„Veit ekki hvort hún skilur hvað hún gerði“ Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2024 17:03 Maja Nilsson Lindelöf á leik með sænska landsliðinu, þar sem eiginmaður hennar spilar. Getty/Jean Catuffe Eiginkona sænska fótboltamannsins Victors Lindelöf virðist hafa valdið aðdáendum Manchester United hugarangri með færslu sinni á Instagram. Maja Nilsson Lindelöf er virk á samfélagsmiðlum og birti í gær mynd af sér með stórar ferðatöskur og skrifaði: „Nú förum við.“ Enskumælandi stuðningsmenn United virðast hafa skilið orð hennar, sem skrifuð voru á sænsku, þannig að Victor Lindelöf væri á förum frá enska félaginu. Sænsku orðin „nu åker vi“ mætti nefnilega skilja sem „here we go“, sem er orðinn þekktur frasi um það þegar félagaskipti eru frágengin. Íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano notar þannig þessi orð iðulega þegar hann greinir frá félagaskiptum. Lindelöf hefur ekki verið með United í upphafi nýrrar leiktíðar og eftir kaup félagsins á nýjum miðvörðum verið sagður á förum frá félaginu í sumar. Þess vegna virðast margir hafa talið færslu Maju vera staðfestingu á því, eins og sjá má í ummælum við færsluna. View this post on Instagram A post shared by Maja Nilsson Lindelöf (@majanilssonlindelof) Sænska blaðið Expressen segir að þetta hafi ekki fallið í kramið hjá Youtube-stjörnunni Mark Godbridge sem er með um tvær milljónir áskrifenda á síðunni United Stand, þar sem hann fjallar um United. „Ég veit ekki hvort þetta á að vera eitthvað grín. Ég veit ekki hvort hún skilur hvað hún gerði. En Victor Nilsson Lindelöf er ekki að fara frá Manchester United í þessari viku. Hann er meiddur,“ sagði Goldbridge, en félagaskiptaglugginn á Englandi lokast á föstudaginn. „Í besta falli voru þetta mistök hjá eiginkonu hans sem ætlaði bara að segja frá því að þau væru að fara í ferðalag. Eða kannski vildi hún stríða United-stuðningsmönnum svolítið, sem er ekki mjög gáfulegt að gera nú þegar margir vilja í alvöru losna við hann,“ bætti hann við. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Sjá meira
Maja Nilsson Lindelöf er virk á samfélagsmiðlum og birti í gær mynd af sér með stórar ferðatöskur og skrifaði: „Nú förum við.“ Enskumælandi stuðningsmenn United virðast hafa skilið orð hennar, sem skrifuð voru á sænsku, þannig að Victor Lindelöf væri á förum frá enska félaginu. Sænsku orðin „nu åker vi“ mætti nefnilega skilja sem „here we go“, sem er orðinn þekktur frasi um það þegar félagaskipti eru frágengin. Íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano notar þannig þessi orð iðulega þegar hann greinir frá félagaskiptum. Lindelöf hefur ekki verið með United í upphafi nýrrar leiktíðar og eftir kaup félagsins á nýjum miðvörðum verið sagður á förum frá félaginu í sumar. Þess vegna virðast margir hafa talið færslu Maju vera staðfestingu á því, eins og sjá má í ummælum við færsluna. View this post on Instagram A post shared by Maja Nilsson Lindelöf (@majanilssonlindelof) Sænska blaðið Expressen segir að þetta hafi ekki fallið í kramið hjá Youtube-stjörnunni Mark Godbridge sem er með um tvær milljónir áskrifenda á síðunni United Stand, þar sem hann fjallar um United. „Ég veit ekki hvort þetta á að vera eitthvað grín. Ég veit ekki hvort hún skilur hvað hún gerði. En Victor Nilsson Lindelöf er ekki að fara frá Manchester United í þessari viku. Hann er meiddur,“ sagði Goldbridge, en félagaskiptaglugginn á Englandi lokast á föstudaginn. „Í besta falli voru þetta mistök hjá eiginkonu hans sem ætlaði bara að segja frá því að þau væru að fara í ferðalag. Eða kannski vildi hún stríða United-stuðningsmönnum svolítið, sem er ekki mjög gáfulegt að gera nú þegar margir vilja í alvöru losna við hann,“ bætti hann við.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Sjá meira