Gengið vel gegn Tyrkjum: Ferna Arnórs og ógleymanlegt kvöld í Eskisehir Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2024 12:33 Birkir Bjarnason fagnar marki sínu í Eskisehir árið 2017 og Atli Eðvaldsson kyssir Arnór Guðjohnsen eftir fernu hans gegn Tyrkjum árið 1989. Samsett/Getty/Morgunblaðið Karlalandsliðið í fótbolta hefur átt góðu gengi að fagna gegn Tyrkjum í gegnum tíðina. Tyrkir hafa aðeins unnið strákana okkar tvisvar í 13 viðureignum liðanna. Ísland og Tyrkland mætast í fjórtánda sinn í kvöld þegar strákarnir okkar sækja Tyrki heim til Izmir. Um er að ræða annan leik Íslands í Þjóðadeildinni en 2-0 sigur vannst á Svartfellingum á föstudaginn var. Fyrst mættust liðin árið 1980. Lið Tyrkja sem Ísland mætti þar, í undankeppni HM 1982, var ekki beysið. Það tapaði öllum átta leikjum sínum í þeirri undankeppni. Guðni Kjartansson stýrði Íslandi til 3-1 sigurs ytra í fyrstu viðureign þjóðanna í september það ár og Ísland vann leikinn hér heima ári síðar 2-0 þar sem Atli Eðvaldsson var á skotskónum. Liðin drógust saman öðru sinni í undankeppni HM 1990. Þau skildu jöfn í Tyrklandi í október 1988 en Ísland vann 2-1 sigur á Laugardalsvelli ári síðar. Ísland vann þá 5-1 sigur í æfingaleik árið 1991. Í þeim leik skoraði Arnór nokkur Guðjohnsen fjögur af sínum 14 landsliðsmörkum. Árið 1994 unnu Tyrkir sigur á Íslandi í fyrsta sinn. Fatih Terim var þá tekinn við liði Tyrkja og stýrði liðinu til 5-0 bursts á drengjum Ásgeirs Elíassonar. Útlaginn Hakan Sukur skoraði meðal annars tvö marka Tyrkja í leiknum. Terim var aftur þjálfari Tyrkja 20 árum seinna þegar Ísland vann 3-0 sigur á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2016. Það var á meðal frækinna sigra í þeirri undankeppni sem veitti Íslandi sæti á stórmóti í fyrsta sinn. Sjá: Selcuk Inan ræðir aukaspyrnumarkið sem skaut Tyrkjum á EM 2016 Ótrúlegt sigurmark Selcuk Inan beint úr aukaspyrnu á 89. mínútu í síðari leik liðanna í Tyrklandi í sömu undankeppni þýddi að Tyrkir fylgdu Íslandi á EM og gleðin mikil meðal beggja liða eftir þann leik. Ísland og Tyrkland drógust aftur saman í riðil í næstu undankeppni, fyrir HM 2018. Terim var enn þjálfari Tyrkja þegar þeir töpuðu 2-0 á Laugardalsvelli en Rúmeninn Mircea Lucescu var tekinn við þegar einn fræknasti og frægasti sigur í sögu þjóðar vannst á Ataturk vellinum í Eskisehir. ⏪ Gamla markið - Alfreð Finnbogason gegn Tyrklandi í október 2016 í undankeppni HM 2018.👀 Þessi afgreiðsla!😍 One from the archives - Alfreð Finnbogason against Turkey in the 2018 World Cup qualifiers!#viðerumísland pic.twitter.com/QdOInB77r2— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 9, 2024 Eftir þann leik sagði Eiður Smári Guðjohnsen félaga sinn Jón Daða Böðvarsson hafa eignað sér treyjunúmerið 22, en Jón Daði lagði upp mörk þeirra Jóhanns Berg Guðmundssonar og Birkis Bjarnasonar í fyrri hálfleiknum áður en Kári Árnason innsiglaði 3-0 sigur Íslands snemma í síðari hálfleik. Sjá: Mörkin þrjú úr geggjuðum sigri Íslands í Eskisehir Sá leikur fór langt með að tryggja sætið á HM í fyrsta sinn og það var sama kvöld sem Finninn Pyry Soiri varð þjóðhetja á Íslandi þökk sé jöfnunarmarki hans gegn Króatíu í riðli Íslands. Sigur Íslands á Kósóvó í Laugardalnum þremur dögum síðar gulltryggði HM-sætið á kostnað Króata sem fóru í umspil – en komust þó á mótið og unnu sigur á íslenska liðinu í Rússlandi. Síðast mættust Ísland og Tyrkland í undankeppni EM 2020. Ragnar Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri í Laugardalnum en liðin gerðu markalaust jafntefli ytra. Sigursins í Laugardalnum er þó helst minnst vegna uppþvottaburstamálsins, svokallaða. Mikill stormur varð í Tyrklandi vegna Belga sem beindi uppþvottabursta að Emre Belözöglu, þáverandi leikmanni Tyrklands, í Leifsstöð í aðdraganda leiksins. Að neðan eru raktar allar 13 viðureignir Íslands og Tyrklands í gegnum tíðina. Leikur Tyrklands og Íslands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst hálftíma fyrr, klukkan 18:15. Leikir Íslands gegn Tyrklandi: Undankeppni HM 1982 Tyrkland 1-3 Ísland 0-1 Janus Guðlaugsson (12') 0-2 Albert S. Guðmundsson (60') 1-2 Fatih Terim, víti (72') 1-3 Teitur Þórðarson (80') Ísland 2-0 Tyrkland 1-0 Lárus Guðmundsson (25') 2-0 Atli Eðvaldsson (66') Undankeppni HM 1990 Tyrkland 1-1 Ísland 0-1 Ómar Torfason (62') 1-1 Unal Karaman (73') Ísland 2-1 Tyrkland 1-0 Pétur Pétursson (58') 2-0 Pétur Pétursson (72') 2-1 Feyyaz Ucar (86') Æfingaleikur 1991 Ísland 5-1 Tyrkland 1-0 Arnar Grétarsson (2') 1-1 Unal Karaman (14') 2-1 Arnór Guðjohnsen (24') 3-1 Arnór Guðjohnsen (34') 4-1 Arnór Guðjohnsen (44') 5-1 Arnór Guðjohnsen (64') Undankeppni EM 1996 Tyrkland 5-0 Ísland 1-0 Saffet Sancakli (8') 2-0 Saffet Sancakli (26') 3-0 Hakan Sukur (27') 4-0 Hakan Sukur (61') 5-0 Sergen Yalcin (65') Ísland 0-0 Tyrkland Undankeppni EM 2016 Ísland 3-0 Tyrkland 1-0 Jón Daði Böðvarsson (19') 2-0 Gylfi Þór Sigurðsson (76') 3-0 Kolbeinn Sigþórsson (77') Tyrkland 1-0 Ísland 1-0 Selcuk Inan (89') Undankeppni HM 2018 Ísland 2-0 Tyrkland 1-0 Ömer Toprak, sjálfsmark (42') 2-0 Alfreð Finnbogason (44') Tyrkland 0-3 Ísland 0-1 Jóhann Berg Guðmundsson (32') 0-2 Birkir Bjarnason (39') 0-3 Kári Árnason (49') Undankeppni EM 2020 Ísland 2-1 Tyrkland 1-0 Ragnar Sigurðsson (21') 2-0 Ragnar Sigurðsson (32') 2-1 Dorukhan Toköz (40') Tyrkland 0-0 Ísland Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tyrkland Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Sjá meira
Ísland og Tyrkland mætast í fjórtánda sinn í kvöld þegar strákarnir okkar sækja Tyrki heim til Izmir. Um er að ræða annan leik Íslands í Þjóðadeildinni en 2-0 sigur vannst á Svartfellingum á föstudaginn var. Fyrst mættust liðin árið 1980. Lið Tyrkja sem Ísland mætti þar, í undankeppni HM 1982, var ekki beysið. Það tapaði öllum átta leikjum sínum í þeirri undankeppni. Guðni Kjartansson stýrði Íslandi til 3-1 sigurs ytra í fyrstu viðureign þjóðanna í september það ár og Ísland vann leikinn hér heima ári síðar 2-0 þar sem Atli Eðvaldsson var á skotskónum. Liðin drógust saman öðru sinni í undankeppni HM 1990. Þau skildu jöfn í Tyrklandi í október 1988 en Ísland vann 2-1 sigur á Laugardalsvelli ári síðar. Ísland vann þá 5-1 sigur í æfingaleik árið 1991. Í þeim leik skoraði Arnór nokkur Guðjohnsen fjögur af sínum 14 landsliðsmörkum. Árið 1994 unnu Tyrkir sigur á Íslandi í fyrsta sinn. Fatih Terim var þá tekinn við liði Tyrkja og stýrði liðinu til 5-0 bursts á drengjum Ásgeirs Elíassonar. Útlaginn Hakan Sukur skoraði meðal annars tvö marka Tyrkja í leiknum. Terim var aftur þjálfari Tyrkja 20 árum seinna þegar Ísland vann 3-0 sigur á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2016. Það var á meðal frækinna sigra í þeirri undankeppni sem veitti Íslandi sæti á stórmóti í fyrsta sinn. Sjá: Selcuk Inan ræðir aukaspyrnumarkið sem skaut Tyrkjum á EM 2016 Ótrúlegt sigurmark Selcuk Inan beint úr aukaspyrnu á 89. mínútu í síðari leik liðanna í Tyrklandi í sömu undankeppni þýddi að Tyrkir fylgdu Íslandi á EM og gleðin mikil meðal beggja liða eftir þann leik. Ísland og Tyrkland drógust aftur saman í riðil í næstu undankeppni, fyrir HM 2018. Terim var enn þjálfari Tyrkja þegar þeir töpuðu 2-0 á Laugardalsvelli en Rúmeninn Mircea Lucescu var tekinn við þegar einn fræknasti og frægasti sigur í sögu þjóðar vannst á Ataturk vellinum í Eskisehir. ⏪ Gamla markið - Alfreð Finnbogason gegn Tyrklandi í október 2016 í undankeppni HM 2018.👀 Þessi afgreiðsla!😍 One from the archives - Alfreð Finnbogason against Turkey in the 2018 World Cup qualifiers!#viðerumísland pic.twitter.com/QdOInB77r2— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 9, 2024 Eftir þann leik sagði Eiður Smári Guðjohnsen félaga sinn Jón Daða Böðvarsson hafa eignað sér treyjunúmerið 22, en Jón Daði lagði upp mörk þeirra Jóhanns Berg Guðmundssonar og Birkis Bjarnasonar í fyrri hálfleiknum áður en Kári Árnason innsiglaði 3-0 sigur Íslands snemma í síðari hálfleik. Sjá: Mörkin þrjú úr geggjuðum sigri Íslands í Eskisehir Sá leikur fór langt með að tryggja sætið á HM í fyrsta sinn og það var sama kvöld sem Finninn Pyry Soiri varð þjóðhetja á Íslandi þökk sé jöfnunarmarki hans gegn Króatíu í riðli Íslands. Sigur Íslands á Kósóvó í Laugardalnum þremur dögum síðar gulltryggði HM-sætið á kostnað Króata sem fóru í umspil – en komust þó á mótið og unnu sigur á íslenska liðinu í Rússlandi. Síðast mættust Ísland og Tyrkland í undankeppni EM 2020. Ragnar Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri í Laugardalnum en liðin gerðu markalaust jafntefli ytra. Sigursins í Laugardalnum er þó helst minnst vegna uppþvottaburstamálsins, svokallaða. Mikill stormur varð í Tyrklandi vegna Belga sem beindi uppþvottabursta að Emre Belözöglu, þáverandi leikmanni Tyrklands, í Leifsstöð í aðdraganda leiksins. Að neðan eru raktar allar 13 viðureignir Íslands og Tyrklands í gegnum tíðina. Leikur Tyrklands og Íslands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst hálftíma fyrr, klukkan 18:15. Leikir Íslands gegn Tyrklandi: Undankeppni HM 1982 Tyrkland 1-3 Ísland 0-1 Janus Guðlaugsson (12') 0-2 Albert S. Guðmundsson (60') 1-2 Fatih Terim, víti (72') 1-3 Teitur Þórðarson (80') Ísland 2-0 Tyrkland 1-0 Lárus Guðmundsson (25') 2-0 Atli Eðvaldsson (66') Undankeppni HM 1990 Tyrkland 1-1 Ísland 0-1 Ómar Torfason (62') 1-1 Unal Karaman (73') Ísland 2-1 Tyrkland 1-0 Pétur Pétursson (58') 2-0 Pétur Pétursson (72') 2-1 Feyyaz Ucar (86') Æfingaleikur 1991 Ísland 5-1 Tyrkland 1-0 Arnar Grétarsson (2') 1-1 Unal Karaman (14') 2-1 Arnór Guðjohnsen (24') 3-1 Arnór Guðjohnsen (34') 4-1 Arnór Guðjohnsen (44') 5-1 Arnór Guðjohnsen (64') Undankeppni EM 1996 Tyrkland 5-0 Ísland 1-0 Saffet Sancakli (8') 2-0 Saffet Sancakli (26') 3-0 Hakan Sukur (27') 4-0 Hakan Sukur (61') 5-0 Sergen Yalcin (65') Ísland 0-0 Tyrkland Undankeppni EM 2016 Ísland 3-0 Tyrkland 1-0 Jón Daði Böðvarsson (19') 2-0 Gylfi Þór Sigurðsson (76') 3-0 Kolbeinn Sigþórsson (77') Tyrkland 1-0 Ísland 1-0 Selcuk Inan (89') Undankeppni HM 2018 Ísland 2-0 Tyrkland 1-0 Ömer Toprak, sjálfsmark (42') 2-0 Alfreð Finnbogason (44') Tyrkland 0-3 Ísland 0-1 Jóhann Berg Guðmundsson (32') 0-2 Birkir Bjarnason (39') 0-3 Kári Árnason (49') Undankeppni EM 2020 Ísland 2-1 Tyrkland 1-0 Ragnar Sigurðsson (21') 2-0 Ragnar Sigurðsson (32') 2-1 Dorukhan Toköz (40') Tyrkland 0-0 Ísland
Leikir Íslands gegn Tyrklandi: Undankeppni HM 1982 Tyrkland 1-3 Ísland 0-1 Janus Guðlaugsson (12') 0-2 Albert S. Guðmundsson (60') 1-2 Fatih Terim, víti (72') 1-3 Teitur Þórðarson (80') Ísland 2-0 Tyrkland 1-0 Lárus Guðmundsson (25') 2-0 Atli Eðvaldsson (66') Undankeppni HM 1990 Tyrkland 1-1 Ísland 0-1 Ómar Torfason (62') 1-1 Unal Karaman (73') Ísland 2-1 Tyrkland 1-0 Pétur Pétursson (58') 2-0 Pétur Pétursson (72') 2-1 Feyyaz Ucar (86') Æfingaleikur 1991 Ísland 5-1 Tyrkland 1-0 Arnar Grétarsson (2') 1-1 Unal Karaman (14') 2-1 Arnór Guðjohnsen (24') 3-1 Arnór Guðjohnsen (34') 4-1 Arnór Guðjohnsen (44') 5-1 Arnór Guðjohnsen (64') Undankeppni EM 1996 Tyrkland 5-0 Ísland 1-0 Saffet Sancakli (8') 2-0 Saffet Sancakli (26') 3-0 Hakan Sukur (27') 4-0 Hakan Sukur (61') 5-0 Sergen Yalcin (65') Ísland 0-0 Tyrkland Undankeppni EM 2016 Ísland 3-0 Tyrkland 1-0 Jón Daði Böðvarsson (19') 2-0 Gylfi Þór Sigurðsson (76') 3-0 Kolbeinn Sigþórsson (77') Tyrkland 1-0 Ísland 1-0 Selcuk Inan (89') Undankeppni HM 2018 Ísland 2-0 Tyrkland 1-0 Ömer Toprak, sjálfsmark (42') 2-0 Alfreð Finnbogason (44') Tyrkland 0-3 Ísland 0-1 Jóhann Berg Guðmundsson (32') 0-2 Birkir Bjarnason (39') 0-3 Kári Árnason (49') Undankeppni EM 2020 Ísland 2-1 Tyrkland 1-0 Ragnar Sigurðsson (21') 2-0 Ragnar Sigurðsson (32') 2-1 Dorukhan Toköz (40') Tyrkland 0-0 Ísland
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tyrkland Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Sjá meira