Davíð Smári um dómarana: „Menn sem vilja fá að vera í sviðsljósinu“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 25. ágúst 2024 19:02 Davíð Smári á hliðarlínunni í dag. Vísir/Anton Brink Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var sáttur þrátt fyrir tap gegn Val í Bestu deildinni í dag. Vestri komst yfir eftir tíu mínútna leik en náðu ekki að halda út. Vestri tapaði að lokum 3-1 en var Davíð upplitsdjarfur í leiks lok þrátt fyrir það er Vísir ræddi við hann eftir leik. „Ég er gríðarlega stoltur af liðinu mínu. Mér fannst liðið mitt leggja sig 100 prósent fram í verkefnið og börðust fyrir hvort annað allt til loka til að fá eitthvað útúr leiknum. Leikplaninu var svolítið kastað útum gluggann hjá okkur þegar við fáum rautt spjald eftir fimm mínútna leik.“ „Vestra liðið var frábært í dag. Vorum frábærir í því sem við vorum að gera, auðvitað vorum við lítið með boltann en við vorum að verjast. Við vorum skipulagðir og að berjast fyrir hvorn annan allt til enda,“ sagði Davíð. Blaðamaður hóf næstu spurningu á orðunum, „þetta byrjaði á afturfótunum hjá ykkur“ en Davíð greip orðið strax og sagði: „Ég ætla að leiðrétta þig þarna, þetta byrjar ekki á afturfótunum hjá Vestra. Það er náttúrulega galin ákvörðun að leikmaðurinn fái rautt spjald. Stundum erum við bara með menn sem vilja fá að vera í sviðsljósinu og það virðist vera svolítið trekk í trekk hjá ákveðnum aðilum. Ég ætla að reyna að tjá mig sem minnst um það,“ sagði Davíð og bætti við um fleiri vafaatriði leiksins. „Svo er auðvitað rangstöðumark þarna sem Jónatan Ingi er kolrangstæður en dómarinn vill meina að þar sem minn leikmaður er að verjast og tækla boltann þá er komin nýtt augnablik. Ef ég skil þetta rétt þá bara á ég ekki til orð. Ég veit ekki hvað ég á að segja við þessu.“ „Mér finnst þetta bara ofboðslega sorglegt. Erum með lið sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og mér finnst þetta galin ákvörðun þetta rauða spjald. Varnarmaðurinn minn er búinn að taka sér stöðu þegar þetta gerist og að senda hann útaf með rautt spjald finnst mér mjög dýrt.“ Davíð var sammála því að Vestri hefði leikið vel heilt yfir í leiknum og talaði sitt lið upp. „Við spiluðum að hugrekki og vorum skipulagðir. Það er erfitt að fá svona högg á fyrstu fimm mínútunum en eins og ég segi þá fannst mér Vestra liðið stórkostlegt í dag. Hefði verið gaman að sjá hvernig þessi leikur hefði farið ef við hefðum verið 11 á 11.“ Vestri mætir Fylki í fallslag næstu umferðar og er engan bilbug á Davíð að fá fyrir framhaldinu. „Það er bara áfram gakk.Þetta er gott veganesti fyrir okkur. Þrátt fyrir að þetta sé tap þá skiptir máli hvernig maður tapar og mér fannst við spila þennan leik til enda. Mér fannst við spila fyrir hvort annan alveg fram á síðustu mínútu.“ sagði Davíð Smári að lokum Besta deild karla Vestri Valur Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Vestri tapaði að lokum 3-1 en var Davíð upplitsdjarfur í leiks lok þrátt fyrir það er Vísir ræddi við hann eftir leik. „Ég er gríðarlega stoltur af liðinu mínu. Mér fannst liðið mitt leggja sig 100 prósent fram í verkefnið og börðust fyrir hvort annað allt til loka til að fá eitthvað útúr leiknum. Leikplaninu var svolítið kastað útum gluggann hjá okkur þegar við fáum rautt spjald eftir fimm mínútna leik.“ „Vestra liðið var frábært í dag. Vorum frábærir í því sem við vorum að gera, auðvitað vorum við lítið með boltann en við vorum að verjast. Við vorum skipulagðir og að berjast fyrir hvorn annan allt til enda,“ sagði Davíð. Blaðamaður hóf næstu spurningu á orðunum, „þetta byrjaði á afturfótunum hjá ykkur“ en Davíð greip orðið strax og sagði: „Ég ætla að leiðrétta þig þarna, þetta byrjar ekki á afturfótunum hjá Vestra. Það er náttúrulega galin ákvörðun að leikmaðurinn fái rautt spjald. Stundum erum við bara með menn sem vilja fá að vera í sviðsljósinu og það virðist vera svolítið trekk í trekk hjá ákveðnum aðilum. Ég ætla að reyna að tjá mig sem minnst um það,“ sagði Davíð og bætti við um fleiri vafaatriði leiksins. „Svo er auðvitað rangstöðumark þarna sem Jónatan Ingi er kolrangstæður en dómarinn vill meina að þar sem minn leikmaður er að verjast og tækla boltann þá er komin nýtt augnablik. Ef ég skil þetta rétt þá bara á ég ekki til orð. Ég veit ekki hvað ég á að segja við þessu.“ „Mér finnst þetta bara ofboðslega sorglegt. Erum með lið sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og mér finnst þetta galin ákvörðun þetta rauða spjald. Varnarmaðurinn minn er búinn að taka sér stöðu þegar þetta gerist og að senda hann útaf með rautt spjald finnst mér mjög dýrt.“ Davíð var sammála því að Vestri hefði leikið vel heilt yfir í leiknum og talaði sitt lið upp. „Við spiluðum að hugrekki og vorum skipulagðir. Það er erfitt að fá svona högg á fyrstu fimm mínútunum en eins og ég segi þá fannst mér Vestra liðið stórkostlegt í dag. Hefði verið gaman að sjá hvernig þessi leikur hefði farið ef við hefðum verið 11 á 11.“ Vestri mætir Fylki í fallslag næstu umferðar og er engan bilbug á Davíð að fá fyrir framhaldinu. „Það er bara áfram gakk.Þetta er gott veganesti fyrir okkur. Þrátt fyrir að þetta sé tap þá skiptir máli hvernig maður tapar og mér fannst við spila þennan leik til enda. Mér fannst við spila fyrir hvort annan alveg fram á síðustu mínútu.“ sagði Davíð Smári að lokum
Besta deild karla Vestri Valur Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira