Átta látnir eftir gíslatöku í rússnesku fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2024 19:00 Mikill viðbúnaður var vegna gíslatökunnar í IK-19 Surovikino fangelsinu í dag. Leyniskyttur þjóðvarðliðsins í Novograd skutu fjóra gíslatökumenn til bana. Vísir/EPA Leyniskyttur skutu fjóra fanga til bana sem tóku fangelsisstarfsmenn til fanga og stungu fjóra til bana í Vogograd-héraði í Rússlandi í dag. Fangarnir lýstu sjálfum sér sem vígamönnum Ríkis íslams í myndbandi sem þeir birtu á netinu. Átta starfsmenn hámarksöryggisfangelsisins í Surovikino og fjórir fangar voru teknir í gíslingu á fundi hegningarnefndar fangelsisins, að sögn fangelsisyfirvalda í Rússlandi. Þjóðvarðliðið í Volgograd segir að aðrir gíslar sem fanganir tóku hafi verið frelsaðir. Auk þeirra fjögurra sem voru stungnir til bana voru nokkrir fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Í myndbandi sem gíslatökumennirnir birtu virtist einn þeirra látnu hafa verið skorinn á háls. Einn gíslatökumannanna heyrðist þar hrópa að þeir væru stríðsmenn (mujahideen) Ríkis íslams, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ekki er ljóst hvernig fangarnir komust yfir eggvopn eða snjallsíma til þess að taka myndband og birt aá netinu. Í einu myndbandanna sást einn gíslatökumannana með það sem virtist sprengjuvesti en aðrir með hnífa og hamra. Þá var ekki skýrt hverjar kröfur þeirra voru. Einn gíslatökumannanna talaði um að Rússland kúgaði múslima alls staðar. Þeir hefðu brugðist vægðarlaust við illri meðferð á múslimum í fangelsinu. Rússneskir fjölmiðlar segja að mennirnir séu frá Tadsjikistan og Úsbekistan. Þrír þeirra hafi afplánað dóma fyrir fíkniefnabrot en sá fjórði hafi orðið manni að bana í slagsmálum. Stutt er síðan sex fangar sem tengdust Ríki íslams tóku tvo fangaverði í gíslingu í nágrannahéraðinu Rostov. Fimm þeirra voru drepnir en sá sjötti hlaut tuttugu ára fangelsisdóm fyrir sína aðild að gíslatökunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rússland Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sjá meira
Átta starfsmenn hámarksöryggisfangelsisins í Surovikino og fjórir fangar voru teknir í gíslingu á fundi hegningarnefndar fangelsisins, að sögn fangelsisyfirvalda í Rússlandi. Þjóðvarðliðið í Volgograd segir að aðrir gíslar sem fanganir tóku hafi verið frelsaðir. Auk þeirra fjögurra sem voru stungnir til bana voru nokkrir fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Í myndbandi sem gíslatökumennirnir birtu virtist einn þeirra látnu hafa verið skorinn á háls. Einn gíslatökumannanna heyrðist þar hrópa að þeir væru stríðsmenn (mujahideen) Ríkis íslams, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ekki er ljóst hvernig fangarnir komust yfir eggvopn eða snjallsíma til þess að taka myndband og birt aá netinu. Í einu myndbandanna sást einn gíslatökumannana með það sem virtist sprengjuvesti en aðrir með hnífa og hamra. Þá var ekki skýrt hverjar kröfur þeirra voru. Einn gíslatökumannanna talaði um að Rússland kúgaði múslima alls staðar. Þeir hefðu brugðist vægðarlaust við illri meðferð á múslimum í fangelsinu. Rússneskir fjölmiðlar segja að mennirnir séu frá Tadsjikistan og Úsbekistan. Þrír þeirra hafi afplánað dóma fyrir fíkniefnabrot en sá fjórði hafi orðið manni að bana í slagsmálum. Stutt er síðan sex fangar sem tengdust Ríki íslams tóku tvo fangaverði í gíslingu í nágrannahéraðinu Rostov. Fimm þeirra voru drepnir en sá sjötti hlaut tuttugu ára fangelsisdóm fyrir sína aðild að gíslatökunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Rússland Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sjá meira