„Frekar þægilegt allan leikinn ef ég á að vera hreinskilinn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. september 2024 21:11 Stefán Teitur Þórðarson átti góðan leik í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Stefán Teitur Þórðarson átti góðan leik fyrir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er liðið vann nokkuð öruggan 2-0 sigur gegn Svartfellingum í kvöld. „Mér líður mjög vel. Mér fannst við spila mjög heilsteyptan leik, bæði í fyrri og seinni hálfleik,“ sagði Stefán Teitur í viðtali í leikslok. „Mér fannst við hafa fulla stjórn á leiknum allan tímann og ef annað hvort liðið hefði átt að skora þriðja markið þá fannst mér það eiga að vera við.“ Leikurinn var heldur lengi í gang, en eftir að Orra Steini Óskarssyni tókst að brjóta ísinn fyrir íslenska liðið á 39. mínútu virtist aldrei vera spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. „Mér fannst þetta frekar þægilegt allan leikinn ef ég á að vera hreinskilinn. Ég á eftir að horfa á þetta aftur og þá kannski sé ég þetta einhvernveginn öðruvísi, en mér leið allavega persónulega mjög vel í leiknum. Mér fannst við byggja þetta mjög vel upp og við spiluðum mjög góðan fótbolta. Svo voru þetta tvö góð föst leikatriði frá Sölva [Geir Ottesen] sem skiluðu þessu í dag.“ Stefán lék inni á miðri miðjunni, aðeins fyrir aftan þá Gylfa Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Hann segir sér líða vel í þeirri stöðu. „Mjög vel. Ég hef verið að gera þetta svolítið eftir að ég skipti yfir til Englands, að spila í þessari stöðu. Með mína eiginleika á boltann finnst mér það henta mer mjög vel og ég er mjög ánægður með mína frammistöðu í dag.“ Þá segir hann sigur kvöldsins gefa liðinu mikið fyrir leik liðsins gegn Tyrkjum í næstu viku. „Já hundrað prósent. Við sýndum góða frammistöðu í dag og það er eitthvað sem við getum byggt á þegar við förum til Tyrklands á mjög erfiðan útivöll. Það er stutt á milli leikja, en það er alltaf betra að vinna leikinn og þá ertu miklu ferskari og það er bara gott,“ sagði Stefán að lokum. Klippa: Stefán Teitur eftir leikinn gegn Svartfjallandi Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Sjá meira
„Mér líður mjög vel. Mér fannst við spila mjög heilsteyptan leik, bæði í fyrri og seinni hálfleik,“ sagði Stefán Teitur í viðtali í leikslok. „Mér fannst við hafa fulla stjórn á leiknum allan tímann og ef annað hvort liðið hefði átt að skora þriðja markið þá fannst mér það eiga að vera við.“ Leikurinn var heldur lengi í gang, en eftir að Orra Steini Óskarssyni tókst að brjóta ísinn fyrir íslenska liðið á 39. mínútu virtist aldrei vera spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. „Mér fannst þetta frekar þægilegt allan leikinn ef ég á að vera hreinskilinn. Ég á eftir að horfa á þetta aftur og þá kannski sé ég þetta einhvernveginn öðruvísi, en mér leið allavega persónulega mjög vel í leiknum. Mér fannst við byggja þetta mjög vel upp og við spiluðum mjög góðan fótbolta. Svo voru þetta tvö góð föst leikatriði frá Sölva [Geir Ottesen] sem skiluðu þessu í dag.“ Stefán lék inni á miðri miðjunni, aðeins fyrir aftan þá Gylfa Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Hann segir sér líða vel í þeirri stöðu. „Mjög vel. Ég hef verið að gera þetta svolítið eftir að ég skipti yfir til Englands, að spila í þessari stöðu. Með mína eiginleika á boltann finnst mér það henta mer mjög vel og ég er mjög ánægður með mína frammistöðu í dag.“ Þá segir hann sigur kvöldsins gefa liðinu mikið fyrir leik liðsins gegn Tyrkjum í næstu viku. „Já hundrað prósent. Við sýndum góða frammistöðu í dag og það er eitthvað sem við getum byggt á þegar við förum til Tyrklands á mjög erfiðan útivöll. Það er stutt á milli leikja, en það er alltaf betra að vinna leikinn og þá ertu miklu ferskari og það er bara gott,“ sagði Stefán að lokum. Klippa: Stefán Teitur eftir leikinn gegn Svartfjallandi
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Sjá meira