Alfreð hættur með landsliðinu: „Ótrúlega erfitt að kveðja“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2024 19:26 Alfreð hefur leikið sinn síðasta landsleik. Vísir/Hulda Margrét Alfreð Finnbogason hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. Þetta tilkynnti framherjinn á samfélagsmiðlum sínum í dag, mánudag. Hinn 35 ára gamli Alfreð spilaði alls 73 A-landsleiki og skoraði í þeim 18 mörk, þar af mark Íslands gegn Argentínu á HM í Rússlandi sumarið 2018. „Takk fyrir mig og þær frábæru minningar sem ég hef upplifað með íslenska landsliðinu síðustu 15 árin. Það er ótrúlega erfitt að kveðja eitthvað sem hefur verið svo stór hluti af lífi manns, en ég finn það að tíminn er réttur núna til að stíga til hliðar.“ View this post on Instagram A post shared by Alfreð Finnbogason (@alfredfinnbogason) Einnig var Alfreð hluti af íslenska liðinu sem fór langt á EM í Frakklandi sumarið 2016. „Allar gleðistundirnar munu lifa með mér að eilífu, þar sem hápunktarnir voru auðvita að fara á EM 2016 og HM 2018 með vinum mínum. Upplifanirnar og ógleymanlegu augnablikin eru svo mörg, alveg eins og erfiðu tímanir sem er allt hluti af ferlinu sem mér þykir mjög vænt um.“ „Það er ekkert sem hefur gert mig eins stoltan á ferlinum eins og að spila fyrir Ísland. Hjartans þakkir til allra þjálfara, starfsmanna og leikmanna sem hafa verið hluti af reisunni. Risa þakkir til stuðningsmanna íslenska landsliðsins fyrir stuðninginn og minningarnar saman út um allan heim,“ segir Alfreð að endingu í færslunni sem sjá má hér að ofan. ❤️🇮🇸Takk fyrir mig🇮🇸❤️ pic.twitter.com/iTANLxLuK4— Alfreð Finnbogason (@A_Finnbogason) August 26, 2024 Alfreð hefur komið um víðan völl á ferli sínum og spilað í Belgíu, Svíþjóð, Hollandi, Spáni, Grikklandi, Þýskalandi og Danmörku. Hann er í dag leikmaður Eupen sem spilar í B-deildinni í Belgíu. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Hinn 35 ára gamli Alfreð spilaði alls 73 A-landsleiki og skoraði í þeim 18 mörk, þar af mark Íslands gegn Argentínu á HM í Rússlandi sumarið 2018. „Takk fyrir mig og þær frábæru minningar sem ég hef upplifað með íslenska landsliðinu síðustu 15 árin. Það er ótrúlega erfitt að kveðja eitthvað sem hefur verið svo stór hluti af lífi manns, en ég finn það að tíminn er réttur núna til að stíga til hliðar.“ View this post on Instagram A post shared by Alfreð Finnbogason (@alfredfinnbogason) Einnig var Alfreð hluti af íslenska liðinu sem fór langt á EM í Frakklandi sumarið 2016. „Allar gleðistundirnar munu lifa með mér að eilífu, þar sem hápunktarnir voru auðvita að fara á EM 2016 og HM 2018 með vinum mínum. Upplifanirnar og ógleymanlegu augnablikin eru svo mörg, alveg eins og erfiðu tímanir sem er allt hluti af ferlinu sem mér þykir mjög vænt um.“ „Það er ekkert sem hefur gert mig eins stoltan á ferlinum eins og að spila fyrir Ísland. Hjartans þakkir til allra þjálfara, starfsmanna og leikmanna sem hafa verið hluti af reisunni. Risa þakkir til stuðningsmanna íslenska landsliðsins fyrir stuðninginn og minningarnar saman út um allan heim,“ segir Alfreð að endingu í færslunni sem sjá má hér að ofan. ❤️🇮🇸Takk fyrir mig🇮🇸❤️ pic.twitter.com/iTANLxLuK4— Alfreð Finnbogason (@A_Finnbogason) August 26, 2024 Alfreð hefur komið um víðan völl á ferli sínum og spilað í Belgíu, Svíþjóð, Hollandi, Spáni, Grikklandi, Þýskalandi og Danmörku. Hann er í dag leikmaður Eupen sem spilar í B-deildinni í Belgíu.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira