Segir Sterling hafa brugðist liðsfélögum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2024 08:01 Það er komin upp mikil óvissa með framtíð Raheem Sterling hjá Chelsea og hann sjálfur heimtar skýringar. Getty/ James Gill Chelsea tapaði í gær fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili sem jafnframt var fyrsti keppnisleikur liðsins undir stjórn nýja stjórans Enzo Maresca. Fyrsta stóra vandamál tímabilsins var þó komið fram í dagsljósið áður en leikurinn var flautaður á. Klukkutíma fyrir leik sendi Raheem Sterling frá sér yfirlýsingu þar sem hann heimtaði um skýringar á stöðu sinni innan félagsins. Litlu áður hafði Maresca tilkynnt byrjunarlið sitt og leikmannahóp fyrir leikinn á móti Manchester City og þar mátti ekki sjá nafn Sterling. Hann var ekki sá eini. Það komast bara tuttugu leikmenn fyrir á hverri skýrslu og Chelsea er með 42 leikmenn á skrá. Knattspyrnustjórinn Maresca segir að þrjátíu af þessum leikmönnum séu að keppa um sæti í liðinu. Sterling fékk að heyra það frá knattspyrnusérfræðingunum úti. Þeir segja Sterling hafa ekki verið að hugsa um liðið sitt með þessu útspili sínu rétt fyrir mikilvægan fyrsta leik. Micah Richards, fyrrum varnarmaður Manchester City sakaði Sterling um að „bregðast liðsfélögum sínum“ og fyrrum miðjumaður Liverpool, Jamie Redknapp, kallaði yfirlýsinguna „algjört rusl“. Pat Nevin, fyrrum leikmaður Chelsea, segir það nokkuð augljóst að Sterling sé næsti leikmaður á leiðinni í burtu frá félaginu. Framtíð Conor Gallagher, Ben Chilwell, Trevoh Chalobah og Romelu Lukaku er líka í uppnámi. Knattspyrnustjórinn var spurður út í Sterling og framtíð hans. „Ég vil hafa Raheem Sterling en ég vil líka hafa alla þrjátíu leikmennina sem við höfum. Það er bara ekki pláss fyrir þá alla og því þurfa einhverjir þeirra að yfirgefa okkur,“ sagði Enzo Maresca. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2012 sem Sterling tekur ekki þátt í fyrsta leik á tímabilinu. Chelsea keypti hann á fimmtíu milljónir punda frá Manchester City fyrir tveimur árum en hlutirnir hafa ekki alveg gengið upp. Sterling hefur skorað níu og tíu mörk á þessum tveimur tímabilum en hefur misst sæti sitt í enska landsliðinu. Micah Richards telur að Sterling og hans fólk viti alveg hvað þau eru að gera. „Raheem og hans lið ætluðu sér að búa til læti. Það er bara ekki nógu gott að senda svona tilkynningu frá sér skömmu fyrir leik. Það hjálpar ekki liðsfélögum þínum eða eykur líkurnar á því að þú komist aftur í liðið. Stjórinn valdi hann ekki og hann þarf að vinna úr því,“ sagði Richards. Lesa má meira um viðbrögð sérfræðinganna hér. Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Sjá meira
Fyrsta stóra vandamál tímabilsins var þó komið fram í dagsljósið áður en leikurinn var flautaður á. Klukkutíma fyrir leik sendi Raheem Sterling frá sér yfirlýsingu þar sem hann heimtaði um skýringar á stöðu sinni innan félagsins. Litlu áður hafði Maresca tilkynnt byrjunarlið sitt og leikmannahóp fyrir leikinn á móti Manchester City og þar mátti ekki sjá nafn Sterling. Hann var ekki sá eini. Það komast bara tuttugu leikmenn fyrir á hverri skýrslu og Chelsea er með 42 leikmenn á skrá. Knattspyrnustjórinn Maresca segir að þrjátíu af þessum leikmönnum séu að keppa um sæti í liðinu. Sterling fékk að heyra það frá knattspyrnusérfræðingunum úti. Þeir segja Sterling hafa ekki verið að hugsa um liðið sitt með þessu útspili sínu rétt fyrir mikilvægan fyrsta leik. Micah Richards, fyrrum varnarmaður Manchester City sakaði Sterling um að „bregðast liðsfélögum sínum“ og fyrrum miðjumaður Liverpool, Jamie Redknapp, kallaði yfirlýsinguna „algjört rusl“. Pat Nevin, fyrrum leikmaður Chelsea, segir það nokkuð augljóst að Sterling sé næsti leikmaður á leiðinni í burtu frá félaginu. Framtíð Conor Gallagher, Ben Chilwell, Trevoh Chalobah og Romelu Lukaku er líka í uppnámi. Knattspyrnustjórinn var spurður út í Sterling og framtíð hans. „Ég vil hafa Raheem Sterling en ég vil líka hafa alla þrjátíu leikmennina sem við höfum. Það er bara ekki pláss fyrir þá alla og því þurfa einhverjir þeirra að yfirgefa okkur,“ sagði Enzo Maresca. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2012 sem Sterling tekur ekki þátt í fyrsta leik á tímabilinu. Chelsea keypti hann á fimmtíu milljónir punda frá Manchester City fyrir tveimur árum en hlutirnir hafa ekki alveg gengið upp. Sterling hefur skorað níu og tíu mörk á þessum tveimur tímabilum en hefur misst sæti sitt í enska landsliðinu. Micah Richards telur að Sterling og hans fólk viti alveg hvað þau eru að gera. „Raheem og hans lið ætluðu sér að búa til læti. Það er bara ekki nógu gott að senda svona tilkynningu frá sér skömmu fyrir leik. Það hjálpar ekki liðsfélögum þínum eða eykur líkurnar á því að þú komist aftur í liðið. Stjórinn valdi hann ekki og hann þarf að vinna úr því,“ sagði Richards. Lesa má meira um viðbrögð sérfræðinganna hér.
Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Sjá meira