Jóhann Berg: Getum vonandi skemmt áhorfendum í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2024 10:59 Jóhann Berg Guðmundsson að skóla Anthony Gordon til á Wembley í sumar, í 1-0 sigri Íslands á Englandi. Getty/Julian Finney „Ég tel að við séum á góðri vegferð og vonandi getum við sýnt það [í kvöld],“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, fyrir leikinn við Svartfjallaland í Þjóðadeildinni í kvöld. Skærasta stjarna Svartfellinga er fyrirliðinn Stevan Jovetic, sem þessa dagana er án félags, en leikmenn liðsins spila víða um Evrópu sem og í Asíu. „Þeir eru auðvitað bara með flotta leikmenn, fullt af leikmönnum sem við þurfum að passa okkur á. Við þurfum að spila okkar besta leik, og vonandi sjáum við sem flesta. Það er nú ekki mikið að gerast í miðasölunni en það er bara eins og það er,“ segir Jóhann en hægt er að nálgast miða á leikinn á tix.is. Klippa: Jóhann Berg brattur fyrir leikinn í kvöld Nokkuð hefur verið um meiðsli hjá íslenska liðinu í aðdraganda leiksins og algjörir lykilmenn helst úr lestinn. Hákon Arnar Haraldsson verður ekkert með liðinu í haust og tveir miðverðir hafa meiðst, þeir Sverrir Ingi Ingason og Brynjar Ingi Bjarnason. „Það kemur auðvitað bara maður í manns stað og einhver fær tækifæri til að sýna sig og sanna [í dag]. Vonandi tekst það. Við erum búnir að æfa varnarleikinn nokkuð vel þessa vikuna. Auðvitað eru góðir leikmenn sem vantar hjá okkur en eins og alltaf kemur maður í manns stað,“ segir Jóhann sem sjálfur er í toppstandi og byrjaður að spila fyrir Al-Orobah í Sádi-Arabíu. „Ég hlakka bara til að spila á Laugardalsvellinum og vonandi að ná í góð úrslit fyrir Ísland,“ segir Jóhann. „Við þurfum auðvitað að vera gríðarlega góðir bæði með og án bolta. Vonandi getum við haldið svolítið í boltann og látið þá hlaupa, og skapað okkur einhver færi. Skemmt áhorfendum á Laugardalsvelli. Það er auðvitað alltaf planið. Við gerum allt til að vinna leikinn.“ Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 18:45 í kvöld og er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Ítarleg umfjöllun verður á Vísi. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Segir Ísland betra liðið: „Nýtt upphaf og spennandi tímar“ Ísak Bergmann Jóhannesson segir að leiðin á HM hefjist í kvöld þegar Ísland tekur á móti Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni í fótbolta. Um sé að ræða nýtt upphaf og spennandi tíma hjá landsliðinu. 6. september 2024 09:01 Varaleið á HM í Ameríku, fall og umspil í boði Ísland byrjar nýja leiktíð í Þjóðadeild UEFA í fótbolta í kvöld, með leik við Svartfellinga á Laugardalsvelli. En hvernig virkar keppnin og hvaða áhrif hefur hún á heimsmeistaramótið í Norður-Ameríku 2026? 6. september 2024 08:32 Hákon með brotið bein í fæti og ekki fleiri landsleikir á árinu Íslenska landsliðið verður væntanlega án Hákonar Arnars Haraldssonar út árið vegna þess að meiðsli hans frá æfingu liðsins eru það alvarleg. 5. september 2024 19:43 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Sjá meira
Skærasta stjarna Svartfellinga er fyrirliðinn Stevan Jovetic, sem þessa dagana er án félags, en leikmenn liðsins spila víða um Evrópu sem og í Asíu. „Þeir eru auðvitað bara með flotta leikmenn, fullt af leikmönnum sem við þurfum að passa okkur á. Við þurfum að spila okkar besta leik, og vonandi sjáum við sem flesta. Það er nú ekki mikið að gerast í miðasölunni en það er bara eins og það er,“ segir Jóhann en hægt er að nálgast miða á leikinn á tix.is. Klippa: Jóhann Berg brattur fyrir leikinn í kvöld Nokkuð hefur verið um meiðsli hjá íslenska liðinu í aðdraganda leiksins og algjörir lykilmenn helst úr lestinn. Hákon Arnar Haraldsson verður ekkert með liðinu í haust og tveir miðverðir hafa meiðst, þeir Sverrir Ingi Ingason og Brynjar Ingi Bjarnason. „Það kemur auðvitað bara maður í manns stað og einhver fær tækifæri til að sýna sig og sanna [í dag]. Vonandi tekst það. Við erum búnir að æfa varnarleikinn nokkuð vel þessa vikuna. Auðvitað eru góðir leikmenn sem vantar hjá okkur en eins og alltaf kemur maður í manns stað,“ segir Jóhann sem sjálfur er í toppstandi og byrjaður að spila fyrir Al-Orobah í Sádi-Arabíu. „Ég hlakka bara til að spila á Laugardalsvellinum og vonandi að ná í góð úrslit fyrir Ísland,“ segir Jóhann. „Við þurfum auðvitað að vera gríðarlega góðir bæði með og án bolta. Vonandi getum við haldið svolítið í boltann og látið þá hlaupa, og skapað okkur einhver færi. Skemmt áhorfendum á Laugardalsvelli. Það er auðvitað alltaf planið. Við gerum allt til að vinna leikinn.“ Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 18:45 í kvöld og er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Ítarleg umfjöllun verður á Vísi.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Segir Ísland betra liðið: „Nýtt upphaf og spennandi tímar“ Ísak Bergmann Jóhannesson segir að leiðin á HM hefjist í kvöld þegar Ísland tekur á móti Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni í fótbolta. Um sé að ræða nýtt upphaf og spennandi tíma hjá landsliðinu. 6. september 2024 09:01 Varaleið á HM í Ameríku, fall og umspil í boði Ísland byrjar nýja leiktíð í Þjóðadeild UEFA í fótbolta í kvöld, með leik við Svartfellinga á Laugardalsvelli. En hvernig virkar keppnin og hvaða áhrif hefur hún á heimsmeistaramótið í Norður-Ameríku 2026? 6. september 2024 08:32 Hákon með brotið bein í fæti og ekki fleiri landsleikir á árinu Íslenska landsliðið verður væntanlega án Hákonar Arnars Haraldssonar út árið vegna þess að meiðsli hans frá æfingu liðsins eru það alvarleg. 5. september 2024 19:43 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Sjá meira
Segir Ísland betra liðið: „Nýtt upphaf og spennandi tímar“ Ísak Bergmann Jóhannesson segir að leiðin á HM hefjist í kvöld þegar Ísland tekur á móti Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni í fótbolta. Um sé að ræða nýtt upphaf og spennandi tíma hjá landsliðinu. 6. september 2024 09:01
Varaleið á HM í Ameríku, fall og umspil í boði Ísland byrjar nýja leiktíð í Þjóðadeild UEFA í fótbolta í kvöld, með leik við Svartfellinga á Laugardalsvelli. En hvernig virkar keppnin og hvaða áhrif hefur hún á heimsmeistaramótið í Norður-Ameríku 2026? 6. september 2024 08:32
Hákon með brotið bein í fæti og ekki fleiri landsleikir á árinu Íslenska landsliðið verður væntanlega án Hákonar Arnars Haraldssonar út árið vegna þess að meiðsli hans frá æfingu liðsins eru það alvarleg. 5. september 2024 19:43