Þverár Amasonfljóts þorna upp sem aldrei fyrr Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2024 13:32 Maður gengur á sandgrynningu þar sem áin Madeira ætti að renna 10. september. Madeira er ein af stærri þverám Amasonfljótsins. Vísir/EPA Vatnsstaða í mörgum þverám Amasonfljóts er nú lægri en nokkru sinni hefur mælst áður af völdum langvarandi þurrks. Sumar ár sem voru áður siglanlegar hafa jafnvel þornað alveg upp. Fjöldi þorpa hefur einangrast því ekki er lengur hægt að sigla þangað. Náttúruvárstofnun Brasilíu segir að þurrkurinn sé sá ákafasti og víðfeðmasti sem um getur. Það sé sérstakt áhyggjuefni að hann eigi sér stað tiltölulega snemma á þurrkatímabili sem stendur alla jafna yfir frá júní til nóvember. Ástandið gæti því mögulega ekki skánað fyrr eftir fleiri mánuði. Solimões, ein helsta þverá Amasonfljóts, hefur aldrei mælst lægri við brasilíska bæinn Tabatinga við landamæri Kólumbíu. Áin Tefé, ein kvísl Solimões, var algerlega uppþornuð þegar fréttamaður Reuters flaug yfir á sunnudag. Tefé-vatn er einnig uppþornað. Fleiri en tvö hundruð ferskvatnshöfrungar drápust í miklum þurrki þar í fyrra. Þurrkurinn á vatnasviði Amason í fyrra var sá versti í mælingasögunni. Loftslagsvísindamenn komust að þeirri niðurstöðu að hnattræn hlýnun af völdum manna hefði margfaldað líkurnar á honum. Veðurfyrirbrigðið El niño átti einnig sinn þátt en því fylgir að jafnaði meiri hlýindi og þurrkur í Amasonskóginum en ella. Eyðing Amasonfrumskógarins getur einnig aukið á þurrkinn þar sem tré útgufun þeirra eykur raka í lofti. Þurrkurinn skapar aftur aðstæður við skógarelda sem ganga enn á skóginn. Erfiðlega gengur að koma nauðsynjum til íbúa sem búa við árnar. Brasilíska náttúruvárstofnunin segir að í fleiri en hundrað byggðarlögum hafi ekki regndropið fallið úr lofti í meira en 150 daga. „Við festum bát hérna og hann var fastur á þurru landi daginn eftir. Við höfum enga leið til þess að færa hann,“ segir Josué Oliveira, veiðimaður í Manacapuru við bakka Solimões, við breska ríkisútvarpið BBC. Loftslagsmál Brasilía Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira
Náttúruvárstofnun Brasilíu segir að þurrkurinn sé sá ákafasti og víðfeðmasti sem um getur. Það sé sérstakt áhyggjuefni að hann eigi sér stað tiltölulega snemma á þurrkatímabili sem stendur alla jafna yfir frá júní til nóvember. Ástandið gæti því mögulega ekki skánað fyrr eftir fleiri mánuði. Solimões, ein helsta þverá Amasonfljóts, hefur aldrei mælst lægri við brasilíska bæinn Tabatinga við landamæri Kólumbíu. Áin Tefé, ein kvísl Solimões, var algerlega uppþornuð þegar fréttamaður Reuters flaug yfir á sunnudag. Tefé-vatn er einnig uppþornað. Fleiri en tvö hundruð ferskvatnshöfrungar drápust í miklum þurrki þar í fyrra. Þurrkurinn á vatnasviði Amason í fyrra var sá versti í mælingasögunni. Loftslagsvísindamenn komust að þeirri niðurstöðu að hnattræn hlýnun af völdum manna hefði margfaldað líkurnar á honum. Veðurfyrirbrigðið El niño átti einnig sinn þátt en því fylgir að jafnaði meiri hlýindi og þurrkur í Amasonskóginum en ella. Eyðing Amasonfrumskógarins getur einnig aukið á þurrkinn þar sem tré útgufun þeirra eykur raka í lofti. Þurrkurinn skapar aftur aðstæður við skógarelda sem ganga enn á skóginn. Erfiðlega gengur að koma nauðsynjum til íbúa sem búa við árnar. Brasilíska náttúruvárstofnunin segir að í fleiri en hundrað byggðarlögum hafi ekki regndropið fallið úr lofti í meira en 150 daga. „Við festum bát hérna og hann var fastur á þurru landi daginn eftir. Við höfum enga leið til þess að færa hann,“ segir Josué Oliveira, veiðimaður í Manacapuru við bakka Solimões, við breska ríkisútvarpið BBC.
Loftslagsmál Brasilía Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira