Tvö glæsimörk skoruð í endurkomusigri Newcastle Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. september 2024 17:28 Markaskorararnir Harvey Barnes og Fabian Schar fagna sigurmarkinu. Bruno Guimares skellti sér á bak. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Newcastle skoraði tvö glæsimörk og sótti 1-2 útivallarsigur eftir að hafa lent undir gegn Wolverhampton Wanderers í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Boðið var upp á mikla skemmtun frá fyrstu mínútu, hraður leikur og bæði lið fengu færi til að taka forystuna snemma. Færin voru fleiri fyrir Newcastle, sem átti meðal annars skot í stöng, en það var Wolves sem braut ísinn. Markið kom upp úr skyndisókn, Jörgen Larsen fékk bolta og mikið pláss á hægri kantinum og flengdi fyrir markið. Matheus Cunha var klókur og lét boltann fara, yfir á fjærstöngina þar sem Mario Lemina mætti og slúttaði. Mario Lemina kom í klóku hlaupi á fjærstöngina og fékk boltann.Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Eftir markið var mikill andi í Wolves liðinu, sem fékk tvö úrvalsfæri til að bæta við en tókst það ekki. Leikurinn opnaðist aftur í seinni hálfleik og bæði lið voru líkleg til að skora. Eftir fjölda marktækifæra tókst Newcastle svo að jafna leikinn á 75. mínútu. Boltinn var hreinsaður burt úr teignum, á Bruno Guimares sem lagði hann létt til hliðar á Fabian Schar, sem tók sér lítinn tíma og þrumaði í markið af um þrjátíu metra færi. Fabian Schar lét vaða af löngu færi.Naomi Baker/Getty Images Aðeins fimm mínútum síðar komst Newcastle svo yfir. Markið var engu síðra en það fyrra, Joseph Willock og Harvey Barnes á vinstri vængnum tengdu saman þríhyrninga áður en sá síðarnefndi skipti yfir á hægri fótinn og smurði boltann í fjærhornið. Wolves átti enga endurkomu í erminni á lokamínútum leiksins, sem lauk með 1-2 sigri Newcastle eftir átta mínútna uppbótartíma. Wolves er því enn án sigurs og aðeins með eitt stig. Newcastle situr í 3. sæti deildarinnar með 10 stig eftir fjórar umferðir. Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Boðið var upp á mikla skemmtun frá fyrstu mínútu, hraður leikur og bæði lið fengu færi til að taka forystuna snemma. Færin voru fleiri fyrir Newcastle, sem átti meðal annars skot í stöng, en það var Wolves sem braut ísinn. Markið kom upp úr skyndisókn, Jörgen Larsen fékk bolta og mikið pláss á hægri kantinum og flengdi fyrir markið. Matheus Cunha var klókur og lét boltann fara, yfir á fjærstöngina þar sem Mario Lemina mætti og slúttaði. Mario Lemina kom í klóku hlaupi á fjærstöngina og fékk boltann.Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Eftir markið var mikill andi í Wolves liðinu, sem fékk tvö úrvalsfæri til að bæta við en tókst það ekki. Leikurinn opnaðist aftur í seinni hálfleik og bæði lið voru líkleg til að skora. Eftir fjölda marktækifæra tókst Newcastle svo að jafna leikinn á 75. mínútu. Boltinn var hreinsaður burt úr teignum, á Bruno Guimares sem lagði hann létt til hliðar á Fabian Schar, sem tók sér lítinn tíma og þrumaði í markið af um þrjátíu metra færi. Fabian Schar lét vaða af löngu færi.Naomi Baker/Getty Images Aðeins fimm mínútum síðar komst Newcastle svo yfir. Markið var engu síðra en það fyrra, Joseph Willock og Harvey Barnes á vinstri vængnum tengdu saman þríhyrninga áður en sá síðarnefndi skipti yfir á hægri fótinn og smurði boltann í fjærhornið. Wolves átti enga endurkomu í erminni á lokamínútum leiksins, sem lauk með 1-2 sigri Newcastle eftir átta mínútna uppbótartíma. Wolves er því enn án sigurs og aðeins með eitt stig. Newcastle situr í 3. sæti deildarinnar með 10 stig eftir fjórar umferðir.
Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira