Fékk góð ráð frá pabba: „Alltaf til staðar til að hjálpa okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 5. september 2024 08:02 Andri Lucas Guðjohnsen í umspilsleiknum gegn Úkraínu í mars. Ísland komst í umspilið um sæti á EM vegna árangurs í Þjóðadeildinni og nú er ný leiktíð að hefjast í henni. Getty/Mateusz Slodkowski Andri Lucas Guðjohnsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á morgun þegar liðið mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í fótbolta. Andri er núna orðinn leikmaður Gent í Belgíu, eftir að hafa þegið ráð frá fyrrverandi landsliðsþjálfarateymi Íslands. Leikur Íslands og Svartfjallalands annað kvöld, klukkan 18:45, verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Eftir að hafa átt stórskostlegt tímabil með Lyngby og orðið næstmarkahæstur í dönsku úrvalsdeildinni með 13 mörk var Andri seldur til Gent í Belgíu. Áður en hann skrifaði undir samning ráðfærði Andri sig meðal annars við pabba sinn, Eið Smára Guðjohnsen, og Arnar Þór Viðarsson íþróttastjóra Gent. Þeir Arnar og Eiður stýrðu á sínum tíma bæði U21- og A-landsliði Íslands. Ræddi við fjölskylduna og Arnar „Það voru möguleikar eftir þetta tímabil sem ég átti með Lyngby, mjög gott og mikilvægt tímabil fyrir mig. Það komu mörg lið en ég talaði bara við mína fjölskyldu og umboðsmann, og svo er Arnar auðvitað að vinna hjá Gent og talaði mjög vel um klúbbinn. Svo fór maður yfir þetta með pabba og fjölskyldunni hvernig belgíska deildin væri, og hvernig hún gæti hjálpað mér að bæta mig sem leikmaður. Niðurstaðan var sú að þetta væri besti klúbburinn fyrir mig til að fara í,“ sagði Andri Lucas í vikunni, á milli þess sem hann undirbýr sig fyrir komandi landsleiki. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Andri Lucas um Gent og landsliðið Eiður Smári lék auðvitað víða á glæstum atvinnumannsferli, þar á meðal í Belgíu líkt og afinn Arnór Guðjohnsen, en fær Andri mikið af ráðum frá pabba sínum? „Já, auðvitað. Hann þekkir þetta auðvitað mjög vel. Þegar kemur að mér og bræðrum mínum þá reynir hann að vera alltaf til staðar til að hjálpa okkur.“ Hjálpar til að hafa Arnar á svæðinu Andri hefur nú þegar skorað sitt fyrsta mark í belgísku deildinni og hefur einnig verið að spila með Gent í undankeppni Sambandsdeildarinnar. En hvernig gengur að koma sér fyrir á nýjum stað? „Ágætlega. Það hjálpar að hafa Arnar líka þarna, Íslending til þess að aðstoða mann. Svo er þetta klúbbur sem að tekur á móti mörgum leikmönnum erlendis frá svo þeir hafa verið duglegir við að hjálpa manni að finna íbúð og allt sem til þarf þegar maður flytur í nýtt land og nýtt lið.“ Séð hvað Þjóðadeildin getur gert fyrir okkur Komandi landsleikir, við Svartfellinga á föstudag og gegn Tyrklandi ytra þremur dögum síðar, gætu reynst mikilvægir fyrir Íslendinga: „Við höfum séð hvað Þjóðadeildin getur gert fyrir okkur þegar kemur að því að fara á stórmót. Við fengum þetta EM-umspil í mars út af árangrinum sem við náðum í Þjóðadeildinni. Þetta eru því mikilvægir fyrstu tveir leikir og við ætlum að ná í sex stig.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Leikur Íslands og Svartfjallalands annað kvöld, klukkan 18:45, verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Eftir að hafa átt stórskostlegt tímabil með Lyngby og orðið næstmarkahæstur í dönsku úrvalsdeildinni með 13 mörk var Andri seldur til Gent í Belgíu. Áður en hann skrifaði undir samning ráðfærði Andri sig meðal annars við pabba sinn, Eið Smára Guðjohnsen, og Arnar Þór Viðarsson íþróttastjóra Gent. Þeir Arnar og Eiður stýrðu á sínum tíma bæði U21- og A-landsliði Íslands. Ræddi við fjölskylduna og Arnar „Það voru möguleikar eftir þetta tímabil sem ég átti með Lyngby, mjög gott og mikilvægt tímabil fyrir mig. Það komu mörg lið en ég talaði bara við mína fjölskyldu og umboðsmann, og svo er Arnar auðvitað að vinna hjá Gent og talaði mjög vel um klúbbinn. Svo fór maður yfir þetta með pabba og fjölskyldunni hvernig belgíska deildin væri, og hvernig hún gæti hjálpað mér að bæta mig sem leikmaður. Niðurstaðan var sú að þetta væri besti klúbburinn fyrir mig til að fara í,“ sagði Andri Lucas í vikunni, á milli þess sem hann undirbýr sig fyrir komandi landsleiki. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Andri Lucas um Gent og landsliðið Eiður Smári lék auðvitað víða á glæstum atvinnumannsferli, þar á meðal í Belgíu líkt og afinn Arnór Guðjohnsen, en fær Andri mikið af ráðum frá pabba sínum? „Já, auðvitað. Hann þekkir þetta auðvitað mjög vel. Þegar kemur að mér og bræðrum mínum þá reynir hann að vera alltaf til staðar til að hjálpa okkur.“ Hjálpar til að hafa Arnar á svæðinu Andri hefur nú þegar skorað sitt fyrsta mark í belgísku deildinni og hefur einnig verið að spila með Gent í undankeppni Sambandsdeildarinnar. En hvernig gengur að koma sér fyrir á nýjum stað? „Ágætlega. Það hjálpar að hafa Arnar líka þarna, Íslending til þess að aðstoða mann. Svo er þetta klúbbur sem að tekur á móti mörgum leikmönnum erlendis frá svo þeir hafa verið duglegir við að hjálpa manni að finna íbúð og allt sem til þarf þegar maður flytur í nýtt land og nýtt lið.“ Séð hvað Þjóðadeildin getur gert fyrir okkur Komandi landsleikir, við Svartfellinga á föstudag og gegn Tyrklandi ytra þremur dögum síðar, gætu reynst mikilvægir fyrir Íslendinga: „Við höfum séð hvað Þjóðadeildin getur gert fyrir okkur þegar kemur að því að fara á stórmót. Við fengum þetta EM-umspil í mars út af árangrinum sem við náðum í Þjóðadeildinni. Þetta eru því mikilvægir fyrstu tveir leikir og við ætlum að ná í sex stig.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira