Heimir „hæstánægður með FH-liðið“ eftir 3-0 tap Kári Mímisson skrifar 25. september 2024 22:16 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Hulda Margrét Það mátti sjá blendnar tilfinningar í augum Heimis Guðjónssonar, þjálfara FH, þegar hann mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar strax eftir 3-0 tap hans manna gegn Íslandsmeisturum Víkings. „Ég er hæstánægður með FH-liðið í dag. Gáfum allt í þetta og spiluðum góða fótbolta á köflum. Það sem vantaði bara hjá okkur í dag var að þegar við komumst í gegnum fyrstu pressuna hjá þeim þá voru okkur allir vegir færir en það vantaði aðeins betri ákvörðunartöku á boltanum. Við vorum aðeins að flýta okkur þar. Annars bara heilt yfir þótti mér frammistaðan til fyrirmyndar. Í stöðunni 2-0 opnaðist leikurinn og Daði bjargaði okkur nokkrum sinnum.“ FH vann síðast leik gegn Víkingum í september árið 2020. Þetta eru því orðnir tíu leikir í röð sem liðin hafa spilað án þess að FH nái að vinna. Spurður út í hvað veldur þessu svarar Heimir eftirfarandi. „Það er góð spurning. Það er mögulega af því að þeir eru betri en við að nýta stöðurnar sem þeir fá. Við lærum af þessu og erum að nálgast þá.“ Spurður út í framhaldið segir Heimir að hann horfi jákvæður fram á við. Liðið spilar næst gegn Breiðablik á sunnudaginn. „Ég horfi jákvætt á framhaldið. Við eigum næst leik við Breiðablik og nú þurfum við bara að hugsa vel um okkur það sem eftir er vikunnar og vera klárir á sunnudaginn. Það eru enn tólf stig í pottinum og það á enn fullt eftir að gerast.“ Vonir FH um að ná þriðja sætinu sem gefur sæti í Evrópukeppni að ári eru orðnar ansi litlar. Liðið er sex stigum á eftir Val sem situr núna í þriðja sætinu og það þarf því ansi margt að gerast til þess að það takist. Heimir segir þó að það sé fullt eftir og að liðið muni halda ótrautt áfram. „Að sjálfsögðu, þetta ekkert sem slær okkur út af laginu. Við eigum enn eftir að spila við Stjörnuna, ÍA og Val ásamt því að öll þessi lið eiga eftir að spila við hvort annað þannig að það er nóg sem á eftir að gerast í þessari úrslitakeppni og í þessari keppni um þetta Evrópusæti.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Fleiri fréttir KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
„Ég er hæstánægður með FH-liðið í dag. Gáfum allt í þetta og spiluðum góða fótbolta á köflum. Það sem vantaði bara hjá okkur í dag var að þegar við komumst í gegnum fyrstu pressuna hjá þeim þá voru okkur allir vegir færir en það vantaði aðeins betri ákvörðunartöku á boltanum. Við vorum aðeins að flýta okkur þar. Annars bara heilt yfir þótti mér frammistaðan til fyrirmyndar. Í stöðunni 2-0 opnaðist leikurinn og Daði bjargaði okkur nokkrum sinnum.“ FH vann síðast leik gegn Víkingum í september árið 2020. Þetta eru því orðnir tíu leikir í röð sem liðin hafa spilað án þess að FH nái að vinna. Spurður út í hvað veldur þessu svarar Heimir eftirfarandi. „Það er góð spurning. Það er mögulega af því að þeir eru betri en við að nýta stöðurnar sem þeir fá. Við lærum af þessu og erum að nálgast þá.“ Spurður út í framhaldið segir Heimir að hann horfi jákvæður fram á við. Liðið spilar næst gegn Breiðablik á sunnudaginn. „Ég horfi jákvætt á framhaldið. Við eigum næst leik við Breiðablik og nú þurfum við bara að hugsa vel um okkur það sem eftir er vikunnar og vera klárir á sunnudaginn. Það eru enn tólf stig í pottinum og það á enn fullt eftir að gerast.“ Vonir FH um að ná þriðja sætinu sem gefur sæti í Evrópukeppni að ári eru orðnar ansi litlar. Liðið er sex stigum á eftir Val sem situr núna í þriðja sætinu og það þarf því ansi margt að gerast til þess að það takist. Heimir segir þó að það sé fullt eftir og að liðið muni halda ótrautt áfram. „Að sjálfsögðu, þetta ekkert sem slær okkur út af laginu. Við eigum enn eftir að spila við Stjörnuna, ÍA og Val ásamt því að öll þessi lið eiga eftir að spila við hvort annað þannig að það er nóg sem á eftir að gerast í þessari úrslitakeppni og í þessari keppni um þetta Evrópusæti.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Fleiri fréttir KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira