Fagnað um miðja nótt af þúsundum stuðningsmanna Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2024 09:33 Það er óhætt að segja að mikill áhugi sé á komu Victors Osimhen til Tyrklands. Getty/Islam Yakut Nígeríski fótboltamaðurinn Victor Osimhen lenti í Istanbúl um miðja nótt en það kom ekki í veg fyrir að þúsundir stuðningsmanna Galatasaray tækju á móti honum. Þegar þessi 25 ára gamli sóknarmaður lenti svo í Istanbúl voru þúsundir stuðningsmanna Galatasaray mættir til að taka á móti honum, þó að það væri klukkan þrjú um nótt. Þeir sungu með honum og kveiktu á blysum úti á götu, og ljóst að mikil eftirvænting ríkir eftir því að sjá Osimhen láta til sín taka með tyrknesku meisturunum. Galatasaray fans were on the streets of Istanbul at 4 a.m. to welcome Victor Osimhen 😳(via @yakupcinar, @ultrAslan) pic.twitter.com/4zlmpvlO0C— ESPN Africa (@ESPNAfrica) September 3, 2024 Osimhen virtist kominn í öngstræti eftir að hvorki enska félagið Chelsea né sádiarabíska félagið Al-Ahli gekk frá kaupum á honum fyrir lok félagaskiptaglugga. Á meðan hafði félagið hans, Napoli, sleppt því að skrá hann í leikmannahópinn fyrir keppni í ítölsku A-deildinni í vetur. Á skömmum tíma tókst hins vegar að ganga frá því að Osimhen færi að láni til Galatasaray, fram á næsta sumar, gegn því að tyrkneska félagið greiddi stærstan hluta launa hans á tímabilinu. 🚨🟡🔴 BREAKING: Victor Osimhen to Galatasaray, here we go! Deal done and all documents have been approved.Osimhen’s release clause will be €75m with Napoli option to extend until 2027.Loan move to Gala until June 2025, €9/10m salary covered.No buy option, no obligation. pic.twitter.com/Cc7lAYPPW6— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 2, 2024 Engin skuldbinding eða möguleiki á kaupum fylgir lánssamningnum og er Osimhen samningsbundinn Napoli til 2027, með klásúlu um að hægt sé að kaupa hann fyrir 75 milljónir evra. Osimhen hefur skorað 76 mörk í 133 leikjum fyrir Napoli og var í lykilhlutverki þegar liðið varð ítalskur meistari árið 2023, þegar hann skoraði 26 mörk. Hann skoraði hins vegar 15 mörk á síðustu leiktíð og Napoli hefur síðan fest kaup á belgíska framherjanum Romelu Lukaku fyrir 30 milljónir punda. Tyrkneski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk Sjá meira
Þegar þessi 25 ára gamli sóknarmaður lenti svo í Istanbúl voru þúsundir stuðningsmanna Galatasaray mættir til að taka á móti honum, þó að það væri klukkan þrjú um nótt. Þeir sungu með honum og kveiktu á blysum úti á götu, og ljóst að mikil eftirvænting ríkir eftir því að sjá Osimhen láta til sín taka með tyrknesku meisturunum. Galatasaray fans were on the streets of Istanbul at 4 a.m. to welcome Victor Osimhen 😳(via @yakupcinar, @ultrAslan) pic.twitter.com/4zlmpvlO0C— ESPN Africa (@ESPNAfrica) September 3, 2024 Osimhen virtist kominn í öngstræti eftir að hvorki enska félagið Chelsea né sádiarabíska félagið Al-Ahli gekk frá kaupum á honum fyrir lok félagaskiptaglugga. Á meðan hafði félagið hans, Napoli, sleppt því að skrá hann í leikmannahópinn fyrir keppni í ítölsku A-deildinni í vetur. Á skömmum tíma tókst hins vegar að ganga frá því að Osimhen færi að láni til Galatasaray, fram á næsta sumar, gegn því að tyrkneska félagið greiddi stærstan hluta launa hans á tímabilinu. 🚨🟡🔴 BREAKING: Victor Osimhen to Galatasaray, here we go! Deal done and all documents have been approved.Osimhen’s release clause will be €75m with Napoli option to extend until 2027.Loan move to Gala until June 2025, €9/10m salary covered.No buy option, no obligation. pic.twitter.com/Cc7lAYPPW6— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 2, 2024 Engin skuldbinding eða möguleiki á kaupum fylgir lánssamningnum og er Osimhen samningsbundinn Napoli til 2027, með klásúlu um að hægt sé að kaupa hann fyrir 75 milljónir evra. Osimhen hefur skorað 76 mörk í 133 leikjum fyrir Napoli og var í lykilhlutverki þegar liðið varð ítalskur meistari árið 2023, þegar hann skoraði 26 mörk. Hann skoraði hins vegar 15 mörk á síðustu leiktíð og Napoli hefur síðan fest kaup á belgíska framherjanum Romelu Lukaku fyrir 30 milljónir punda.
Tyrkneski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk Sjá meira