Lýsa yfir fullum stuðningi við Ten Hag Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2024 07:31 Erik ten Hag þykir líklegasti stjórinn til að fá reisupassann, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Getty/James Gill Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag hefur fullan stuðning nýrra manna í æðstu stöðum hjá Manchester United, þrátt fyrir dapurt gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni. United varð bikarmeistari í vor með sigri á Manchester City, eftir að hafa orðið deildabikarmeistari árið áður, en endaði aðeins í 8. sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Liðið steinlá gegn Liverpool á heimavelli á sunnudag, 3-0, og þar með hefur á ný myndast pressa á Ten Hag. Hann er ásamt Sean Dyche hjá Everton talinn líklegastur af veðbönkum til að verða rekinn úr starfi. Ákveðið að halda Ten Hag áður en þeir komu Nýi meðeigandinn hjá United, Sir Jim Ratcliffe, hefur umbylt öllu skipulagi varðandi fótboltatengd málefni félagsins og meðal annars ráðið framkvæmdastjórann Omar Berrada frá Manchester City og Dan Ashworth frá Newcastle sem yfirmann íþróttamála. Þeir Berrada og Ashworth ræddu við fjölmiðla fyrir leikinn við Liverpool og staðfestu að þeir hefðu ekki komið að ákvörðuninni um að halda Ten Hag eftir síðasta tímabil, en sögðu að sama hvernig færi gegn Liverpool þá hefði Hollendingurinn fullan stuðning þeirra. „Þetta var ákvörðun sem var tekin áður en við komum en við erum ánægðir með hana,“ sagði Berrada. Omar Berrada, til vinstri á mynd, er nýr framkvæmdastjóri Manchester United.Getty/Eddie Keogh „Erik er með fullan stuðning okkar. Við teljum að hann sé rétti þjálfarinn fyrir okkur. Við höfum unnið náið saman í félagaskiptaglugganum og við vinnum áfram náið með honum til að hjálpa til við að ná sem bestum úrslitum fyrir liðið,“ sagði Berrada. Notið þess í botn að vinna með Ten Hag Ashworth hafði aðeins verið hjá Brighton í þrjá mánuði þegar Chris Hughton var rekinn árið 2019, en vann með sama stjóra, Eddie Howe, alla 19 mánuði sína hjá Newcastle. „Það er mjög sjaldgæft að maður gerist yfirmaður íþróttamála og að það sé enginn knattspyrnustjóri til staðar. Það eina sem ég get sagt er að ítreka að ég hef notið þess í botn að vinna með Erik síðustu átta vikur,“ sagði Ashworth. „Starfið mitt er að styðja við hann með öllum mögulegum hætti, hvort sem það snýr að rekstrinum, kaupum á leikmönnum, sjúkra- eða sálfræðimeðferð, eða flæðinu um æfingasvæðið, svo að hann geti einbeitt sér alfarið að æfingavellinum og taktík leikja, til að hámarka árangur fyrir Manchester United,“ sagði Ashworth. Dan Ashworth hefur þurft að gera marga samninga eftir að hann kom til starfa hjá Manchester United í sumar. Hann segir nýjan samning við Bruno Fernandes hafa veirð afar mikilvægan, og nýtur þess að vinna með Erik ten Hag.Getty/Ash Donelon Töldu sig ekki þurfa Sancho Ashworth tók formlega til starfa 1. júlí og áætlar að hafa gert um 32 samninga síðan þá, þegar kaup, sölur og endurnýjun samninga eru talin. Þar á meðal var endurnýjun samnings við fyrirliðann Bruno Fernandes. Enski kantmaðurinn Jadon Sancho var hins vegar látinn fara til Chelsea, að láni með skuldbindingu um kaup eftir 12 mánuði. Ashworth var spurður út í þá ákvörðun. „Við erum ekki að sparka leikmönnum í burtu en þegar þeir telja það betra og það er rétt ákvörðun fyrir þá og okkur, þá þarf að kanna það, hvort sem það er Jadon, Scott [McTominay] eða Aaron [Wan-Bissaka]. Við erum með fjóra virkilega góða kantmenn svo við töldum okkur hafa nægilega breidd í þeirri stöðu, sem auðveldaði okkur ákvörðunina,“ sagði Ashworth. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjá meira
United varð bikarmeistari í vor með sigri á Manchester City, eftir að hafa orðið deildabikarmeistari árið áður, en endaði aðeins í 8. sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Liðið steinlá gegn Liverpool á heimavelli á sunnudag, 3-0, og þar með hefur á ný myndast pressa á Ten Hag. Hann er ásamt Sean Dyche hjá Everton talinn líklegastur af veðbönkum til að verða rekinn úr starfi. Ákveðið að halda Ten Hag áður en þeir komu Nýi meðeigandinn hjá United, Sir Jim Ratcliffe, hefur umbylt öllu skipulagi varðandi fótboltatengd málefni félagsins og meðal annars ráðið framkvæmdastjórann Omar Berrada frá Manchester City og Dan Ashworth frá Newcastle sem yfirmann íþróttamála. Þeir Berrada og Ashworth ræddu við fjölmiðla fyrir leikinn við Liverpool og staðfestu að þeir hefðu ekki komið að ákvörðuninni um að halda Ten Hag eftir síðasta tímabil, en sögðu að sama hvernig færi gegn Liverpool þá hefði Hollendingurinn fullan stuðning þeirra. „Þetta var ákvörðun sem var tekin áður en við komum en við erum ánægðir með hana,“ sagði Berrada. Omar Berrada, til vinstri á mynd, er nýr framkvæmdastjóri Manchester United.Getty/Eddie Keogh „Erik er með fullan stuðning okkar. Við teljum að hann sé rétti þjálfarinn fyrir okkur. Við höfum unnið náið saman í félagaskiptaglugganum og við vinnum áfram náið með honum til að hjálpa til við að ná sem bestum úrslitum fyrir liðið,“ sagði Berrada. Notið þess í botn að vinna með Ten Hag Ashworth hafði aðeins verið hjá Brighton í þrjá mánuði þegar Chris Hughton var rekinn árið 2019, en vann með sama stjóra, Eddie Howe, alla 19 mánuði sína hjá Newcastle. „Það er mjög sjaldgæft að maður gerist yfirmaður íþróttamála og að það sé enginn knattspyrnustjóri til staðar. Það eina sem ég get sagt er að ítreka að ég hef notið þess í botn að vinna með Erik síðustu átta vikur,“ sagði Ashworth. „Starfið mitt er að styðja við hann með öllum mögulegum hætti, hvort sem það snýr að rekstrinum, kaupum á leikmönnum, sjúkra- eða sálfræðimeðferð, eða flæðinu um æfingasvæðið, svo að hann geti einbeitt sér alfarið að æfingavellinum og taktík leikja, til að hámarka árangur fyrir Manchester United,“ sagði Ashworth. Dan Ashworth hefur þurft að gera marga samninga eftir að hann kom til starfa hjá Manchester United í sumar. Hann segir nýjan samning við Bruno Fernandes hafa veirð afar mikilvægan, og nýtur þess að vinna með Erik ten Hag.Getty/Ash Donelon Töldu sig ekki þurfa Sancho Ashworth tók formlega til starfa 1. júlí og áætlar að hafa gert um 32 samninga síðan þá, þegar kaup, sölur og endurnýjun samninga eru talin. Þar á meðal var endurnýjun samnings við fyrirliðann Bruno Fernandes. Enski kantmaðurinn Jadon Sancho var hins vegar látinn fara til Chelsea, að láni með skuldbindingu um kaup eftir 12 mánuði. Ashworth var spurður út í þá ákvörðun. „Við erum ekki að sparka leikmönnum í burtu en þegar þeir telja það betra og það er rétt ákvörðun fyrir þá og okkur, þá þarf að kanna það, hvort sem það er Jadon, Scott [McTominay] eða Aaron [Wan-Bissaka]. Við erum með fjóra virkilega góða kantmenn svo við töldum okkur hafa nægilega breidd í þeirri stöðu, sem auðveldaði okkur ákvörðunina,“ sagði Ashworth.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjá meira