Willum Þór og félagar lögðu Hollywood-lið Wrexham Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2024 21:26 Willum Þór í leik kvöldsins. Birmingham City Birmingham City vann Wrexham 3-1 í ensku C-deild karla í knattspyrnu. Bæði lið eru í eigu Bandaríkjamanna og voru uppi hugmyndir um að spila hann þar frekar en í Englandi. Hann fór á endanum fram í Birmingham og var Willum Þór Willumsson í byrjunarliði heimamanna. Hvað varðar eigendur liðanna þá var Tom Brady, leikstjórnandinn fyrrverandi, í stúkunni sem og góðvini sínum David Beckham en sá á ekkert í hvorugu liðinu. Þá var Rob McElhenney, annar af Hollywood-eigendum Wrexham einnig á vellinum. Tomoki Iwata has his first goal since signing from Celtic to double Birmingham's advantage! 🔥 pic.twitter.com/mqBQ8Qntwv— Sky Sports Football (@SkyFootball) September 16, 2024 Það voru gestirnir frá Wales sem hófu leikinn af krafti en Jack Marriott skoraði strax á þriðju mínútu. Eftir það tóku heimamenn öll völd og Jay Stansfield, dýrasti leikmaður C-deildarinnar frá upphafi, jafnaði metin um miðbik fyrir hálfleiks. Staðan var 1-1 í hálfleik en Stansfield kom Birmingham yfir eftir aðeins sjö mínútna leik í síðari hálfleik. Tomoki Iwata fór svo langleiðina með að gulltryggja sigurinn með þriðja marki Birmingham á 59. mínútu. Krystian Bielik, fyrirliði Birmingham, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar fjórar mínútur voru til leiksloka en það kom ekki að sök og heimamenn héldu út – lokatölur 3-1. Willum Þór spilaði allan leikinn og Alfons Sampsted kom inn af bekknum síðasta hálftímann eða svo. WELCOME TO BIRMINGHAM 🤩 pic.twitter.com/mrtGaOox75— Birmingham City FC (@BCFC) September 16, 2024 Wrexham er áfram á toppi deildarinnar með 13 stig að loknum 6 leikjum á meðan Birmingham er sæti neðar með jafn mörg stig og leik til góða. Charlton Athletic er svo í 3. sæti einnig með 13 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Bæði lið eru í eigu Bandaríkjamanna og voru uppi hugmyndir um að spila hann þar frekar en í Englandi. Hann fór á endanum fram í Birmingham og var Willum Þór Willumsson í byrjunarliði heimamanna. Hvað varðar eigendur liðanna þá var Tom Brady, leikstjórnandinn fyrrverandi, í stúkunni sem og góðvini sínum David Beckham en sá á ekkert í hvorugu liðinu. Þá var Rob McElhenney, annar af Hollywood-eigendum Wrexham einnig á vellinum. Tomoki Iwata has his first goal since signing from Celtic to double Birmingham's advantage! 🔥 pic.twitter.com/mqBQ8Qntwv— Sky Sports Football (@SkyFootball) September 16, 2024 Það voru gestirnir frá Wales sem hófu leikinn af krafti en Jack Marriott skoraði strax á þriðju mínútu. Eftir það tóku heimamenn öll völd og Jay Stansfield, dýrasti leikmaður C-deildarinnar frá upphafi, jafnaði metin um miðbik fyrir hálfleiks. Staðan var 1-1 í hálfleik en Stansfield kom Birmingham yfir eftir aðeins sjö mínútna leik í síðari hálfleik. Tomoki Iwata fór svo langleiðina með að gulltryggja sigurinn með þriðja marki Birmingham á 59. mínútu. Krystian Bielik, fyrirliði Birmingham, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar fjórar mínútur voru til leiksloka en það kom ekki að sök og heimamenn héldu út – lokatölur 3-1. Willum Þór spilaði allan leikinn og Alfons Sampsted kom inn af bekknum síðasta hálftímann eða svo. WELCOME TO BIRMINGHAM 🤩 pic.twitter.com/mrtGaOox75— Birmingham City FC (@BCFC) September 16, 2024 Wrexham er áfram á toppi deildarinnar með 13 stig að loknum 6 leikjum á meðan Birmingham er sæti neðar með jafn mörg stig og leik til góða. Charlton Athletic er svo í 3. sæti einnig með 13 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira