Kane sá um baráttuglaða Finna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2024 20:45 Þessi endaði þó ekki í netinu. Sebastian Frej/Getty Images England lagði Finnland 2-0 í leik liðanna í B-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu í kvöld. Framherjinn Harry Kane var að leika sinn 100. A-landsleik fyrir England og gerði bæði mörkin, hann er því komin með 68 landsliðsmörk. Fyrir leik sagði Kane að Cristiano Ronaldo væri honum hvatning en Portúgalinn hefur skorað 901 mark á ótrúlegum ferli sínum. Kane sýndi að hann er ágætur í því sem hann gerir en það tók sinn tíma að brjóta ísinn á Wembley í kvöld. Kane skoraði fyrst á 22. mínútu en flaggið fór á loft. Skömmu áður hafði Finnland verið nálægt því að skora. Það gekk illa hjá heimamönnum að skapa sér færi og öll þau skot sem rötuðu á markið varði Lukas Hradecky, staðan því markalaus í hálfleik. Harry Kane is wearing gold boots to mark his 100th England game 🏴 pic.twitter.com/AY0U22slK8— B/R Football (@brfootball) September 10, 2024 Í síðari hálfleik jókst sóknarþunginn og loks braut Kane ísinn á 57. mín þegar Finnland tapaði boltanum á eigin vallarhelming. Honum tókst að koma sér í skotstöðu umkringdur leikmönnum Finnlands en þrumaði boltanum í slá og inn frá vítateigslínunni. Frábært mark og staðan orðin 1-0 Englandi í vil. Það var svo þegar stundarfjórðungur var til leiksloka sem Kane gulltryggði sigurinn, aftur með þrumuskoti. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Harry Kane for the England men's senior side:◉ Most goals scored ◉ Most goals at Wembley ◉ Most goals as captain ◉ Most penalties scored◉ Most goals in a single year◉ Most goals at major tournaments ◉ 1x World Cup Golden Boot◉ 1x EUROs Golden BootThe 10th… pic.twitter.com/Qsm6vX0Wu1— Squawka (@Squawka) September 10, 2024 England byrjar veru sína í B-deild því nokkuð vel en liðið lagði Írland, lærisveina Heimis Hallgrímssonar, 2-0 í fyrsta leik. England því með fullt hús stiga, fjögur mörk skoruð og núll fengin á sig þegar tveimur umferðum er lokið. Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Sjá meira
Fyrir leik sagði Kane að Cristiano Ronaldo væri honum hvatning en Portúgalinn hefur skorað 901 mark á ótrúlegum ferli sínum. Kane sýndi að hann er ágætur í því sem hann gerir en það tók sinn tíma að brjóta ísinn á Wembley í kvöld. Kane skoraði fyrst á 22. mínútu en flaggið fór á loft. Skömmu áður hafði Finnland verið nálægt því að skora. Það gekk illa hjá heimamönnum að skapa sér færi og öll þau skot sem rötuðu á markið varði Lukas Hradecky, staðan því markalaus í hálfleik. Harry Kane is wearing gold boots to mark his 100th England game 🏴 pic.twitter.com/AY0U22slK8— B/R Football (@brfootball) September 10, 2024 Í síðari hálfleik jókst sóknarþunginn og loks braut Kane ísinn á 57. mín þegar Finnland tapaði boltanum á eigin vallarhelming. Honum tókst að koma sér í skotstöðu umkringdur leikmönnum Finnlands en þrumaði boltanum í slá og inn frá vítateigslínunni. Frábært mark og staðan orðin 1-0 Englandi í vil. Það var svo þegar stundarfjórðungur var til leiksloka sem Kane gulltryggði sigurinn, aftur með þrumuskoti. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Harry Kane for the England men's senior side:◉ Most goals scored ◉ Most goals at Wembley ◉ Most goals as captain ◉ Most penalties scored◉ Most goals in a single year◉ Most goals at major tournaments ◉ 1x World Cup Golden Boot◉ 1x EUROs Golden BootThe 10th… pic.twitter.com/Qsm6vX0Wu1— Squawka (@Squawka) September 10, 2024 England byrjar veru sína í B-deild því nokkuð vel en liðið lagði Írland, lærisveina Heimis Hallgrímssonar, 2-0 í fyrsta leik. England því með fullt hús stiga, fjögur mörk skoruð og núll fengin á sig þegar tveimur umferðum er lokið.
Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Sjá meira