„Við vorum tilbúnir að þjást“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. ágúst 2024 21:38 Viktor Jónsson sultuslakur eftir að hafa komið Skagamönnum í forystu en Hinrik Harðarson fagnar vel í bakgrunninum. Vísir/Anton Brink Viktor Jónsson skoraði sitt fimmtánda mark í Bestu deildinni þegar Skagamenn lögðu Víkinga að velli í Fossvoginum í kvöld. Viktor sagði Skagamenn ætla að sækja Evrópusæti á tímabilinu. „Þessi var risa, risastór. Að vinna Víkinga á heimavelli í þessari baráttu sem við erum í, þetta sýnir hvað við erum komnir langt sem lið og hvað við ætlum okkur. Að við séum ekkert í þessu bara til að vera með. Við ætlum að enda í efri sex og ætlum að sækja þetta Evrópusæti,“ sagði Viktor í samtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport beint eftir leik. Skagamenn spiluðu afar vel í fyrri hálfleiknum og skoruðu tvö mörk eftir vel útfærðar skyndisóknir þar sem vörn Víkinga var reyndar ekki til útflutnings. „Mér fannst við geggjaðir. Við vorum mjög þéttir varnarlega og vorum að loka öllum þeim svæðum sem þeir vilja spila í. Þeir sköpuðu sér ekki neitt af viti í fyrri hálfleik fyrir utan þetta mark sem þeir skora. Mér fannst við spila fyrri hálflekinn fullkomlega. Við beittum góðum skyndisóknum, skorum tvö mörk og þetta var bara geggjaður hálfleikur.“ Víkingar gerðu fjórar breytingar á liði sínu í hálfleik og pressuðu meira á Skagamenn í síðari hálfleik. Skagamenn vörðust þó vel og þó Víkingar hafi fengið færi undir lokin þá gerðu Skagamenn vel í að halda Víkingum í skefjum. Viktor er kominn með fimmtán mörk í Bestu deildinni.Vísir/Anton Brink „Seinni hálfleikur var þannig að þeir lágu á okkur og við náðum nokkrum skyndisóknum sem við hefðum getað gert betur í. Við vitum alveg hvernig þjálfari Arnar [Gunnlaugsson] er sem er örugglega einhvers staðar uppi í stúku með tölvuna og er búinn að skoða þetta vel og vandlega. Við vissum að þeir myndu breyta einhverju í seinni hálfleik og við vorum bara tilbúnir að þjást. Við gerðum það og gerðum það vel.“ Viktor segir að Skagamenn ætli sér Evrópusæti en þeir eru nú einu stigi á eftir Val og sitja í fjórða sæti Bestu deildarinnar. „Ekki spurning og við viljum enda sem hæst í töflunni Ef við þurfum að klára þetta þriðja sæti til að ná þessu Evrópusæti þá bara gerum við það. Við erum að koma hratt á eftir Völsurum og vonandi náum við að byggja ofan á þetta sem við erum að gera hér.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Sjá meira
„Þessi var risa, risastór. Að vinna Víkinga á heimavelli í þessari baráttu sem við erum í, þetta sýnir hvað við erum komnir langt sem lið og hvað við ætlum okkur. Að við séum ekkert í þessu bara til að vera með. Við ætlum að enda í efri sex og ætlum að sækja þetta Evrópusæti,“ sagði Viktor í samtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport beint eftir leik. Skagamenn spiluðu afar vel í fyrri hálfleiknum og skoruðu tvö mörk eftir vel útfærðar skyndisóknir þar sem vörn Víkinga var reyndar ekki til útflutnings. „Mér fannst við geggjaðir. Við vorum mjög þéttir varnarlega og vorum að loka öllum þeim svæðum sem þeir vilja spila í. Þeir sköpuðu sér ekki neitt af viti í fyrri hálfleik fyrir utan þetta mark sem þeir skora. Mér fannst við spila fyrri hálflekinn fullkomlega. Við beittum góðum skyndisóknum, skorum tvö mörk og þetta var bara geggjaður hálfleikur.“ Víkingar gerðu fjórar breytingar á liði sínu í hálfleik og pressuðu meira á Skagamenn í síðari hálfleik. Skagamenn vörðust þó vel og þó Víkingar hafi fengið færi undir lokin þá gerðu Skagamenn vel í að halda Víkingum í skefjum. Viktor er kominn með fimmtán mörk í Bestu deildinni.Vísir/Anton Brink „Seinni hálfleikur var þannig að þeir lágu á okkur og við náðum nokkrum skyndisóknum sem við hefðum getað gert betur í. Við vitum alveg hvernig þjálfari Arnar [Gunnlaugsson] er sem er örugglega einhvers staðar uppi í stúku með tölvuna og er búinn að skoða þetta vel og vandlega. Við vissum að þeir myndu breyta einhverju í seinni hálfleik og við vorum bara tilbúnir að þjást. Við gerðum það og gerðum það vel.“ Viktor segir að Skagamenn ætli sér Evrópusæti en þeir eru nú einu stigi á eftir Val og sitja í fjórða sæti Bestu deildarinnar. „Ekki spurning og við viljum enda sem hæst í töflunni Ef við þurfum að klára þetta þriðja sæti til að ná þessu Evrópusæti þá bara gerum við það. Við erum að koma hratt á eftir Völsurum og vonandi náum við að byggja ofan á þetta sem við erum að gera hér.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Sjá meira