Hafþór ekki lengur vinsælasti Íslendingurinn á Instagram Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 23. ágúst 2024 14:02 Topp fimm vinsæluust Íslendingarnir á Instagram. Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur tekið fram úr aflraunamanninum Hafþóri Júlíusi Björnssyni sem vinsælasti Íslendingurinn á samfélagsmiðlinum Instagram. Laufey er nú með rétt rúmlega 4,4 milljónir fylgjenda en Hafþór er með 4,3 milljónir. Eins og alþjóð veit hefur stjarna Laufeyjar aldrei skinið skærar. Í júlí síðastliðnum var Laufey sæmd Ellu Fitzgerald verðlaunum sem veitt eru árlega á jazzhátíðinni í Montreal í Kanada. Hún fetar í fótspor frægra listamanna sem eru sem dæmi Diana Ross, Etta James, Tony Bennett, Diana Krall og Aretha Franklin. Laufey hlaut eftirminnilega Grammy verðlaun fyrir plötu sína Bewitched fyrr á árinu. Platan kom út þann 8. september í fyrra og sló í kjölfarið met hjá Spotify en eftir fyrsta sólarhringinn var plötunni streymt 5,7 milljón sinnum, en það er langmesta spilun sem djassplata hefur fengið á tónlistarveitunni á fyrsta sólarhring eftir útgáfu. Tvöfalt fylgi á nokkrum mánuðum Laufey tók fram úr tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur sem vinsælasti Íslendingurinn á Instagram í desember í fyrra. Þá var Laufey með rétt tvær milljónir fylgjenda en Björk með 1,97 milljónir. Í dag er Björk með 2 milljónir fylgjenda. Í fjórða og fimmta sæti yfir vinsælustu Íslendingana á Instagram eru Crossfit-konurnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir, báðar með 1,7 milljón fylgjenda. Hér að neðan má sjá topp 5 listann eins og hann er núna: Laufey Lín Jónsdóttir - 4,4 milljónir Hafþór Júlíus Björnsson- 4,3 milljónir Björk Guðmundsdóttir - 2 milljónir Katrín Tanja Davíðsdóttir - 1,7 milljónir Sara Sigmundsdóttir- 1,7 milljónir Samfélagsmiðlar Tónlist Laufey Lín Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Eins og alþjóð veit hefur stjarna Laufeyjar aldrei skinið skærar. Í júlí síðastliðnum var Laufey sæmd Ellu Fitzgerald verðlaunum sem veitt eru árlega á jazzhátíðinni í Montreal í Kanada. Hún fetar í fótspor frægra listamanna sem eru sem dæmi Diana Ross, Etta James, Tony Bennett, Diana Krall og Aretha Franklin. Laufey hlaut eftirminnilega Grammy verðlaun fyrir plötu sína Bewitched fyrr á árinu. Platan kom út þann 8. september í fyrra og sló í kjölfarið met hjá Spotify en eftir fyrsta sólarhringinn var plötunni streymt 5,7 milljón sinnum, en það er langmesta spilun sem djassplata hefur fengið á tónlistarveitunni á fyrsta sólarhring eftir útgáfu. Tvöfalt fylgi á nokkrum mánuðum Laufey tók fram úr tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur sem vinsælasti Íslendingurinn á Instagram í desember í fyrra. Þá var Laufey með rétt tvær milljónir fylgjenda en Björk með 1,97 milljónir. Í dag er Björk með 2 milljónir fylgjenda. Í fjórða og fimmta sæti yfir vinsælustu Íslendingana á Instagram eru Crossfit-konurnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir, báðar með 1,7 milljón fylgjenda. Hér að neðan má sjá topp 5 listann eins og hann er núna: Laufey Lín Jónsdóttir - 4,4 milljónir Hafþór Júlíus Björnsson- 4,3 milljónir Björk Guðmundsdóttir - 2 milljónir Katrín Tanja Davíðsdóttir - 1,7 milljónir Sara Sigmundsdóttir- 1,7 milljónir
Samfélagsmiðlar Tónlist Laufey Lín Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira