Vildu lyfjaprófa leikmenn sem létust fyrir löngu síðan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2024 22:21 Erling Haaland var einn af þeim sem var tekinn í lyfjapróf en honum vantar tvö mörk til að jafna markamet norska landsliðsins. Getty/David S. Bustamante Norska lyfjaeftirlitið er ekki að koma vel út eftir að fulltrúar þess mættu til að lyfjaprófa leikmenn í norska karlalandsliðinu í fótbolta í upphafi vikunnar. Norska landsliðið er komið saman fyrir tvo leiki liðsins í Þjóðadeildinni á móti Kasakstan og Austurríki. Ståle Solbakken, þjálfari norska landsliðsins, sagði frá óvenjulegu máli á blaðamannafundi liðsins í dag. Hann sagði frá því að lyfjaeftirlitið hafi mætt á liðsfund Norðmanna og hafi síðan í framhaldinu gefið upp nöfn þeirra leikmanna sem áttu að fara í lyfjapróf. Einn af þeim var stórstjarnan Erling Braut Haaland, sem er allt í góðu. Menn ráku aftur á móti upp stór augu þegar þeir sáu tvö nöfn á listanum. Þeir voru ekki í norska landsliðhópnum og það sem meira er. Þeir voru ekki á lífi. Það er heldur ekki eins og þessir tveir umræddu leikmenn séu nýlega fallnir frá eða þeir hafi verið á aldri til að spila knattspyrnu þegar þeir létust. Jörgen Jove dó árið 1983 og Einar Gundersen dó árið 1962. „Þeim var full alvara með þessu. Mér fannst þetta vera mjög skrýtið og hringdi því í norska lyfjaeftirlitið og spurði hvort þetta væri falin myndavél,“ sagði landsliðsþjálfarinn Ståle Solbakken léttur á blaðamannafundinum. Ástæðan fyrir því að Jörgen Jove og Einar Gundersen voru á listanum var sú að ætlunin var að lyfjaprófa markahæstu leikmenn norska landsliðsins. Juve er sá markahæsti frá upphafi hjá norska landsliðinu með 33 mörk í 45 leikjum, Haaland er nú aðeins tveimur mörkum frá metinu með 31 mark í 33 leikjum og Gundersen er síðan í þriðja sætinu með 26 mörk +í 33 leikjum. Norska lyfjayfirlitið hefur beðist afsökunar á mistökunum. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Norski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Norska landsliðið er komið saman fyrir tvo leiki liðsins í Þjóðadeildinni á móti Kasakstan og Austurríki. Ståle Solbakken, þjálfari norska landsliðsins, sagði frá óvenjulegu máli á blaðamannafundi liðsins í dag. Hann sagði frá því að lyfjaeftirlitið hafi mætt á liðsfund Norðmanna og hafi síðan í framhaldinu gefið upp nöfn þeirra leikmanna sem áttu að fara í lyfjapróf. Einn af þeim var stórstjarnan Erling Braut Haaland, sem er allt í góðu. Menn ráku aftur á móti upp stór augu þegar þeir sáu tvö nöfn á listanum. Þeir voru ekki í norska landsliðhópnum og það sem meira er. Þeir voru ekki á lífi. Það er heldur ekki eins og þessir tveir umræddu leikmenn séu nýlega fallnir frá eða þeir hafi verið á aldri til að spila knattspyrnu þegar þeir létust. Jörgen Jove dó árið 1983 og Einar Gundersen dó árið 1962. „Þeim var full alvara með þessu. Mér fannst þetta vera mjög skrýtið og hringdi því í norska lyfjaeftirlitið og spurði hvort þetta væri falin myndavél,“ sagði landsliðsþjálfarinn Ståle Solbakken léttur á blaðamannafundinum. Ástæðan fyrir því að Jörgen Jove og Einar Gundersen voru á listanum var sú að ætlunin var að lyfjaprófa markahæstu leikmenn norska landsliðsins. Juve er sá markahæsti frá upphafi hjá norska landsliðinu með 33 mörk í 45 leikjum, Haaland er nú aðeins tveimur mörkum frá metinu með 31 mark í 33 leikjum og Gundersen er síðan í þriðja sætinu með 26 mörk +í 33 leikjum. Norska lyfjayfirlitið hefur beðist afsökunar á mistökunum. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport)
Norski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira