Daunill þróun í metanlosun mannkynsins Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2024 15:36 Metan losnar meðal annars þegar bakteríur brjóta niður lífrænt efni í ruslahaugum eins og þessum í Jakarta á Indónesíu. AP/Tatan Syuflana Losun gróðurhúsalofttegundarinnar metans hefur aldrei aukist hraðar en um þessar mundir þrátt fyrir loforð ríkja um að koma böndum á hana. Hún er sögð auka hættuna á að hnattræn hlýnun fari umfram þau mörk sem mannkynið hefur sett sér. Metan er enn öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur til skemmri tíma litið. Það fangar um þrjátíu prósent meiri hita yfir hundrað ára tímabil. Uppsprettur þess sem tengjast athöfnum manna er meðal annars búfénaður og kola- og gasvinnsla. Niðurstöður hóps vísindamanna undir merkjum Hnattræna kolefnisverkefnisins (e. Global Carbon Project) benda til þess að styrkur metans í lofthjúpnum hafi aldrei aukist svo hratt í mælingasögunni og hann sé nú í samræmi við svartsýnustu sviðsmyndir um losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Metanlosun manna hafi aukist um allt að fimmtung frá 2000 til 2020 og nemi nú um þriðjungi af heildarlosun manna á gróðurhúsalofttegundum, samkvæmt skýrslu hópsins sem hefur enn ekki verið ritrýnd, að sögn Washington Post. Aukningin er að mestu rakin til stækkandi urðunarstaða, vaxandi búfjárræktunar og kolavinnslu og stóraukinnar neyslu á jarðgasi. Aðeins ESB náð árangri sem munar um Í annarri ritrýndri rannsókn sem vísindamenn hópsins birtu í Environmental Research Letters kemur fram að litlar vísbendingar séu um að 150 ríki sem hétu því að draga úr losun metans um þrjátíu prósent fyrir lok áratugsins hafi staðið við þau loforð. Þess í stað benda gervihnattamælingar til þess að metanlosun hafi aukist um fimm prósent frá 2020 til 2023, aðallega í Kína, sunnanverðri Asíu og í Austurlöndum nær. Aðeins Evrópusambandið af mestu stórlosendum heims hafi dregið úr metanlosun sinni svo einhverju nemi á undanförnum tveimur áratugum. „Þessi viðbótarmetanlosun færir hlýnunarmörk sífellt nær. Hlýnin sem var áður talin óhugsandi er núna mögulega líkleg,“ segir Rob Jackson, loftslagsvísindamaður og formaður Hnattræna kolefnisverkefnisins. Athuganir Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) sýna að styrkur metans í lofthjúpi jarðar hafi meira en tvöfaldast frá upphafi iðnbyltingarinnar og að hann hafi ekki verið hærri í að minnsta kosti 800.000 ár. Vísindamennirnir telja að samdráttur í losun metans sé auðveldasta og ódýrasta leiðin til þess að fyrirbyggja frekari hlýnun strax á meðan unnið er að því að koma böndum á losun koltvísýrings. Á sama hátt geti óheft losun metans hins vegar fleytt mannkyninu sífellt nær því að fara fram yfir þau hlýnunarmörk sem það hefur ákveðið að það geti fellt sig við samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Loftslagsmál Vísindi Landbúnaður Bensín og olía Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Metan er enn öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur til skemmri tíma litið. Það fangar um þrjátíu prósent meiri hita yfir hundrað ára tímabil. Uppsprettur þess sem tengjast athöfnum manna er meðal annars búfénaður og kola- og gasvinnsla. Niðurstöður hóps vísindamanna undir merkjum Hnattræna kolefnisverkefnisins (e. Global Carbon Project) benda til þess að styrkur metans í lofthjúpnum hafi aldrei aukist svo hratt í mælingasögunni og hann sé nú í samræmi við svartsýnustu sviðsmyndir um losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Metanlosun manna hafi aukist um allt að fimmtung frá 2000 til 2020 og nemi nú um þriðjungi af heildarlosun manna á gróðurhúsalofttegundum, samkvæmt skýrslu hópsins sem hefur enn ekki verið ritrýnd, að sögn Washington Post. Aukningin er að mestu rakin til stækkandi urðunarstaða, vaxandi búfjárræktunar og kolavinnslu og stóraukinnar neyslu á jarðgasi. Aðeins ESB náð árangri sem munar um Í annarri ritrýndri rannsókn sem vísindamenn hópsins birtu í Environmental Research Letters kemur fram að litlar vísbendingar séu um að 150 ríki sem hétu því að draga úr losun metans um þrjátíu prósent fyrir lok áratugsins hafi staðið við þau loforð. Þess í stað benda gervihnattamælingar til þess að metanlosun hafi aukist um fimm prósent frá 2020 til 2023, aðallega í Kína, sunnanverðri Asíu og í Austurlöndum nær. Aðeins Evrópusambandið af mestu stórlosendum heims hafi dregið úr metanlosun sinni svo einhverju nemi á undanförnum tveimur áratugum. „Þessi viðbótarmetanlosun færir hlýnunarmörk sífellt nær. Hlýnin sem var áður talin óhugsandi er núna mögulega líkleg,“ segir Rob Jackson, loftslagsvísindamaður og formaður Hnattræna kolefnisverkefnisins. Athuganir Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) sýna að styrkur metans í lofthjúpi jarðar hafi meira en tvöfaldast frá upphafi iðnbyltingarinnar og að hann hafi ekki verið hærri í að minnsta kosti 800.000 ár. Vísindamennirnir telja að samdráttur í losun metans sé auðveldasta og ódýrasta leiðin til þess að fyrirbyggja frekari hlýnun strax á meðan unnið er að því að koma böndum á losun koltvísýrings. Á sama hátt geti óheft losun metans hins vegar fleytt mannkyninu sífellt nær því að fara fram yfir þau hlýnunarmörk sem það hefur ákveðið að það geti fellt sig við samkvæmt Parísarsamkomulaginu.
Loftslagsmál Vísindi Landbúnaður Bensín og olía Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira