Þegar sorgin bankar upp á Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 21. september 2024 12:02 Sá sorglegi atburður sem átti sér stað þann 24 ágúst í miðborg Reykjavíkur er ungur maður ræðst á ungmenni með hníf sem leiddi til dauða ungrar stúlku fáum dögum síðar hefur valdið sorg um allt samfélagið og komið af stað miklum umræðum um unga fólkið okkar. Sorg foreldra og aðstandanda Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem einungis var 17 ára gömul hlýtur að vera óyfirstíganleg, samfélagið allt hefur umvafið þau síðustu daga en það færir þeim ekki barnið þeirra aftur, hugur okkar allra er hjá þeim. En það er líka sorg hjá foreldrum unga mannsins, það er erfitt að skilja hvernig barnið manns getur gert svona, að barnið manns sé morðingi. Hugur minn er líka hjá þeim. Þau geta ekki borið sorg sína á torg, en þetta er erfitt fyrir þau að takast á við, þau geta ekki tekið utan um barnið sitt og huggað það eða verið hjá honum, hann er í fangelsi einn og hræddur, bara kaldir veggirnir og læst hurð, engin sími né tölva, bara sjónvarp. Hann er líka barn, bara 16 ára. Hann á yfir höfði sér langan dóm, vonandi verður hann ekki gerður að fordæmi heldur fái sanngjarnan dóm sökum ungs aldurs og fái hjálp til að vinna í sínum málum. 16 ár fyrir morð er algengt, þurfa að sitja inni allavega 8 ár er langur tími á viðkvæmum mótunarárum ungs mans. Fyrst um sinn verður hann sennilega á Stuðlum en svo sendur á Litla-Hraun þegar hann hefur aldur til, það er ekki góður staður fyrir óharðnaðan ungling. Góða nótt minn litli ljúfur, mitt ljósið bjarta. Lífið hefur öðlast tilgang með þér. B.G. & Ingibjörg - Þín innsta þrá Að fá þessa hringingu, barnið þitt er alvarlega slasað þekki ég af eigin raun, eftir slys í félagsmiðstöð vegna vítaverðs gáleysis starfsmanns, var syni mínum vart hugað líf en sem betur fer lifði hann af, en hann náði sér aldrei alveg eftir slysið og leiddist út í neyslu ávana og fíkniefna sem hann fjármagnað aðallega með að stela úr búðum. Að fá hringingu frá barninu sínu úr fangelsi er rosalega erfitt, að fara í fyrstu heimsóknina, tekur mikið á sálrænt, það er ekki hægt að lýsa því hvernig það er að þurfa að fara og verða að skilja barnið sitt eftir, eitt og hrætt, maður venst því aldrei, því veit ég það af eigin raun að Litla-Hraun er ekki staður fyrir unga óharðnaðan menn. En hann er að standa sig vel í dag, en þetta voru erfið ár, hann er sonur minn og mér þykir innilega vænt um hann og ekkert sem hann hefur gert breytir því, en ég óska engum að kynnast því af eigin raun að eiga barn í fangelsi. Vona ég að við sem samfélag dæmum ekki unga manninn of hart hann er bara 16 ára, vissulega var árásin hrottaleg en það færir okkur ekki Bryndísi Klöru til baka. Þó ég sé hér að setjast beggja megin við borðið þá þekki ég ekki neitt af þessu fólki og veit ekki þeirra sögu né aðdragandann að þessari árás. Umfjöllun Kveiks um Litla-Hraun: „Það er svolítið litið á okkur eins og dýr,“ segir annar. „Við erum fólk. Við erum manneskjur, þótt við séum í fangelsi.“ Refsingin sem á að endurhæfa menn um leið Höfundur vottar ykkur innilega samúð sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmunda G. Guðmundsdóttir Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Sá sorglegi atburður sem átti sér stað þann 24 ágúst í miðborg Reykjavíkur er ungur maður ræðst á ungmenni með hníf sem leiddi til dauða ungrar stúlku fáum dögum síðar hefur valdið sorg um allt samfélagið og komið af stað miklum umræðum um unga fólkið okkar. Sorg foreldra og aðstandanda Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem einungis var 17 ára gömul hlýtur að vera óyfirstíganleg, samfélagið allt hefur umvafið þau síðustu daga en það færir þeim ekki barnið þeirra aftur, hugur okkar allra er hjá þeim. En það er líka sorg hjá foreldrum unga mannsins, það er erfitt að skilja hvernig barnið manns getur gert svona, að barnið manns sé morðingi. Hugur minn er líka hjá þeim. Þau geta ekki borið sorg sína á torg, en þetta er erfitt fyrir þau að takast á við, þau geta ekki tekið utan um barnið sitt og huggað það eða verið hjá honum, hann er í fangelsi einn og hræddur, bara kaldir veggirnir og læst hurð, engin sími né tölva, bara sjónvarp. Hann er líka barn, bara 16 ára. Hann á yfir höfði sér langan dóm, vonandi verður hann ekki gerður að fordæmi heldur fái sanngjarnan dóm sökum ungs aldurs og fái hjálp til að vinna í sínum málum. 16 ár fyrir morð er algengt, þurfa að sitja inni allavega 8 ár er langur tími á viðkvæmum mótunarárum ungs mans. Fyrst um sinn verður hann sennilega á Stuðlum en svo sendur á Litla-Hraun þegar hann hefur aldur til, það er ekki góður staður fyrir óharðnaðan ungling. Góða nótt minn litli ljúfur, mitt ljósið bjarta. Lífið hefur öðlast tilgang með þér. B.G. & Ingibjörg - Þín innsta þrá Að fá þessa hringingu, barnið þitt er alvarlega slasað þekki ég af eigin raun, eftir slys í félagsmiðstöð vegna vítaverðs gáleysis starfsmanns, var syni mínum vart hugað líf en sem betur fer lifði hann af, en hann náði sér aldrei alveg eftir slysið og leiddist út í neyslu ávana og fíkniefna sem hann fjármagnað aðallega með að stela úr búðum. Að fá hringingu frá barninu sínu úr fangelsi er rosalega erfitt, að fara í fyrstu heimsóknina, tekur mikið á sálrænt, það er ekki hægt að lýsa því hvernig það er að þurfa að fara og verða að skilja barnið sitt eftir, eitt og hrætt, maður venst því aldrei, því veit ég það af eigin raun að Litla-Hraun er ekki staður fyrir unga óharðnaðan menn. En hann er að standa sig vel í dag, en þetta voru erfið ár, hann er sonur minn og mér þykir innilega vænt um hann og ekkert sem hann hefur gert breytir því, en ég óska engum að kynnast því af eigin raun að eiga barn í fangelsi. Vona ég að við sem samfélag dæmum ekki unga manninn of hart hann er bara 16 ára, vissulega var árásin hrottaleg en það færir okkur ekki Bryndísi Klöru til baka. Þó ég sé hér að setjast beggja megin við borðið þá þekki ég ekki neitt af þessu fólki og veit ekki þeirra sögu né aðdragandann að þessari árás. Umfjöllun Kveiks um Litla-Hraun: „Það er svolítið litið á okkur eins og dýr,“ segir annar. „Við erum fólk. Við erum manneskjur, þótt við séum í fangelsi.“ Refsingin sem á að endurhæfa menn um leið Höfundur vottar ykkur innilega samúð sína.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun