur vítum fyrir Ajax en það kom ekki að sök. Kristian gat því fagnað sigri en hann var á varamannabekk Ajax allan tímann og því ekki einn af þeim sem tóku víti. Ajax mætir Jagiellonia Białystok frá Póllandi í umspili Evrópudeildarinnar. Þrjú víti nýtt í Ostrava Vítaspyrnukeppnin í Amsterdam var því afar ólík vítakeppninni í Ostrava í Tékklandi þar sem heimamenn í Baník mættu FC Kaupmannahöfn í Sambandsdeildinni. Orri Steinn Óskarsson og félagar fögnuðu sigri eftir vítakeppnina en heimamenn nýttu aðeins eina af fimm spyrnum, og FCK tvær af fjórum. Orri tók fyrsta víti FCK en náði ekki að nýta það, en það skipti á endanum engu máli. Rúnar Alex Rúnarsson var á varamannabekk FCK. FCK mætir Kilmarnock frá Skotlandi í umspili Sambandsdeildarinnar. Landsliðsbakvörðurinn Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn fyrir sitt nýja lið Noah frá Armeníu sem gerði sér lítið fyrir og sló út AEK Aþenu, með 1-0 útisigri í dag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma, eftir 2-2 jafntefli liðanna í Armeníu í síðustu viku. Noah mætir Ruzomberok frá Slóvakíu í umspili Sambandsdeildarinnar. Andri Fannar, Eggert og Andri Lucas áfram Líkt og Ajax er sænska liðið Elfsborg komið í umspil Evrópudeildarinnar en liðið vann 2-0 heimasigur gegn Rijeka í dag, og þar með einvígið 3-1. Andri Fannar Baldursson og Eggert Aron Guðmundsson urðu að gera sér að góðu að sitja á varamannabekk Elfsborg allan leikinn. Elfsborg mætir Molde frá Noregi í umspilinu. Í Sambandsdeild Evrópu komst svo Gent, lið Andra Lucasar Guðjohnsen, áfram í umspilið líkt og Víkingar fyrr í dag. Gent sló út Silkeborg eftir framlengdan leik í Belgíu í kvöld, þar sem sigurmarkið kom á 118. mínútu og leikurinn endaði 3-2, og einvígið 5-4. Gent mætir Partizan frá Serbíu í umspilinu. Panathinaikos fær einnig að spila í umspili Sambandsdeildarinnar og mætir þar franska liðinu Lens í næstu viku.
Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira