„Sorgardagur fyrir fótboltann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2024 06:31 Liðsfélagi Juan Izquierdo kallar eftir hjálp eftir að Izquierdo hneig liður í leik Sao Paulo og Nacional í Copa Libertadores. Getty/Alexandre Schneider Úrúgvæski knattspyrnumaðurinn Juan Izquierdo, sem hneig niður í Copa Libertadores leik í síðustu viku, er látinn. Hinn 27 ára gamli Izquierdo hafði legið á sjúkrahúsi síðan hann fluttur þangað frá leik Nacional og Sao Paulo 22. ágúst en leikurinn var spilaður í Brasilíu. Þetta var stórleikur í sextán liða úrslitum í Suðurameríkukeppni félagsliða sem heitir Copa Libertadores. Sao Paulo vann leikinn 2-0 og komst áfram í átta liða úrslitin. Izquierdo glímdi við óreglulegan hjartslátt og missti meðvitund á 84. mínútu leiksins. Það var enginn annar leikmaður nálægt þegar hann hneig niður. Izquierdo var fluttur á Albert Einstein sjúkrahúsið og hafði verið í gjörgæslu síðan. Því miður tókst ekki að bjarga lífi hans. Con el más profundo dolor e impacto en nuestros corazones, el Club Nacional de Football comunica el fallecimiento de nuestro querido jugador Juan Izquierdo.Expresamos nuestras más sinceras condolencias a su familia, amigos, colegas y allegados.Todo Nacional está de luto por… pic.twitter.com/mYU28mqw6m— Nacional (@Nacional) August 28, 2024 Club Nacional tilkynnti um andlát leikmanns síns á samfélagsmiðlum og sagði alla hjá félaginu vera í áfalli. „Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans, vina, kollega og ástvina. Allir hjá Nacional syrgja þennan óbætanlega missi, sagði í tilkynningunni. Izquierdo hafði spilað yfir hundrað leiki í efstu deild í Úrúgvæ og varð meistari með bæði Nacional og Liverpool (frá Montevideo). „Sorgartími hjá öllum suðurameríska fótboltanum,“ sagði Alejandro Dominguez, forseti CONMEBOL, knattspyrnusambands Suður-Ameríku. Sao Paulo félagið sagði að þetta væri „sorgardagur fyrir fótboltann“ þegar það greindi frá fréttunum á sínum miðlum. Fallece Juan Izquierdo, futbolista uruguayo del @Nacional que sufrió un paro cardíaco el pasado jueves durante un partido de la @Libertadores. #QEPD ✝️🕊️ pic.twitter.com/IqHCGdxTy8— Tribuna Noticias (@NoticiasTribuna) August 28, 2024 Úrúgvæ Fótbolti Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Sjá meira
Hinn 27 ára gamli Izquierdo hafði legið á sjúkrahúsi síðan hann fluttur þangað frá leik Nacional og Sao Paulo 22. ágúst en leikurinn var spilaður í Brasilíu. Þetta var stórleikur í sextán liða úrslitum í Suðurameríkukeppni félagsliða sem heitir Copa Libertadores. Sao Paulo vann leikinn 2-0 og komst áfram í átta liða úrslitin. Izquierdo glímdi við óreglulegan hjartslátt og missti meðvitund á 84. mínútu leiksins. Það var enginn annar leikmaður nálægt þegar hann hneig niður. Izquierdo var fluttur á Albert Einstein sjúkrahúsið og hafði verið í gjörgæslu síðan. Því miður tókst ekki að bjarga lífi hans. Con el más profundo dolor e impacto en nuestros corazones, el Club Nacional de Football comunica el fallecimiento de nuestro querido jugador Juan Izquierdo.Expresamos nuestras más sinceras condolencias a su familia, amigos, colegas y allegados.Todo Nacional está de luto por… pic.twitter.com/mYU28mqw6m— Nacional (@Nacional) August 28, 2024 Club Nacional tilkynnti um andlát leikmanns síns á samfélagsmiðlum og sagði alla hjá félaginu vera í áfalli. „Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans, vina, kollega og ástvina. Allir hjá Nacional syrgja þennan óbætanlega missi, sagði í tilkynningunni. Izquierdo hafði spilað yfir hundrað leiki í efstu deild í Úrúgvæ og varð meistari með bæði Nacional og Liverpool (frá Montevideo). „Sorgartími hjá öllum suðurameríska fótboltanum,“ sagði Alejandro Dominguez, forseti CONMEBOL, knattspyrnusambands Suður-Ameríku. Sao Paulo félagið sagði að þetta væri „sorgardagur fyrir fótboltann“ þegar það greindi frá fréttunum á sínum miðlum. Fallece Juan Izquierdo, futbolista uruguayo del @Nacional que sufrió un paro cardíaco el pasado jueves durante un partido de la @Libertadores. #QEPD ✝️🕊️ pic.twitter.com/IqHCGdxTy8— Tribuna Noticias (@NoticiasTribuna) August 28, 2024
Úrúgvæ Fótbolti Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Sjá meira