Tvö glæsimörk skoruð í endurkomusigri Newcastle Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. september 2024 17:28 Markaskorararnir Harvey Barnes og Fabian Schar fagna sigurmarkinu. Bruno Guimares skellti sér á bak. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Newcastle skoraði tvö glæsimörk og sótti 1-2 útivallarsigur eftir að hafa lent undir gegn Wolverhampton Wanderers í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Boðið var upp á mikla skemmtun frá fyrstu mínútu, hraður leikur og bæði lið fengu færi til að taka forystuna snemma. Færin voru fleiri fyrir Newcastle, sem átti meðal annars skot í stöng, en það var Wolves sem braut ísinn. Markið kom upp úr skyndisókn, Jörgen Larsen fékk bolta og mikið pláss á hægri kantinum og flengdi fyrir markið. Matheus Cunha var klókur og lét boltann fara, yfir á fjærstöngina þar sem Mario Lemina mætti og slúttaði. Mario Lemina kom í klóku hlaupi á fjærstöngina og fékk boltann.Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Eftir markið var mikill andi í Wolves liðinu, sem fékk tvö úrvalsfæri til að bæta við en tókst það ekki. Leikurinn opnaðist aftur í seinni hálfleik og bæði lið voru líkleg til að skora. Eftir fjölda marktækifæra tókst Newcastle svo að jafna leikinn á 75. mínútu. Boltinn var hreinsaður burt úr teignum, á Bruno Guimares sem lagði hann létt til hliðar á Fabian Schar, sem tók sér lítinn tíma og þrumaði í markið af um þrjátíu metra færi. Fabian Schar lét vaða af löngu færi.Naomi Baker/Getty Images Aðeins fimm mínútum síðar komst Newcastle svo yfir. Markið var engu síðra en það fyrra, Joseph Willock og Harvey Barnes á vinstri vængnum tengdu saman þríhyrninga áður en sá síðarnefndi skipti yfir á hægri fótinn og smurði boltann í fjærhornið. Wolves átti enga endurkomu í erminni á lokamínútum leiksins, sem lauk með 1-2 sigri Newcastle eftir átta mínútna uppbótartíma. Wolves er því enn án sigurs og aðeins með eitt stig. Newcastle situr í 3. sæti deildarinnar með 10 stig eftir fjórar umferðir. Enski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira
Boðið var upp á mikla skemmtun frá fyrstu mínútu, hraður leikur og bæði lið fengu færi til að taka forystuna snemma. Færin voru fleiri fyrir Newcastle, sem átti meðal annars skot í stöng, en það var Wolves sem braut ísinn. Markið kom upp úr skyndisókn, Jörgen Larsen fékk bolta og mikið pláss á hægri kantinum og flengdi fyrir markið. Matheus Cunha var klókur og lét boltann fara, yfir á fjærstöngina þar sem Mario Lemina mætti og slúttaði. Mario Lemina kom í klóku hlaupi á fjærstöngina og fékk boltann.Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Eftir markið var mikill andi í Wolves liðinu, sem fékk tvö úrvalsfæri til að bæta við en tókst það ekki. Leikurinn opnaðist aftur í seinni hálfleik og bæði lið voru líkleg til að skora. Eftir fjölda marktækifæra tókst Newcastle svo að jafna leikinn á 75. mínútu. Boltinn var hreinsaður burt úr teignum, á Bruno Guimares sem lagði hann létt til hliðar á Fabian Schar, sem tók sér lítinn tíma og þrumaði í markið af um þrjátíu metra færi. Fabian Schar lét vaða af löngu færi.Naomi Baker/Getty Images Aðeins fimm mínútum síðar komst Newcastle svo yfir. Markið var engu síðra en það fyrra, Joseph Willock og Harvey Barnes á vinstri vængnum tengdu saman þríhyrninga áður en sá síðarnefndi skipti yfir á hægri fótinn og smurði boltann í fjærhornið. Wolves átti enga endurkomu í erminni á lokamínútum leiksins, sem lauk með 1-2 sigri Newcastle eftir átta mínútna uppbótartíma. Wolves er því enn án sigurs og aðeins með eitt stig. Newcastle situr í 3. sæti deildarinnar með 10 stig eftir fjórar umferðir.
Enski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira