„Höfum bara aldrei verið jafn fegnir að fá hálfleik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2024 17:06 Haraldur Freyr Guðmundsson er þjálfari Keflvíkinga. vísir/diego Keflavík tók á móti ÍR í seinni leik liðana í undanúrslitum umspilsins fyrir Bestu deildina í dag. Það var ÍR sem hafði betur með þremur mörkum gegn tveim en það kom ekki að sök þar sem Keflavík vann einvígið með sex mörkum gegn fjórum. „Tilfinningin er smá blendin, við náttúrulega töpuðum þessum leik hérna en við vinnum einvígið 6-4 og við erum komnir í úrslitaleikinn á Laugardalsvelli og það verður bara hörku verkefni og gaman.“ Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í dag. Það voru gestirnir úr Breiðholtinu sem byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu að jafna einvígið í fyrri hálfleiknum og viðurkenndi Haraldur Freyr að það fór svolítið um þá á bekknum. „Jú alveg klárlega. Þetta var ekki alveg eins og við sáum þetta fyrir en ÍR liðið er bara mjög gott fótboltalið og gefast aldrei upp og eru baráttuglaðir. Við vorum bara undir í fyrri hálfleik og menn kannski komnir með hausinn á Laugardalsvöll áður en þessi leikur var búinn.“ „Í fyrri hálfleik þá bara mættum við ekki til leiks og þeir bara gengu á lagið og allt í einu var bara allt orðið jafnt en við fórum aðeins yfir málin í hálfleik og allt annað lið sem kemur hérna út í seinni hálfleik og á endanum vinnum við einvígið 6-4 og það er sanngjarnt finnst mér.“ Keflavík náði inn marki alveg undir restina á fyrri hálfleiknum og rétt sluppu inn í hálfleik yfir í einvíginu. „Öll mörk eru oftast mikilvæg en ég held að við höfum bara aldrei verið jafn fegnir að fá hálfleik til þess að geta farið og endurstillt okkur aðeins. Við vorum bara ekki með hausinn til staðar og við vorum bara komnir langt fram úr okkur og það var ekki gott. Orkan sem við byrjuðum með hún var bara alls ekki nógu góð.“ Keflavík gerðu strax tvær breytingar í hálfleik sem hristu upp í liðinu. „Já það þurfa að vera einhverjar afleiðingar. Við getum ekki sett sama lið inn á. Ég hefði getað tekið alla útaf en ákváðum að taka þessa tvo [Ara Stein Guðmundsson og Rúnar Ingi Eysteinsson] og inn á komu Sindri [Snær Magnússon] og Sami [Kamel] með mikil gæði og mikla reynslu og við náðum betri stjórn í seinni hálfleik.“ Lengjudeild karla Keflavík ÍF ÍR Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fleiri fréttir Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira
„Tilfinningin er smá blendin, við náttúrulega töpuðum þessum leik hérna en við vinnum einvígið 6-4 og við erum komnir í úrslitaleikinn á Laugardalsvelli og það verður bara hörku verkefni og gaman.“ Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í dag. Það voru gestirnir úr Breiðholtinu sem byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu að jafna einvígið í fyrri hálfleiknum og viðurkenndi Haraldur Freyr að það fór svolítið um þá á bekknum. „Jú alveg klárlega. Þetta var ekki alveg eins og við sáum þetta fyrir en ÍR liðið er bara mjög gott fótboltalið og gefast aldrei upp og eru baráttuglaðir. Við vorum bara undir í fyrri hálfleik og menn kannski komnir með hausinn á Laugardalsvöll áður en þessi leikur var búinn.“ „Í fyrri hálfleik þá bara mættum við ekki til leiks og þeir bara gengu á lagið og allt í einu var bara allt orðið jafnt en við fórum aðeins yfir málin í hálfleik og allt annað lið sem kemur hérna út í seinni hálfleik og á endanum vinnum við einvígið 6-4 og það er sanngjarnt finnst mér.“ Keflavík náði inn marki alveg undir restina á fyrri hálfleiknum og rétt sluppu inn í hálfleik yfir í einvíginu. „Öll mörk eru oftast mikilvæg en ég held að við höfum bara aldrei verið jafn fegnir að fá hálfleik til þess að geta farið og endurstillt okkur aðeins. Við vorum bara ekki með hausinn til staðar og við vorum bara komnir langt fram úr okkur og það var ekki gott. Orkan sem við byrjuðum með hún var bara alls ekki nógu góð.“ Keflavík gerðu strax tvær breytingar í hálfleik sem hristu upp í liðinu. „Já það þurfa að vera einhverjar afleiðingar. Við getum ekki sett sama lið inn á. Ég hefði getað tekið alla útaf en ákváðum að taka þessa tvo [Ara Stein Guðmundsson og Rúnar Ingi Eysteinsson] og inn á komu Sindri [Snær Magnússon] og Sami [Kamel] með mikil gæði og mikla reynslu og við náðum betri stjórn í seinni hálfleik.“
Lengjudeild karla Keflavík ÍF ÍR Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fleiri fréttir Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira