Vörpuðu líkum fram af húsþaki á Vesturbakkanum Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2024 21:08 Ísraelskir hermenn á húsþaki í Qabatiya þar sem fjórir menn voru felldir. AP/Majdi Mohammed Ísraelsher rannsakar nú hóp hermanna sem náðust á myndbandi kasta líkum Palestínumanna fram af húsþaki eftir rassíu á Vesturbakkanum. Meðferðin á líkunum stríðir gegn alþjóðalögum. Myndbandið var tekið í aðgerðum Ísraelshers í þorpinu Qabatiya nærri Jenín í gær. Eftir að hermennirnir hentu líkunum niður sást jarðýta á vegum hersins fjarlægja þau, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alþjóðalög kveða á um að herir séu skyldugir til þess að fara með lík fallinna óvina af virðingu. Í yfirlýsingu frá Ísraelsher kom fram að atvikið væri grafalvarlegt og að framferði hermannanna samræmdist ekki gildum og vætningum hersins til þeirra. Palestínumenn segja að sjö manns hafi fallið í hernaðaraðgerð Ísraela í Qabatiya. Ísraelsher segist hafa fellt fjóra vígamenn í skotbardaga. Þrír aðrir hafi verið drepnir í drónaárás á bíl. Einn þeirra sem voru felldir hafi leitt ótilgreindan hóp hryðjuverkamanna. Engin vígahópur hefur enn gert tilkalla til þeirra föllnu, að sögn AP-fréttastofunnar. Sjónarvottur segir BBC að hermenn hafi umkringt byggingu í þorpinu. Fjórir menn hafi flúið upp á þak en þar hafi þeir verið skotnir af leyniskyttum. Eftir að bardaginn var um garð genginn hafi ísraelskir hermenn varpað líkum mannanna niður af þakinu. Þeim hafi svo verið hlaðið í jarðýtuna. BBC segir að þremur líkum hafi verið kastað niður af þakinu en AP-fréttastofan segir þau hafa verið fjögur og byggir það á frásögn fréttamanns hennar sem var á staðnum og myndböndum sem náðust af atvikinu. Þrátt fyrir að nærri því ársgömul átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna hafi fyrst og fremst farið fram á Gasaströndinni hafa fleiri en 690 Palestínumenn fallið á Vesturbakkanum eftir árás Hamas á Ísrael 7. október. Ísraelsk yfirvöld segja að hertar aðgerðir á Vesturbakkanum séu til þess að fyrirbyggja frekari árásir vígamanna sem hafa þegar orðið 33 Ísraelum að bana. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Sjá meira
Myndbandið var tekið í aðgerðum Ísraelshers í þorpinu Qabatiya nærri Jenín í gær. Eftir að hermennirnir hentu líkunum niður sást jarðýta á vegum hersins fjarlægja þau, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alþjóðalög kveða á um að herir séu skyldugir til þess að fara með lík fallinna óvina af virðingu. Í yfirlýsingu frá Ísraelsher kom fram að atvikið væri grafalvarlegt og að framferði hermannanna samræmdist ekki gildum og vætningum hersins til þeirra. Palestínumenn segja að sjö manns hafi fallið í hernaðaraðgerð Ísraela í Qabatiya. Ísraelsher segist hafa fellt fjóra vígamenn í skotbardaga. Þrír aðrir hafi verið drepnir í drónaárás á bíl. Einn þeirra sem voru felldir hafi leitt ótilgreindan hóp hryðjuverkamanna. Engin vígahópur hefur enn gert tilkalla til þeirra föllnu, að sögn AP-fréttastofunnar. Sjónarvottur segir BBC að hermenn hafi umkringt byggingu í þorpinu. Fjórir menn hafi flúið upp á þak en þar hafi þeir verið skotnir af leyniskyttum. Eftir að bardaginn var um garð genginn hafi ísraelskir hermenn varpað líkum mannanna niður af þakinu. Þeim hafi svo verið hlaðið í jarðýtuna. BBC segir að þremur líkum hafi verið kastað niður af þakinu en AP-fréttastofan segir þau hafa verið fjögur og byggir það á frásögn fréttamanns hennar sem var á staðnum og myndböndum sem náðust af atvikinu. Þrátt fyrir að nærri því ársgömul átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna hafi fyrst og fremst farið fram á Gasaströndinni hafa fleiri en 690 Palestínumenn fallið á Vesturbakkanum eftir árás Hamas á Ísrael 7. október. Ísraelsk yfirvöld segja að hertar aðgerðir á Vesturbakkanum séu til þess að fyrirbyggja frekari árásir vígamanna sem hafa þegar orðið 33 Ísraelum að bana.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna