„Ef menn eru að henda sér niður trekk í trekk þá á að gefa spjald“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. september 2024 19:29 Heimir á hliðarlínunni. Vísir/Anton Brink Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir að það hafi verið þungt að þurfa að kyngja 3-0 tapi gegn Stjörnunni í kvöld. „Í þessum leik vorum við bara sjálfum okkur verstir. Fyrsta markið er þannig að við opnum svæði á milli varnarinnar sem Stjörnumenn eru góðir að nýta og svo er þetta eitthvað laflaust skot sem fer í markið,“ sagði Heimir í leikslok. „Svo vorum við ekki klárir í öðru markinu í seinni boltana, en við þurfum bara að átta okkur á því að við þurfum að fara að læra. Þetta var leikur sem gat komið okkur í Evrópusæti. Fyrir utan kannski fyrstu 25 mínúturnar þá fannst mér við vera miklu betri. En við töpum leiknum og það eru vonbrigði.“ Þá segir Heimir einfalda ástæðu fyrir því að FH-ingum hafi mistekist að taka forystuna í leiknum, þrátt fyrir að hafa oft og tíðum skapað sér álitlegar stöður. „Ákvarðanatakan á síðasta þriðjungi. Við þurfum bara of mörg færi í hverjum leik til að skora. Við höfum bætt það reyndar frá því í fyrra, en svo erum við að gera einföld mistök og ef þú spólar til baka og ferð í Valsleikinn sem fór 2-2 þá fengu þeir tvö færi og kláruðu þau. Þeir voru klínískir á meðan við þurftum einhver 6-7 færi til að skora tvö mörk. Það er ekki nógu gott og því miður héldum við að við værum búnir að laga þetta, en það er ekki svo.“ „En núna kemur bara landsliðspásan og við þurfum að æfa vel og vera klárir í síðasta leikinn. Í opnum leik sköpuðum við ágætlega mikið af færum og vorum alltaf hættulegir í föstum leikatriðum. Það vantaði bara svona „winning mentality“ og drápseðli. Það vantaði bara að ráðast á þetta þegar boltinn var að detta í teignum. Það var svolítið það sem vantaði í dag.“ „Einhverntíman verður lærdómurinn að koma í ljós“ Eftir tapið í kvöld eru FH-ingar í fjórða sæti, þremur stigum á eftir Valsmönnum í þriðja sæti og þremur stigum fyrir ofan Stjörnuna í sjötta sæti. Pakkinn er því þéttur og baráttan um Evrópusæti hörð. „Fyrsta markmiðið okkar var, og er, að koma okkur í efri hlutann og við höfum einn leik til þess. En við erum búnir að fá nokkuð marga möguleika í sumar til að koma okkur í Evrópusæti og auðvitað er betra að vera í Evrópusæti þegar þú ferð inn í þessa sex liða keppni. Þá færðu mögulega þrjá heimaleiki og tvo útileiki. Við erum búnir að fá fullt af möguleikum á því, en við höfum ekki nýtt þá.“ „Við getum ekki alltaf sagt að við séum að læra. Einhverntíman verður lærdómurinn að koma í ljós og menn stíga upp og klára dæmið.“ Kallar eftir fleiri spjöldum Að lokum var Heimir spurður út í þá hörku sem færðist í leikinn eftir því sem leið á og hann vildi meina að mögulega hefðu einhverjir leikmenn Stjörnunnar átt að fá fleiri en eitt gult spjald í kvöld. „Menn tókust vel á og auðvitað er alltaf þannig að það á, að mínu mati, ef að menn eru að henda sér niður trekk í trekk í leikjum þá á að gefa spjald fyrir það. En það virðist ekki vera gert,“ sagði Heimir að lokum. Besta deild karla FH Stjarnan Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
„Í þessum leik vorum við bara sjálfum okkur verstir. Fyrsta markið er þannig að við opnum svæði á milli varnarinnar sem Stjörnumenn eru góðir að nýta og svo er þetta eitthvað laflaust skot sem fer í markið,“ sagði Heimir í leikslok. „Svo vorum við ekki klárir í öðru markinu í seinni boltana, en við þurfum bara að átta okkur á því að við þurfum að fara að læra. Þetta var leikur sem gat komið okkur í Evrópusæti. Fyrir utan kannski fyrstu 25 mínúturnar þá fannst mér við vera miklu betri. En við töpum leiknum og það eru vonbrigði.“ Þá segir Heimir einfalda ástæðu fyrir því að FH-ingum hafi mistekist að taka forystuna í leiknum, þrátt fyrir að hafa oft og tíðum skapað sér álitlegar stöður. „Ákvarðanatakan á síðasta þriðjungi. Við þurfum bara of mörg færi í hverjum leik til að skora. Við höfum bætt það reyndar frá því í fyrra, en svo erum við að gera einföld mistök og ef þú spólar til baka og ferð í Valsleikinn sem fór 2-2 þá fengu þeir tvö færi og kláruðu þau. Þeir voru klínískir á meðan við þurftum einhver 6-7 færi til að skora tvö mörk. Það er ekki nógu gott og því miður héldum við að við værum búnir að laga þetta, en það er ekki svo.“ „En núna kemur bara landsliðspásan og við þurfum að æfa vel og vera klárir í síðasta leikinn. Í opnum leik sköpuðum við ágætlega mikið af færum og vorum alltaf hættulegir í föstum leikatriðum. Það vantaði bara svona „winning mentality“ og drápseðli. Það vantaði bara að ráðast á þetta þegar boltinn var að detta í teignum. Það var svolítið það sem vantaði í dag.“ „Einhverntíman verður lærdómurinn að koma í ljós“ Eftir tapið í kvöld eru FH-ingar í fjórða sæti, þremur stigum á eftir Valsmönnum í þriðja sæti og þremur stigum fyrir ofan Stjörnuna í sjötta sæti. Pakkinn er því þéttur og baráttan um Evrópusæti hörð. „Fyrsta markmiðið okkar var, og er, að koma okkur í efri hlutann og við höfum einn leik til þess. En við erum búnir að fá nokkuð marga möguleika í sumar til að koma okkur í Evrópusæti og auðvitað er betra að vera í Evrópusæti þegar þú ferð inn í þessa sex liða keppni. Þá færðu mögulega þrjá heimaleiki og tvo útileiki. Við erum búnir að fá fullt af möguleikum á því, en við höfum ekki nýtt þá.“ „Við getum ekki alltaf sagt að við séum að læra. Einhverntíman verður lærdómurinn að koma í ljós og menn stíga upp og klára dæmið.“ Kallar eftir fleiri spjöldum Að lokum var Heimir spurður út í þá hörku sem færðist í leikinn eftir því sem leið á og hann vildi meina að mögulega hefðu einhverjir leikmenn Stjörnunnar átt að fá fleiri en eitt gult spjald í kvöld. „Menn tókust vel á og auðvitað er alltaf þannig að það á, að mínu mati, ef að menn eru að henda sér niður trekk í trekk í leikjum þá á að gefa spjald fyrir það. En það virðist ekki vera gert,“ sagði Heimir að lokum.
Besta deild karla FH Stjarnan Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira