„Það sem svíður mest er að við fáum helling af möguleikum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. september 2024 19:39 Óskar Hrafn Þorvaldsson segir sína menn ekki mega verða litla í sér eftir tapið. Liðið er í fallbaráttu og framundan er leikur gegn Val á Hlíðarenda. vísir / anton brink „Það svíður að tapa og kannski sérstaklega á þennan hátt,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, eftir 0-3 tap gegn Víkingi þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. „Við byrjuðum sterkt, fórum maður á mann, en ef þú gleymir þér einu sinni á móti Víkingum þá hafa þeir tilhneigingu til að refsa þér. Þeir gerðu það tvisvar sinnum og svo kemur þriðja markið upp úr spili sem gengur ekki og þá er þetta auðvitað gríðarleg brekka,“ hélt hann áfram. KR byrjaði leikinn einmitt vel og fékk nokkur fín færi sem fóru forgörðum. „Það sem svíður mest er að við fáum helling af möguleikum til þess að særa þá en náum aldrei nægum gæðum í sendingarnar, náum ekki að velja rétta möguleikann. Það svíður meira en tapið sjálft.“ Liðið spilaði með fimm manna varnarlínu, Aron Þórður Albertsson byrjaði í vinstri vængbakverði en var færður yfir til hægri eftir að Víkingar höfðu komist framhjá honum í fyrstu tveimur mörkunum. „Ég var alls ekki ósáttur. Mér fannst bara betra að hafa Ástbjörn á Ara Sigurpálssyni, sem er fljótari leikmaður og beinskeyttari heldur en Danijel [Dejan Djuric]. Það var nú eina ástæðan. Fyrsta markið kemur ekki af því Aron Þórður var vinstri vængbakvörður, það kemur af því að við vorum maður á mann og sá sem var með Ara fór að spila svæðisvörn.“ KR er í 9. sæti deildarinnar, þremur stigum frá fallsvæðinu og framundan er hörkuleikur gegn Val. „Það er bara nýr leikur, nýr dagur og við ætlum auðvitað að mæta á Hlíðarenda og vinna þann leik. Það þýðir ekkert að vera lítill í sér þó þú tapir einum fótboltaleik. Þessi leikur skilgreinir okkur ekki heldur frekar hvernig við stöndum upp eftir hann. Hvað við gerum í næsta leik og hvað við höfum lært af þessu. Við þurfum að mæta þangað stoltir og stórir, það þýðir ekkert að mæta litlir í sér,“ sagði Óskar að lokum. Besta deild karla KR Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira
„Við byrjuðum sterkt, fórum maður á mann, en ef þú gleymir þér einu sinni á móti Víkingum þá hafa þeir tilhneigingu til að refsa þér. Þeir gerðu það tvisvar sinnum og svo kemur þriðja markið upp úr spili sem gengur ekki og þá er þetta auðvitað gríðarleg brekka,“ hélt hann áfram. KR byrjaði leikinn einmitt vel og fékk nokkur fín færi sem fóru forgörðum. „Það sem svíður mest er að við fáum helling af möguleikum til þess að særa þá en náum aldrei nægum gæðum í sendingarnar, náum ekki að velja rétta möguleikann. Það svíður meira en tapið sjálft.“ Liðið spilaði með fimm manna varnarlínu, Aron Þórður Albertsson byrjaði í vinstri vængbakverði en var færður yfir til hægri eftir að Víkingar höfðu komist framhjá honum í fyrstu tveimur mörkunum. „Ég var alls ekki ósáttur. Mér fannst bara betra að hafa Ástbjörn á Ara Sigurpálssyni, sem er fljótari leikmaður og beinskeyttari heldur en Danijel [Dejan Djuric]. Það var nú eina ástæðan. Fyrsta markið kemur ekki af því Aron Þórður var vinstri vængbakvörður, það kemur af því að við vorum maður á mann og sá sem var með Ara fór að spila svæðisvörn.“ KR er í 9. sæti deildarinnar, þremur stigum frá fallsvæðinu og framundan er hörkuleikur gegn Val. „Það er bara nýr leikur, nýr dagur og við ætlum auðvitað að mæta á Hlíðarenda og vinna þann leik. Það þýðir ekkert að vera lítill í sér þó þú tapir einum fótboltaleik. Þessi leikur skilgreinir okkur ekki heldur frekar hvernig við stöndum upp eftir hann. Hvað við gerum í næsta leik og hvað við höfum lært af þessu. Við þurfum að mæta þangað stoltir og stórir, það þýðir ekkert að mæta litlir í sér,“ sagði Óskar að lokum.
Besta deild karla KR Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira