Nýfrjálshyggjan er ósjálfbær Reynir Böðvarsson skrifar 18. ágúst 2024 17:30 Það er mér gjörsamlega ómögulegt að skilja að fólk sjái ekki hvernig lýðræðið á vesturlöndum er smátt og smátt að brotna niður vegna ofríkis kapítalismans. Allir innviðir þjóðfélaga eru að meira og minna leiti að brotna niður fram fyrir augunum á okkur en samt er því haldið fram að séum ríkari en áður hafi þekkst. Heilbrigðiskerfi, skólar og vegakerfi búa við fjárskort þrátt fyrir ríkidóminn. Lausnin sem hægrið, þ.e.a.s. fjármagnseigendur benda sífellt á eru lægri skattar, sérstaklega á fjármagnstekjur þar sem þeir peningar hafa sérstaka sérstöðu í því að halda hjólunum gangandi. Peningar auðmanna séu mikilvægari en aðrir peningar og þess vegna sé lausnin alltaf frá hægrinu að lækka skatta, lækka skatta vegna þess að skattar eru að þeirra mati stuldur frá réttmætri eign. Það er ekkert til sem heitir samfélag sagði Margaret Thatcher einhvern tíma, bara einstaklingar. Þessi hugmyndafræði er það sem eitrar Sjálfstæðisflokkinn í dag. Nýfrjálshyggja Chicagoskólans sem Milton Friedman, Nóbelsverðlaunahafinn sorglegi, með talanda sínum og málgræðgi básúnaði út svo að margir urðu frelsaðir eða tóku trúna sem sagt. Þetta er sorgarsaga, allra vesturlanda og víðar, byggð á afar lausum grundi og í raun algjöru hruni á því sem vísindaleg aðferðarfræði ætti að byggjast á. Þetta eru trúarbrögð og ekkert annað, með hrikalega slæmar afleiðingar á lífsafkomu venjulegs fólks eins og öll trúarbrögð tengd valdhöfum hafa gert, alltaf. Kúgun. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Skattar og tollar Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Það er mér gjörsamlega ómögulegt að skilja að fólk sjái ekki hvernig lýðræðið á vesturlöndum er smátt og smátt að brotna niður vegna ofríkis kapítalismans. Allir innviðir þjóðfélaga eru að meira og minna leiti að brotna niður fram fyrir augunum á okkur en samt er því haldið fram að séum ríkari en áður hafi þekkst. Heilbrigðiskerfi, skólar og vegakerfi búa við fjárskort þrátt fyrir ríkidóminn. Lausnin sem hægrið, þ.e.a.s. fjármagnseigendur benda sífellt á eru lægri skattar, sérstaklega á fjármagnstekjur þar sem þeir peningar hafa sérstaka sérstöðu í því að halda hjólunum gangandi. Peningar auðmanna séu mikilvægari en aðrir peningar og þess vegna sé lausnin alltaf frá hægrinu að lækka skatta, lækka skatta vegna þess að skattar eru að þeirra mati stuldur frá réttmætri eign. Það er ekkert til sem heitir samfélag sagði Margaret Thatcher einhvern tíma, bara einstaklingar. Þessi hugmyndafræði er það sem eitrar Sjálfstæðisflokkinn í dag. Nýfrjálshyggja Chicagoskólans sem Milton Friedman, Nóbelsverðlaunahafinn sorglegi, með talanda sínum og málgræðgi básúnaði út svo að margir urðu frelsaðir eða tóku trúna sem sagt. Þetta er sorgarsaga, allra vesturlanda og víðar, byggð á afar lausum grundi og í raun algjöru hruni á því sem vísindaleg aðferðarfræði ætti að byggjast á. Þetta eru trúarbrögð og ekkert annað, með hrikalega slæmar afleiðingar á lífsafkomu venjulegs fólks eins og öll trúarbrögð tengd valdhöfum hafa gert, alltaf. Kúgun. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar