Fimm ráð um hvernig þinn hópur getur stutt við þann sem greinist með krabbamein Hólmfríður Einarsdóttir skrifar 11. september 2024 15:01 Þegar félagi í hóp greinist með krabbamein getur stuðningur hópsins skipt miklu máli. Rannsóknir sýna að góður stuðningur hefur meðal annars áhrif á jákvæðara viðhorf og betri lífsgæði hjá þeim sem greinist með krabbameinið. Það getur þó reynst erfitt að bjóða fram aðstoðina ef þið eruð ekki viss hvað er best að gera. Hér koma fimm ráð til að hjálpa ykkur að taka skrefið. 1) Hagnýt atriði. Það er yfirleitt nóg af erindum sem þarf að sinna á flestum heimilum og þeim fækkar ekki þegar krabbameinsveikindi koma upp. Hópurinn getur því boðist til að versla inn, útbúa kvöldmáltíðir, brjóta saman þvottinn, fara með bílinn í dekkjaskipti, vökva blómin, bjóða í mat og skutla í læknisheimsóknir. Ef börn eru á heimilinu má bjóða fram pössun eða sækja og skutla þeim í skóla og tómstundir. 2) Sálrænn stuðningur. Gott samtal getur gert gæfumuninn. Ef þið eruð ekki viss hvað sé best að segja er óþarfi að hafa áhyggjur af því. Hér snýst hlutverkið um að vera góður hlustandi. Leyfðu þeim krabbameinsgreinda að segja líðan síðan, hlæja og gráta án þess að koma með lausnir við áhyggjum hans, tilfinningum eða vangaveltum. Reyndu að gefa ekki gefa óumbeðin ráð, hvorki við mögulegum meðferðarúrræðum, bætiefnum eða bættari líðan. Létt snerting, bros og að kinka kolli bendir til þess að þú sért að hlusta af einlægni. 3) Félagsleg virkni. Ein af afleiðingum krabbameinsveikinda er félagsleg einangrun. Geta og úthald breytist og þátttakan þar af leiðandi líka. Reynið að sýna þessum breyttu þörfum skilning. Mikilvægt er að hópurinn haldi áfram að vera í sambandi, bæði til að spjalla um daginn og veginn og til að láta vita af viðburðum og hittingum hjá hópnum. 4) Andleg heilsa. Krabbameinsferlið er krefjandi og hefur mikil áhrif á andlega heilsu. Að sýna breyttum þörfum skilning, skipuleggja hluti sem veita gleði, henta betur og stuðla að uppbyggilegu og jákvæðu umhverfi skiptir máli. Þetta getur verið að njóta náttúrunnar í formi göngutúra, hugleiðslur eða slökun og eiga skemmtilega samræður um allt annað en veikindin. 5) Hreinskilin samskipti. Þarfir einstaklinga eru misjafnar og það á líka við um þörfina fyrir stuðning. Hópurinn getur komið með hugmyndir að stuðningi en best er að taka samtalið um hvernig aðstoð hentar hverju sinni. Við höfum ólíka eiginleika og til að hver og einn í hópnum geti nýtt sína eiginleika sem best er ekki síður mikilvægt að samtöl innan hópsins séu virk og hreinskilin. Svo má ekki gleyma að ferlið getur verið langt og þörfin fyrir stuðning er ekki minni þó lengra sé liðið frá krabbameinsgreiningunni. Í dag hrindum við af stað verkefni sem sýnir hvernig endurhæfingin og stuðningurinn í Ljósinu hefur margföldunaráhrif inn í margvíslega hópa sem þjónustuþegarnir okkar tilheyra. Með verkefninu viljum við efla hópana í kringum fólkið okkar svo að þau sem greinast með krabbamein fái sem mestan stuðning í gegnum sitt ferli. Á sama tíma hvetjum við vinahópa, saumaklúbba, gönguhópa, sjósundsgrúbbur, kóra, fjölskylduhópa og alla hina hópana til að sjá hag sinn í því að gerast Ljósavinir. Þannig tryggjum við að endurhæfingarstarfið geti áfram tekið á móti þeim sem greinast með krabbamein, án kostnaðar eða biðlista. Nánast öll þjónusta Ljóssins er veitt án endurgjalds og tryggir mánaðarlegt framlag Ljósavina meðal annars ókeypis námskeið og fræðslu, líkamlega endurhæfingu og viðtöl hjá fagaðilum eins og iðjuþjálfa, sálfræðingi, sjúkraþjálfa og fjölskyldumeðferðarfræðingi. Höfundur er iðjuþjálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar félagi í hóp greinist með krabbamein getur stuðningur hópsins skipt miklu máli. Rannsóknir sýna að góður stuðningur hefur meðal annars áhrif á jákvæðara viðhorf og betri lífsgæði hjá þeim sem greinist með krabbameinið. Það getur þó reynst erfitt að bjóða fram aðstoðina ef þið eruð ekki viss hvað er best að gera. Hér koma fimm ráð til að hjálpa ykkur að taka skrefið. 1) Hagnýt atriði. Það er yfirleitt nóg af erindum sem þarf að sinna á flestum heimilum og þeim fækkar ekki þegar krabbameinsveikindi koma upp. Hópurinn getur því boðist til að versla inn, útbúa kvöldmáltíðir, brjóta saman þvottinn, fara með bílinn í dekkjaskipti, vökva blómin, bjóða í mat og skutla í læknisheimsóknir. Ef börn eru á heimilinu má bjóða fram pössun eða sækja og skutla þeim í skóla og tómstundir. 2) Sálrænn stuðningur. Gott samtal getur gert gæfumuninn. Ef þið eruð ekki viss hvað sé best að segja er óþarfi að hafa áhyggjur af því. Hér snýst hlutverkið um að vera góður hlustandi. Leyfðu þeim krabbameinsgreinda að segja líðan síðan, hlæja og gráta án þess að koma með lausnir við áhyggjum hans, tilfinningum eða vangaveltum. Reyndu að gefa ekki gefa óumbeðin ráð, hvorki við mögulegum meðferðarúrræðum, bætiefnum eða bættari líðan. Létt snerting, bros og að kinka kolli bendir til þess að þú sért að hlusta af einlægni. 3) Félagsleg virkni. Ein af afleiðingum krabbameinsveikinda er félagsleg einangrun. Geta og úthald breytist og þátttakan þar af leiðandi líka. Reynið að sýna þessum breyttu þörfum skilning. Mikilvægt er að hópurinn haldi áfram að vera í sambandi, bæði til að spjalla um daginn og veginn og til að láta vita af viðburðum og hittingum hjá hópnum. 4) Andleg heilsa. Krabbameinsferlið er krefjandi og hefur mikil áhrif á andlega heilsu. Að sýna breyttum þörfum skilning, skipuleggja hluti sem veita gleði, henta betur og stuðla að uppbyggilegu og jákvæðu umhverfi skiptir máli. Þetta getur verið að njóta náttúrunnar í formi göngutúra, hugleiðslur eða slökun og eiga skemmtilega samræður um allt annað en veikindin. 5) Hreinskilin samskipti. Þarfir einstaklinga eru misjafnar og það á líka við um þörfina fyrir stuðning. Hópurinn getur komið með hugmyndir að stuðningi en best er að taka samtalið um hvernig aðstoð hentar hverju sinni. Við höfum ólíka eiginleika og til að hver og einn í hópnum geti nýtt sína eiginleika sem best er ekki síður mikilvægt að samtöl innan hópsins séu virk og hreinskilin. Svo má ekki gleyma að ferlið getur verið langt og þörfin fyrir stuðning er ekki minni þó lengra sé liðið frá krabbameinsgreiningunni. Í dag hrindum við af stað verkefni sem sýnir hvernig endurhæfingin og stuðningurinn í Ljósinu hefur margföldunaráhrif inn í margvíslega hópa sem þjónustuþegarnir okkar tilheyra. Með verkefninu viljum við efla hópana í kringum fólkið okkar svo að þau sem greinast með krabbamein fái sem mestan stuðning í gegnum sitt ferli. Á sama tíma hvetjum við vinahópa, saumaklúbba, gönguhópa, sjósundsgrúbbur, kóra, fjölskylduhópa og alla hina hópana til að sjá hag sinn í því að gerast Ljósavinir. Þannig tryggjum við að endurhæfingarstarfið geti áfram tekið á móti þeim sem greinast með krabbamein, án kostnaðar eða biðlista. Nánast öll þjónusta Ljóssins er veitt án endurgjalds og tryggir mánaðarlegt framlag Ljósavina meðal annars ókeypis námskeið og fræðslu, líkamlega endurhæfingu og viðtöl hjá fagaðilum eins og iðjuþjálfa, sálfræðingi, sjúkraþjálfa og fjölskyldumeðferðarfræðingi. Höfundur er iðjuþjálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun