Ólafur Elíasson tekur yfir Piccadilly Circus og Times Square Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 24. september 2024 14:11 Ólafur Elíasson tekur yfir gríðarstór almenningsrými á borð við Piccadilly Circus og Times Square með verkinu Lifeworld. Sebastian Gollnow/picture alliance via Getty Images Ólafur Elíasson mun taka yfir gríðarstór auglýsingaskilti í stórborgum á borð við London og New York. Hann er með þekktari listamönnum landsins og þó víðar væri leitað en list hans má finna um allan heim. Gríðarlegur fjöldi fólks leggur leið sína í gegnum Piccadilly Circus í London á hverjum degi og eru risa stór auglýsingaskiltin einkennandi fyrir London. Þá hefur sömuleiðis verið vinsælt hjá ferðamönnum að taka myndir af sér þar og eftirsóknarvert fyrir fyrirtæki að auglýsa sig á stóru skjánum. Hins vegar stendur til að hægja á öllu í byrjun október. Samkvæmt breska tímaritinu Guardian á listaverk Ólafs að hægja á ofurhraða auglýsinganna. Þar sem vanalega eru skýrar og áberandi auglýsingar fyrirtækjarisa kemur óskýrt myndbands listaverk frá Ólafi sem heitir Lifeworld. Í samtali við Guardian segir Ólafur að listsköpunin sé viljandi óskýr og sé algjör andstæða kapitalískra hugmynda auglýsingaskiltanna. „Það sem ég er að hugsa út í er almenningsrýmið. Þetta snýst ekki um að banna auglýsingaskiltin. Óskýra myndin er tilraun til þess að ná til fólks og segja: Hér er eitthvað fallegt. Þetta snýst um að hægja á sér. Þetta snýst um berskjöldun og þetta snýst um hið ólínulaga,“ segir Ólafur. Lifeworld á Piccadilly CircusÓlafur Elíasson 2024 Lifeworld ferðast sömuleiðis heimshorna á milli á auglýsingaskilti vinsælla almenningsstaða. Til Suður Kóreu á K-Pop torgið í Seoul, Kurfürstendamm í Berlín og Times Square í New York í samvinnu við samtökin Circa. Hvert myndbandsverk er einstakt og sýnir myndbönd frá hverjum stað, nema auðvitað í óskýrri mynd þar sem áhorfendum er boðið að „líta inn á við og sjá hvern stað frá nýju sjónarhorni“. Lifeworld á Times Square.Ólafur Elíasson 2024 Ólafur segir Times Square torgið svakalegt. „Torgið fyllist af fólki á miðnætti. Þetta er mjög áhugavert rými. Það örvar sannarlega skilningarvitin en er mjög yfirþyrmandi á sama tíma. Spurningin er hvort það örvi okkur almenninga eða hvort það dragi frekar úr orkunni okkar. Ég held að þetta óskýra myndbandsverk mitt sé nánari lýsing á raunveruleikanum en það sem við sjáum vanalega á skjánum. Verkið gefur þér pláss til að staldra við. Mér finnst það frekar öflug mýkt,“ segir hann. Ólafur Elíasson hefur sem áður segir tekið þátt í ýmsum stórum og spennandi verkefnum. Verkið hans Weather Project þar sem mátti líta á risastóra „sól“ var sýnt í Tate Modern og er áætlað að um tvær milljónir hafi séð það. Sömuleiðis má sjá Ólaf dansa í stúdíóinu sínu í Berlín í nýju tónlistarmyndbandi hjá heimsfræga plötusnúðinum Peggy Gou. Ólafur var break-dansari á sínum yngri árum og leyfir þeirri listrænu hlið að njóta sín í myndbandinu sem má sjá hér: Íslendingar erlendis Myndlist Menning Bretland England Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Gríðarlegur fjöldi fólks leggur leið sína í gegnum Piccadilly Circus í London á hverjum degi og eru risa stór auglýsingaskiltin einkennandi fyrir London. Þá hefur sömuleiðis verið vinsælt hjá ferðamönnum að taka myndir af sér þar og eftirsóknarvert fyrir fyrirtæki að auglýsa sig á stóru skjánum. Hins vegar stendur til að hægja á öllu í byrjun október. Samkvæmt breska tímaritinu Guardian á listaverk Ólafs að hægja á ofurhraða auglýsinganna. Þar sem vanalega eru skýrar og áberandi auglýsingar fyrirtækjarisa kemur óskýrt myndbands listaverk frá Ólafi sem heitir Lifeworld. Í samtali við Guardian segir Ólafur að listsköpunin sé viljandi óskýr og sé algjör andstæða kapitalískra hugmynda auglýsingaskiltanna. „Það sem ég er að hugsa út í er almenningsrýmið. Þetta snýst ekki um að banna auglýsingaskiltin. Óskýra myndin er tilraun til þess að ná til fólks og segja: Hér er eitthvað fallegt. Þetta snýst um að hægja á sér. Þetta snýst um berskjöldun og þetta snýst um hið ólínulaga,“ segir Ólafur. Lifeworld á Piccadilly CircusÓlafur Elíasson 2024 Lifeworld ferðast sömuleiðis heimshorna á milli á auglýsingaskilti vinsælla almenningsstaða. Til Suður Kóreu á K-Pop torgið í Seoul, Kurfürstendamm í Berlín og Times Square í New York í samvinnu við samtökin Circa. Hvert myndbandsverk er einstakt og sýnir myndbönd frá hverjum stað, nema auðvitað í óskýrri mynd þar sem áhorfendum er boðið að „líta inn á við og sjá hvern stað frá nýju sjónarhorni“. Lifeworld á Times Square.Ólafur Elíasson 2024 Ólafur segir Times Square torgið svakalegt. „Torgið fyllist af fólki á miðnætti. Þetta er mjög áhugavert rými. Það örvar sannarlega skilningarvitin en er mjög yfirþyrmandi á sama tíma. Spurningin er hvort það örvi okkur almenninga eða hvort það dragi frekar úr orkunni okkar. Ég held að þetta óskýra myndbandsverk mitt sé nánari lýsing á raunveruleikanum en það sem við sjáum vanalega á skjánum. Verkið gefur þér pláss til að staldra við. Mér finnst það frekar öflug mýkt,“ segir hann. Ólafur Elíasson hefur sem áður segir tekið þátt í ýmsum stórum og spennandi verkefnum. Verkið hans Weather Project þar sem mátti líta á risastóra „sól“ var sýnt í Tate Modern og er áætlað að um tvær milljónir hafi séð það. Sömuleiðis má sjá Ólaf dansa í stúdíóinu sínu í Berlín í nýju tónlistarmyndbandi hjá heimsfræga plötusnúðinum Peggy Gou. Ólafur var break-dansari á sínum yngri árum og leyfir þeirri listrænu hlið að njóta sín í myndbandinu sem má sjá hér:
Íslendingar erlendis Myndlist Menning Bretland England Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira