Grunnskólarnir okkar allra Sindri Kristjánsson skrifar 29. ágúst 2024 07:01 Um þessar mundir er sá tími ársins þar sem skólarnir okkar fyllast aftur af börnum eftir hið langa, íslenska sumarfrí. Þetta er að mörgu leyti yndislegur tími, samfélagsmiðlar fyllast af myndum af misstórum brosandi börnum sem eru öll að hefja nýjan áfanga í sínu lífi, hvort sem það er að hefja nám í grunnskóla eða framhaldsskóla, flytjast upp um bekk eða jafnvel setjast á háskólabekk. Foreldrar og forráðamenn allir að rifna úr stolti, réttilega því börnin okkar eru jú eitt það allra dýrmætasta sem við eigum. En þessi börn, og þá sérstaklega börn á grunnskólaaldri, eru að halda sína leið inn í skólakerfi sem talsverður styr stendur um. Samræmdar, alþjóðlegar mælingar sýna stöðu barnanna okkar á hraðri niðurleið og ekki var úr háum söðli að falla til að byrja með. Fjölmiðlar keppast við að fjalla um stöðuna, sumir hafa ákveðið að gera sér meiri mat úr umfjöllunarefninu en aðrir, og sagan sem okkur er sögð er að íslenskir grunnskólar séu um það bil að fara fram af bjargbrúninni. Eins og hjá þorra landsmanna takmarkast þekking mín og reynsla af íslensku skólakerfi að langmestu leyti við mína eigin skólagöngu. Síðan hafa bæst við nokkur ár sem foreldri nemanda í þessu kerfi. Ég er því meðvitaður um að ég hef afskaplega lítið vit á því hvernig best er að því staðið að mennta börn, hvernig skólastarf á að fara fram, hvað er æskilegt og best í lestrarkennslu, hvort samræmd og stöðluð próf eigi að vera allsherjarmælikvarði á gæði náms o.s.frv. Þetta mættu fleiri í minni stöðu vera meðvitaðir um þegar stöðu skólanna og menntunar í landinu ber á góma. En það sem ég þó veit og hef upplifað á eigin skinni, bæði sem nemandi og foreldri, er að í skólunum okkar starfar afskaplega hæft og metnaðarfullt starfsfólk. Skólastjórnendur, kennarar, stuðningsfulltrúar, ritarar, kokkar og matráðar og svo mætti lengi telja. Upp til hópa er þetta allt fólk sem brennur fyrir hag og velferð barnanna okkar og vill ekkert frekar sjá en að þau nái árangri í leik og starfi. Þetta er fólk sem starfar við síbreytilegar og krefjandi aðstæður. Þetta er fólkið sem á einhvern óskiljanlegan hátt hélt skólunum okkar að langmestu leyti opnum í gegnum heimsfaraldurinn. Þetta er fólkið sem tekur á móti börnunum okkar hér um bil hvern virkan dag níu mánuði á ári, sama hvernig viðrar og hvað á bjátar, hvort sem það er hjá þeim eða okkur. Mér finnst því tími til kominn að við foreldrar og forráðamenn leggjum enn meira af mörkum til að styðja við starf skólanna þess fólks sem þar starfar. Og það er talsvert sem við getum gert. Mér efst í huga þátttaka foreldra og forráðamanna í sjálfu skólastarfinu. Tökum þátt í þessu. Bjóðum okkur fram í stjórn foreldrafélagsins, verum virkir bekkjarfulltrúar eða virk í foreldrasamstarfinu. Mætum að viðburði sem skólinn skipuleggur fyrir aðstandendur, fræðslur og fyrirlestra. Hjálpumst öll að við fjáraflanir þegar þannig ber undir. Löbbum með börnunum okkar í skólann og bjóðum skólaliðum sem taka á móti þeim góðan daginn. Umfram allt – verum til staðar fyrir bæði börnin okkar og skólana. Leggjum okkar af mörkum til að gera íslenska skóla enn betri mennta- og uppeldistofnanir en þeir eru í dag. Og þó að stóru áskoranir íslenska skólakerfisins verði ekki leystar með foreldrastuðningi einar og sér, þá gildir hið fornkveðna auðvitað. Margt smátt gerir eitt stórt. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri og foreldri tveggja grunnskólabarna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er sá tími ársins þar sem skólarnir okkar fyllast aftur af börnum eftir hið langa, íslenska sumarfrí. Þetta er að mörgu leyti yndislegur tími, samfélagsmiðlar fyllast af myndum af misstórum brosandi börnum sem eru öll að hefja nýjan áfanga í sínu lífi, hvort sem það er að hefja nám í grunnskóla eða framhaldsskóla, flytjast upp um bekk eða jafnvel setjast á háskólabekk. Foreldrar og forráðamenn allir að rifna úr stolti, réttilega því börnin okkar eru jú eitt það allra dýrmætasta sem við eigum. En þessi börn, og þá sérstaklega börn á grunnskólaaldri, eru að halda sína leið inn í skólakerfi sem talsverður styr stendur um. Samræmdar, alþjóðlegar mælingar sýna stöðu barnanna okkar á hraðri niðurleið og ekki var úr háum söðli að falla til að byrja með. Fjölmiðlar keppast við að fjalla um stöðuna, sumir hafa ákveðið að gera sér meiri mat úr umfjöllunarefninu en aðrir, og sagan sem okkur er sögð er að íslenskir grunnskólar séu um það bil að fara fram af bjargbrúninni. Eins og hjá þorra landsmanna takmarkast þekking mín og reynsla af íslensku skólakerfi að langmestu leyti við mína eigin skólagöngu. Síðan hafa bæst við nokkur ár sem foreldri nemanda í þessu kerfi. Ég er því meðvitaður um að ég hef afskaplega lítið vit á því hvernig best er að því staðið að mennta börn, hvernig skólastarf á að fara fram, hvað er æskilegt og best í lestrarkennslu, hvort samræmd og stöðluð próf eigi að vera allsherjarmælikvarði á gæði náms o.s.frv. Þetta mættu fleiri í minni stöðu vera meðvitaðir um þegar stöðu skólanna og menntunar í landinu ber á góma. En það sem ég þó veit og hef upplifað á eigin skinni, bæði sem nemandi og foreldri, er að í skólunum okkar starfar afskaplega hæft og metnaðarfullt starfsfólk. Skólastjórnendur, kennarar, stuðningsfulltrúar, ritarar, kokkar og matráðar og svo mætti lengi telja. Upp til hópa er þetta allt fólk sem brennur fyrir hag og velferð barnanna okkar og vill ekkert frekar sjá en að þau nái árangri í leik og starfi. Þetta er fólk sem starfar við síbreytilegar og krefjandi aðstæður. Þetta er fólkið sem á einhvern óskiljanlegan hátt hélt skólunum okkar að langmestu leyti opnum í gegnum heimsfaraldurinn. Þetta er fólkið sem tekur á móti börnunum okkar hér um bil hvern virkan dag níu mánuði á ári, sama hvernig viðrar og hvað á bjátar, hvort sem það er hjá þeim eða okkur. Mér finnst því tími til kominn að við foreldrar og forráðamenn leggjum enn meira af mörkum til að styðja við starf skólanna þess fólks sem þar starfar. Og það er talsvert sem við getum gert. Mér efst í huga þátttaka foreldra og forráðamanna í sjálfu skólastarfinu. Tökum þátt í þessu. Bjóðum okkur fram í stjórn foreldrafélagsins, verum virkir bekkjarfulltrúar eða virk í foreldrasamstarfinu. Mætum að viðburði sem skólinn skipuleggur fyrir aðstandendur, fræðslur og fyrirlestra. Hjálpumst öll að við fjáraflanir þegar þannig ber undir. Löbbum með börnunum okkar í skólann og bjóðum skólaliðum sem taka á móti þeim góðan daginn. Umfram allt – verum til staðar fyrir bæði börnin okkar og skólana. Leggjum okkar af mörkum til að gera íslenska skóla enn betri mennta- og uppeldistofnanir en þeir eru í dag. Og þó að stóru áskoranir íslenska skólakerfisins verði ekki leystar með foreldrastuðningi einar og sér, þá gildir hið fornkveðna auðvitað. Margt smátt gerir eitt stórt. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri og foreldri tveggja grunnskólabarna.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun