Haaland kastaði boltanum í hnakkann á Gabriel eftir jöfnunarmark City Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. september 2024 07:02 Erling Braut Haaland og Gabriel Magalhaes eru ekki beint perluvinir. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Englandsmeistarar Manchester City tóku á móti Arsenal í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Leiknum lauk með dramatísku 2-2 jafntefli þar sem John Stones reyndist hetja heimamanna. Norska markamaskínan Erling Braut Haaland kom Manchester City yfir með marki strax á níundu mínútu leiksins áður en mörk frá Riccardo Calafiori og Gabriel Megalhaes á 22. og 46. mínútu snéru taflinu við fyrir Arsenal. Þrátt fyrir að vera marki yfir fóru gestirnir í Arsenal inn í hálfleikinn í vandræðum því Leandro Trossard lét reka sig af velli með sitt annað gula spjald seint í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Dómurinn var vissulega umdeildur og verður líklega ræddur á kaffistofum landsins fram eftir vikunni. Manni færri gerðu gestirnir í Arsenal vel og héldu Englandsmeisturunum í skefjum lengst af. Síðari hálfleikur fór að mestu fram í og við vítateig Arsenal, en lengi vel leit út fyrir að Skytturnar myndu halda út. Það var ekki fyrr en á áttundu mínútu uppbótartíma að heimamönnum tókst loksins að finna jöfnunarmarkið þegar varamaðurinn John Stones mokaði boltanum yfir línuna og tryggði City dramatískt jafntefli. Eins og við var að búast brutust út mikil fagnaðarlæti á Etihad-vellinum þegar ljóst var að Stones væri að tryggja City stigið, og segja má að sumir hafi gengið lengra í fagnaðarlátunum en aðrir. Þar á meðal má nefna áðurnefndan Erling Braut Haaland, sem brást við markinu með því að taka sprettinn og sækja boltann í netið. Í stað þess að hlaupa með boltann út á miðju til að freista þess að koma leiknum fyrr í gang og mögulega stela sigrinum ákvað Norðmaðurinn hins vegar að kasta boltanum í hnakkann á markaskoraranum Gabriel Megalhaes sem var augljóslega mjög súr eftir að Stones jafnaði metin. Mbl.is birti myndband af mörkum leiksins og á myndbandinu, sem hægt er að horfa á með því að smella hér, má sjá þegar Haaland kastar boltanum í hnakkann á Gabriel. Á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, hafa margir velt því fyrir sér hvort verknaðurinn verðskuldi spjald, eða bann, en það er eitthvað sem enska knattspyrnusambandið þarf líklega að svara fyrir. Enski boltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Norska markamaskínan Erling Braut Haaland kom Manchester City yfir með marki strax á níundu mínútu leiksins áður en mörk frá Riccardo Calafiori og Gabriel Megalhaes á 22. og 46. mínútu snéru taflinu við fyrir Arsenal. Þrátt fyrir að vera marki yfir fóru gestirnir í Arsenal inn í hálfleikinn í vandræðum því Leandro Trossard lét reka sig af velli með sitt annað gula spjald seint í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Dómurinn var vissulega umdeildur og verður líklega ræddur á kaffistofum landsins fram eftir vikunni. Manni færri gerðu gestirnir í Arsenal vel og héldu Englandsmeisturunum í skefjum lengst af. Síðari hálfleikur fór að mestu fram í og við vítateig Arsenal, en lengi vel leit út fyrir að Skytturnar myndu halda út. Það var ekki fyrr en á áttundu mínútu uppbótartíma að heimamönnum tókst loksins að finna jöfnunarmarkið þegar varamaðurinn John Stones mokaði boltanum yfir línuna og tryggði City dramatískt jafntefli. Eins og við var að búast brutust út mikil fagnaðarlæti á Etihad-vellinum þegar ljóst var að Stones væri að tryggja City stigið, og segja má að sumir hafi gengið lengra í fagnaðarlátunum en aðrir. Þar á meðal má nefna áðurnefndan Erling Braut Haaland, sem brást við markinu með því að taka sprettinn og sækja boltann í netið. Í stað þess að hlaupa með boltann út á miðju til að freista þess að koma leiknum fyrr í gang og mögulega stela sigrinum ákvað Norðmaðurinn hins vegar að kasta boltanum í hnakkann á markaskoraranum Gabriel Megalhaes sem var augljóslega mjög súr eftir að Stones jafnaði metin. Mbl.is birti myndband af mörkum leiksins og á myndbandinu, sem hægt er að horfa á með því að smella hér, má sjá þegar Haaland kastar boltanum í hnakkann á Gabriel. Á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, hafa margir velt því fyrir sér hvort verknaðurinn verðskuldi spjald, eða bann, en það er eitthvað sem enska knattspyrnusambandið þarf líklega að svara fyrir.
Enski boltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira