Fjórir nýliðar í enska hópnum sem Heimir þarf að glíma við Sindri Sverrisson skrifar 29. ágúst 2024 13:18 Cole Palmer getur boðið Noni Madueke velkominn í enska landsliðið. Getty Fjórir nýliðar eru í enska landsliðshópnum sem mætir Írlandi, sem Heimir Hallgrímsson stýrir, í Þjóðadeildinni í fótbolta eftir rúma viku. Lee Carsley stýrir enska landsliðinu tímabundið eftir brotthvarf Gareths Southgate, á meðan leit stendur yfir að næsta landsliðsþjálfara. Carsley valdi fjóra nýliða en þeir eru Tino Livramento, varnarmaður Newcastle, Morgan Gibbs-White úr Nottingham Forest, Noni Madueke úr Chelsea og Angel Gomes, liðsfélagi Hákonar Arnar Haraldssonar hjá Lille. Sérstaka athygli vekur að Gomes sé í landsliðshópnum enda er aðeins um ein og hálf vika síðan hann steinlá á vellinum eftir þungt höfuðhögg í leik Lille við Reims í frönsku deildinni. Stöðva þurfti leikinn í rúman hálftíma vegna slæmra meiðsla hans. Jack Grealish og Harry Maguire snúa aftur í hópinn eftir að hafa misst af EM í sumar. Ivan Toney, Aaron Ramsdale og Ben White fá hins vegar ekki sæti í hópnum, sem og Luke Shaw og Jude Bellingham sem eru meiddir. Þá tilkynnti Kieran Trippier í dag að hann væri hættur með landsliðinu. Eftir leikinn við Íra, sem er laugardaginn 7. september, mæta Englendingar liði Finnlands. Enski hópurinn gegn Írum og Finnum: Markmenn: Dean Henderson (Crystal Palace), Jordan Pickford (Everton), Nick Pope (Newcastle United). Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Levi Colwill (Chelsea), Marc Guehi (Crystal Palace), Ezri Konsa (Aston Villa),Rico Lewis (Manchester City),Tino Livramento (Newcastle United), Harry Maguire (Manchester United), John Stones (Manchester City). Miðjumenn: Phil Foden (Manchester City), Conor Gallagher (Chelsea), Morgan Gibbs-White (Nottingham Forest), Angel Gomes (Lille), Kobbie Mainoo (Manchester United), Cole Palmer (Chelsea), Declan Rice (Arsenal). Sóknarmenn: Jarrod Bowen (West Ham United), Eberechi Eze (Crystal Palace), Anthony Gordon (Newcastle United), Jack Grealish (Manchester City), Harry Kane (Bayern Munich), Noni Madueke (Chelsea), Bukayo Saka (Arsenal), Ollie Watkins (Aston Villa). Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrsti hópur Heimis í dramatísku myndbandi: „Forn rígur endurvakinn“ Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. 29. ágúst 2024 11:49 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Sjá meira
Lee Carsley stýrir enska landsliðinu tímabundið eftir brotthvarf Gareths Southgate, á meðan leit stendur yfir að næsta landsliðsþjálfara. Carsley valdi fjóra nýliða en þeir eru Tino Livramento, varnarmaður Newcastle, Morgan Gibbs-White úr Nottingham Forest, Noni Madueke úr Chelsea og Angel Gomes, liðsfélagi Hákonar Arnar Haraldssonar hjá Lille. Sérstaka athygli vekur að Gomes sé í landsliðshópnum enda er aðeins um ein og hálf vika síðan hann steinlá á vellinum eftir þungt höfuðhögg í leik Lille við Reims í frönsku deildinni. Stöðva þurfti leikinn í rúman hálftíma vegna slæmra meiðsla hans. Jack Grealish og Harry Maguire snúa aftur í hópinn eftir að hafa misst af EM í sumar. Ivan Toney, Aaron Ramsdale og Ben White fá hins vegar ekki sæti í hópnum, sem og Luke Shaw og Jude Bellingham sem eru meiddir. Þá tilkynnti Kieran Trippier í dag að hann væri hættur með landsliðinu. Eftir leikinn við Íra, sem er laugardaginn 7. september, mæta Englendingar liði Finnlands. Enski hópurinn gegn Írum og Finnum: Markmenn: Dean Henderson (Crystal Palace), Jordan Pickford (Everton), Nick Pope (Newcastle United). Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Levi Colwill (Chelsea), Marc Guehi (Crystal Palace), Ezri Konsa (Aston Villa),Rico Lewis (Manchester City),Tino Livramento (Newcastle United), Harry Maguire (Manchester United), John Stones (Manchester City). Miðjumenn: Phil Foden (Manchester City), Conor Gallagher (Chelsea), Morgan Gibbs-White (Nottingham Forest), Angel Gomes (Lille), Kobbie Mainoo (Manchester United), Cole Palmer (Chelsea), Declan Rice (Arsenal). Sóknarmenn: Jarrod Bowen (West Ham United), Eberechi Eze (Crystal Palace), Anthony Gordon (Newcastle United), Jack Grealish (Manchester City), Harry Kane (Bayern Munich), Noni Madueke (Chelsea), Bukayo Saka (Arsenal), Ollie Watkins (Aston Villa).
Markmenn: Dean Henderson (Crystal Palace), Jordan Pickford (Everton), Nick Pope (Newcastle United). Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Levi Colwill (Chelsea), Marc Guehi (Crystal Palace), Ezri Konsa (Aston Villa),Rico Lewis (Manchester City),Tino Livramento (Newcastle United), Harry Maguire (Manchester United), John Stones (Manchester City). Miðjumenn: Phil Foden (Manchester City), Conor Gallagher (Chelsea), Morgan Gibbs-White (Nottingham Forest), Angel Gomes (Lille), Kobbie Mainoo (Manchester United), Cole Palmer (Chelsea), Declan Rice (Arsenal). Sóknarmenn: Jarrod Bowen (West Ham United), Eberechi Eze (Crystal Palace), Anthony Gordon (Newcastle United), Jack Grealish (Manchester City), Harry Kane (Bayern Munich), Noni Madueke (Chelsea), Bukayo Saka (Arsenal), Ollie Watkins (Aston Villa).
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrsti hópur Heimis í dramatísku myndbandi: „Forn rígur endurvakinn“ Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. 29. ágúst 2024 11:49 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Sjá meira
Fyrsti hópur Heimis í dramatísku myndbandi: „Forn rígur endurvakinn“ Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. 29. ágúst 2024 11:49