„Það er komið að þessu, litli klúbburinn er orðinn stór“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. ágúst 2024 20:17 Helgi Már var vel til hafður á Ölveri áðan. stöð 2 Víkingur er á leið í Sambandsdeild Evrópu eftir 5-0 sigur gegn UE Santa Coloma. Stuðningsmenn liðsins hópuðu sig saman á Ölveri og fögnuðu sigrinum. Víkingur leikur eftir afrek Breiðabliks síðan í fyrra og er annað íslenska liðið sem nær þessum áfanga. Eftir 5-0 sigur á heimavelli í fyrri leiknum gegn Santa Coloma var svo gott sem búið að tryggja sætið í Sambandsdeildinni. Stuðningsmenn liðsins voru því þegar farnir að gleðjast þegar fréttastofu bar að í hálfleik. Stemningin að ná hápunkti eftir frábært sumar. „Alveg geggjuð [stemning í sumar]. Stemningin búin að vera ótrúlega góð í Víkingi síðustu árin og mun vera það áfram þegar við erum að standa okkur svona vel. Geggjað lið, geggjaður þjálfari, geggjaður mannskapur, geggjuð stjórn, við erum alveg geggjuð,“ sagði Helgi Már Erlingsson, einn harðasti stuðningsmaður Víkings og með þeim allra best klæddu. Litli klúbburinn orðinn stór Víkingur hefur fagnað frábæru gengi undanfarin ár eftir töluverðan lægðartíma þar á undan. „Maður hefði varla trúað því. Sem uppalinn Víkingur, þá er maður bara vá: Það er komið að þessu, litli klúbburinn er orðinn stór. Við erum stór og höfum gaman að því.“ Mögulegir mótherjar Nú þegar sæti í Sambandsdeildinni er tryggt er ekkert úr vegi að spyrja hverjum Helgi vildi helst mæta þegar dregið verður í deildarkeppnina á morgun. „Menn eru að tala um að fara á Stamford Bridge, sjá Chelsea. Fiorentina, fá Gumma Ben út [föður Alberts Guðmundssonar, leikmanns liðsins]. Real Betis, Gent, FCK og svo framvegis, þetta gæti orðið geggjað. Sjáum dráttinn á morgun og vonum að það verði allt með okkur, fáum geggjaðan drátt og höldum áfram þessu partýi.“ Víkingur vann 5-0 samanlagðan sigur gegn Santa Coloma.víkingur Víkingar í vetur Helgi var í góðum hópi Víkinga á Ölveri, þeir hafa hist reglulega og horft á leiki liðsins og ætla að halda því áfram í allan vetur. „Það er búið að vera ótrúlega góð stemning hérna á Ölveri undanfarið, höfum verið að hittast hérna eða farið út á leiki. Núna þurfa bara allir Íslendingar að stíga upp, vera Víkingar í vetur og koma íslenskum fótbolta hærra,“ sagði Helgi að lokum en innslagið úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá hér fyrir neðan. Dregið verður í deildarkeppni Evrópu- og Sambandsdeildarinnar í hádeginu á morgun. Drátturinn verður í beinni útsendingu á Vísi. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fleiri fréttir Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Sjá meira
Víkingur leikur eftir afrek Breiðabliks síðan í fyrra og er annað íslenska liðið sem nær þessum áfanga. Eftir 5-0 sigur á heimavelli í fyrri leiknum gegn Santa Coloma var svo gott sem búið að tryggja sætið í Sambandsdeildinni. Stuðningsmenn liðsins voru því þegar farnir að gleðjast þegar fréttastofu bar að í hálfleik. Stemningin að ná hápunkti eftir frábært sumar. „Alveg geggjuð [stemning í sumar]. Stemningin búin að vera ótrúlega góð í Víkingi síðustu árin og mun vera það áfram þegar við erum að standa okkur svona vel. Geggjað lið, geggjaður þjálfari, geggjaður mannskapur, geggjuð stjórn, við erum alveg geggjuð,“ sagði Helgi Már Erlingsson, einn harðasti stuðningsmaður Víkings og með þeim allra best klæddu. Litli klúbburinn orðinn stór Víkingur hefur fagnað frábæru gengi undanfarin ár eftir töluverðan lægðartíma þar á undan. „Maður hefði varla trúað því. Sem uppalinn Víkingur, þá er maður bara vá: Það er komið að þessu, litli klúbburinn er orðinn stór. Við erum stór og höfum gaman að því.“ Mögulegir mótherjar Nú þegar sæti í Sambandsdeildinni er tryggt er ekkert úr vegi að spyrja hverjum Helgi vildi helst mæta þegar dregið verður í deildarkeppnina á morgun. „Menn eru að tala um að fara á Stamford Bridge, sjá Chelsea. Fiorentina, fá Gumma Ben út [föður Alberts Guðmundssonar, leikmanns liðsins]. Real Betis, Gent, FCK og svo framvegis, þetta gæti orðið geggjað. Sjáum dráttinn á morgun og vonum að það verði allt með okkur, fáum geggjaðan drátt og höldum áfram þessu partýi.“ Víkingur vann 5-0 samanlagðan sigur gegn Santa Coloma.víkingur Víkingar í vetur Helgi var í góðum hópi Víkinga á Ölveri, þeir hafa hist reglulega og horft á leiki liðsins og ætla að halda því áfram í allan vetur. „Það er búið að vera ótrúlega góð stemning hérna á Ölveri undanfarið, höfum verið að hittast hérna eða farið út á leiki. Núna þurfa bara allir Íslendingar að stíga upp, vera Víkingar í vetur og koma íslenskum fótbolta hærra,“ sagði Helgi að lokum en innslagið úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá hér fyrir neðan. Dregið verður í deildarkeppni Evrópu- og Sambandsdeildarinnar í hádeginu á morgun. Drátturinn verður í beinni útsendingu á Vísi.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fleiri fréttir Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Sjá meira